Síða 1 af 1

Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 05.jan 2014, 15:26
frá MaggiV
Sælir strákar , ég er í því skemmtilega verkefni að skipta um spyndilkúlu í cherokee og mig vantar svona "þvingu" eins og þessi , er þetta selt hérna einhver staðar eða ? eða hafið þið verið að nota einhverjar aðra svipaðar ? http://www.jeepz.com/forum/attachments/suspension/6169d1288404396-jeep-wrangler-ball-joint-replacement-1-ball-joint-tool.jpg .

kv MVJ

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 05.jan 2014, 15:57
frá juddi
Þetta hefur bæði verið til hjá Stál og stönsum og Bílanaust þetta er nauðsinlegt verkfæri og svínvirkar

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 05.jan 2014, 16:25
frá MaggiV
Ok , athuga þar á morgun

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 05.jan 2014, 22:36
frá Hrannifox
minnir að ég hafi séð svona kit í stillingu, og bara á hóflegu verði lika ef minnið er ekki að svíkja.

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 06.jan 2014, 01:37
frá andrijo
Þegar ég skipti um spindilkúlu í d44 seinasta vetur leitaði eg talsvert að svona þvingu...fannst hún allt of dýr svo ég barði kúluna bara úr, var ráðlagt að gera það af mér reyndari mönnum og það gekk öðru megin en hinumegin fór ég og lét pressa úr fyrir mig, nýju voru svo bara bankaðar í í rólegheitum.

Bk og gangi þér vel

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 06.jan 2014, 01:41
frá Freyr
Í dana 30 eru þær þrykktar í hásinguna en ekki liðhúsið. Það er ekkert mál að skipta um þær án sérstakra verkfæra.

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 06.jan 2014, 20:27
frá MaggiV
Já þetta er 2001 módel af grand , hringdi í stál og stansar og verðið á þessu er svoldið hátt ætla að sjá hvað ég fæ mikinn afslátt , ætla líka að athuga á öðrum stöðum ef ekkert verður úr þessu þá lem ég þetta úr bara

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 06.jan 2014, 20:39
frá AgnarBen
Minnsta málið að lemja þetta úr, það er ágætt að vera með rörbúta í réttu þvermáli til að nota við þetta.

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 07.jan 2014, 01:12
frá TDK
Er viss um að Siggi í stillingu Kópavogi á þetta handa þér. Og ef hann á það ekki finnur hann það.

Re: Fjarlægja spyndilkúlu í jeep

Posted: 08.jan 2014, 20:46
frá MaggiV
Jæja þetta hafðist ! , þakka góð ráð !

kv mvj