Síða 1 af 1
leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 20:54
frá Heiðar Brodda
Sælir félagar langaði að leggja fyrir ykkur spurningu og veit sjálfur aðeins um efnið en langar að vita ykkar trix.Þannig að spurningin er: er með 38'' dekk og það lekur með felgu er búinn að kítta þau á felguna var gert í fyrra vetur en er betra að nota gömlu aðferðina og sanda/grunna hver er ykkar skoðun á þessu öll ráð vel þegin og já felgurnar eru með kanti og nei ætla ekki að fara kaupa ný dekk kv Heiðar Broddason
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 21:15
frá Freyr
Ef þau leka er þéttikanturinn á þeim lélegur eftir að hafa t.d. snúist á felgu eða tjónast við umfelgun. Ég tel að sandur og grunnur sé ekki rétta leiðin til að láta þetta þétta heldur frekar kíttun, oftast er notað límkítti en einnig nota menn rúðukítti. Einnig mætti nota svona dekk með kantlás en þar sem þeir eru alla jafna bara að utanverðu er það ekki endilega lausn sem virkar. Að lokum þá mætti prófa þétti efni í dekkin. Þekki ekki hvaða tegundir virka en hef séð efni ætlað í reiðhjólaslöngur notað í morkin dekk til að þétta smásprungur með góðum árangri.
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 21:21
frá Guðmann Jónasson
Hef séð ýmislegt í þessu á þeim 8 árum sem ég vann við dekk.
Ef vandamálið er að dekkið sé of rúmt á felguna getur verið hægt að leysa málið með því að grunna kantinn á felgunni,oft þarf nokkrar umferðir.
Sé vandamálið skemmd í dekki/felgu er límkíttið oft þrautalendingin (notaði oftast kítti frá wurth).
Svo hefur maður líka lent í dekkjum þar sem kominn er fúi í kantinn sem leggst að felgunni og loftið lekur í gegnum hann....þá er lausnin Hringrás :)
kv.
Guðmann
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 21:25
frá s.f
getur líka verslað efni sem heitir slime minir mig hjá fjórhjólalagernum ég seti svona inní dekk sem láku með felguni og aldrei verið vesen eftir það
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 22:02
frá Heiðar Brodda
Þakka góð svör ætla að ath með þetta efni hjá 4hjólalagernum og svo grunnað og kíttað og þá eru öll mál leyst hehe :) kv Heiðar Brodda
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 22:15
frá Freyr
Hvernig dekk og felgur eru þetta annars og veistu hvað kom fyrir/af hverju þau þétta ekki?
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 22:41
frá Heiðar Brodda
þetta eru 38'' GH og stálfelgur 15'' með soðnum kannti dekk keypt notuð en ef ég fer niður undir 3 pund sennilega nær 2pundum þá lekur allt loft úr hægra framhjóli og svo rolega úr 2 öðrum :)
Re: leki meðfram felgum
Posted: 05.jan 2014, 22:42
frá Heiðar Brodda
nei held að ekkert hafi komið fyrir en þarf að skoða málið í vikunni var í jeppaferð um helgina og átti 600m í skála og þá varð að stoppa því það var loftlaust hægra megin framan og um morgunin var allt loft farið úr 2 öðrum dekkjum kv HB
Re: leki meðfram felgum
Posted: 06.jan 2014, 00:13
frá AgnarBen
Vona að þú móðgist ekki en ertu búinn að skoða ventlahetturnar og hvort þú sért nokkuð búinn að týna gúmmíþéttingunum ;-)
Re: leki meðfram felgum
Posted: 06.jan 2014, 16:48
frá Heiðar Brodda
Sæll Agnar það verður allt skoðað en þetta er alls ekki vitlaus hugmynd því ég hef lent í þessu :) hef ekki lent í því áður að dekkið fari alveg á felguna áður en komið er á áfangastað og ætla ekki að lenda í því aftur :) kv Heiðar Brodda
Re: leki meðfram felgum
Posted: 06.jan 2014, 19:34
frá AgnarBen
Ég hef lent í þessu líka en það var í fyrsta túrnum mínum á Irok-inum og þar sem það var búið að hræða mig svo mikið á þessum dekkjum hélt að ég væri strax búinn að eyðileggja eitt þeirra :-)