Síða 1 af 1

Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 17:01
frá cruser 90
Sælir félagar er með lc 90 var að reina að tjasla saman gamla riðgaða pústinu hjá mér en þetta er alveg ónýtt
ég var að pæla í að smíða nýtt pústkerfi úr rústfríju stáli þá 3"
á ég að hafa opið púst alla leið eða kúta

Re: Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 17:20
frá villi58
Settu opinn kút hann tekur mestu skellina.

Re: Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 17:59
frá Gunnar00
það verður að vera amk. einn kútur undir honum skoðunar vegna, þó hann sé tómur að innan. en ég mæli með að hafa einn lítinn hljóðkút fyrir miðju til að taka mesta fretið, getur verið alveg óþolandi til lengdar að hlusta of hávaðasamt púst

Re: Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 18:09
frá hobo
Það er ekki neinn kútur undir mínum Trooper og hann fær skoðun.
En mikið er það leiðinlegt að hlusta á þetta fret. Sumum finnst þetta flott en ég skammast mín bara..

Re: Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 18:11
frá Árni Braga
sælir hjá mér er engin kútur bara 3" opið púst
það skiptir ekki máli út af skoðun ég var með minn í skoðun
núna í lok des ég spurði þá að þessu og þeir sögðu það ekki skipta neinu
svo framalega sem að það sé þétt kútur er ekki þörf.

Re: Púst pælingar

Posted: 04.jan 2014, 23:44
frá íbbi
ú því pústbrasi sem ég hef verið í hefur reynst mér vel að hafa kút eins aftarlega á kerfinu og unnt hefur verið, hvað hljóðið varðar

Re: Púst pælingar

Posted: 12.jan 2014, 13:28
frá cruser 90
Þá er það klárt og komið undir cruiser rústfýtt 316 stál 3" púst

Re: Púst pælingar

Posted: 12.jan 2014, 14:11
frá Árni Braga
Djö er þetta flott. hvað er svo verð á svona.

Re: Púst pælingar

Posted: 12.jan 2014, 14:24
frá cruser 90
Sæll Takk fyrir það efnið kostaði um 43þ sem er vel sloppið ef maður gétur gert þetta sjálfur
en hann sándar flott og smá meiri hp

Re: Púst pælingar

Posted: 13.jan 2014, 06:34
frá firebird400
Virkilega flott hjá þér.

Hvað tekur þú fyrir að smíða svona púst undir minn hehe

Re: Púst pælingar

Posted: 13.jan 2014, 08:35
frá ivar
Hvar keyptir þú efnið?
Ég ætlaði að kaupa 4" efni í pústsmíði um árið og mig minnir að BJB hafi rukkað 12-13þ fyrir meterinn af pústefni. Þar sem mig vantar c.a. 5 metra var þetta orðið mjög dýrt.

Annars er þetta mjög flott vinnubrögð hjá þér og lifir örugglega út bílinn.

Re: Púst pælingar

Posted: 13.jan 2014, 08:51
frá Startarinn
Þegar ég smíði ryðfría pústið í hilux í haust þá kostaði meterinn af 3" púströraefni hjá BJB 3600 kr/mtr hjá Ferro-Zink kostaði 2,5" ryðfrí burstuð rör (sama utanmál 76 mm) 4200 kr/mtr
Ég notaði reyndar þenslumúffu úr svörtu og hafði hana á flöngsum

Re: Púst pælingar

Posted: 13.jan 2014, 10:59
frá cruser 90
Sælir félagar heildar kosnaðurin er 4stk 90 gráðu suðuhné 10þ rör 76,1x2 4metrar 20þ barkinn + 2st pakningar 13þ
efnið keifti ég í Ga og barka og pakningar í bjb og allt er þetta 316 stál
alls 43þ það er vel sloppið eingar þreingingar í beijum
hann í bjb vildi selja mér tilbúið púst á 90 þ

Re: Púst pælingar

Posted: 13.jan 2014, 11:55
frá Wrangler Ultimate
Sælir flott smíði hjá þér.

Það er reyndar óþarfi að hafa þetta úr 316 efni, 304 er nóg. Ég smíðaði svona undir minn wrangler í kringum 2001 og tók það undan núna í vetur og það sá ekki á því.... 304 stál frá Málmtækni.

Ef maður er að smíða púst undir jeppa sem maður ætlar að eiga þá margborgar sig að nota ryðfrítt, það þarf aldrei að kíkja á það aftur.... nema það tjónist :)

kv
Gunnar

Re: Púst pælingar

Posted: 22.feb 2014, 21:56
frá Elítan
Væri nú til í að fá svona kerfi í minn. spuring hvort að einhver taki það að sér að smíða get sett það sjálfur undir

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 01:35
frá dragonking
Vitið þið hvort ryðfrítt þenur sig meira í hita? þ.e. ef þú ert með þröngt pláss fyrir púst og smíðar úr ryðfríu hvort það lengist og fer að rekast í? hef heyrt um það... veit um einn sem tók fína 3" ryðfría pústið úr willys og setti venjulegt pústefni...

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 02:34
frá grimur
Eiga bara smá pláss fyrir þenslu.
Þetta er eina vitið. Sérstaklega aftast þar sem pústið þurrkar sig ekki sjálft þegar stutt er farið í einu.
Púst viðgerðir eru mjög neðarlega á skemmtanaskalanum, allavega hjá mér, þess vegna reyni ég helst að gera bara einu sinni við púst í hverjum bíl. Þetta er leiðin til þess.

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 08:58
frá dazy crazy
ryðfrítt þenst um það bil 7 sinnum meira en svart hef ég heyrt

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 10:43
frá jongud
dazy crazy wrote:ryðfrítt þenst um það bil 7 sinnum meira en svart hef ég heyrt


SJÖFALLT MEIRA!?
Hvað segja málmsmíðasérfræðingar hér á spjallinu?

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 11:00
frá cruser 90
Verður þá 3" allt í einu 4" hehe þetta er so lítið að það er valla hægt að tala um það ;D

Re: Púst pælingar

Posted: 23.feb 2014, 11:19
frá snöfli
Ryðfrítt (316) þennst 50% meira 16ppm/°C í stað 12ppm/°C. Sem er nú ekki stór munur í þessu tilfelli. l.