Síða 1 af 1

Strappa dekk á?

Posted: 06.jan 2014, 00:13
frá TDK
Rakst á þetta myndband áðan. Nú þarf einhver að útskýra fyrir mér hvernig þetta er framkvæmt. Byrjar á 2:25.
http://vimeo.com/15200394

Re: Strappa dekk á?

Posted: 06.jan 2014, 00:29
frá hjotti
gömul aðferð til að minnka bil milli felgu og dekks til þess að það nái næstum eða alvega að þétta svo hægt sé að sprengja það uppá eða þá pumpa(ef það leggs þá á báða kanta og nær að þétta).

Re: Strappa dekk á?

Posted: 06.jan 2014, 01:39
frá TDK
hjotti wrote:gömul aðferð til að minnka bil milli felgu og dekks til þess að það nái næstum eða alvega að þétta svo hægt sé að sprengja það uppá eða þá pumpa(ef það leggs þá á báða kanta og nær að þétta).


Svo að þú í rauninni kremuru dekkið bara þétt við fleguna og pumpar svo í?

Re: Strappa dekk á?

Posted: 06.jan 2014, 03:00
frá tomtom
Ja það er svo rosalega vinsæl aðferð við dráttarvéla dekk

Re: Strappa dekk á?

Posted: 06.jan 2014, 08:58
frá jongud
Það er í rauninni bara verið að kreista dekkið í miðjunni þannig að það þenjist útávið og þétti við felgubrúnirnar.