Síða 1 af 1

Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 04:56
frá OfurFannar
Vantar hjálp frá einhverjum sem hefur góðan jeppa. helst velbúinn með lásum og öllu og hefur einhvern tíma til að kippa einum Rosa jeppa uppúr skafli/snjó eða veit ekki hvað á að kalla það en bíllinn var alveg við það að velta seinast þegar ég sá hann og haggaðist ekki neitt.

Hann er staðsettur rétt fyrir neðan brekku á veg fyrir ofan hafravatn, þannig þetta gæti orðið smá vesen en ef menn kunna og þekkja vel til með svonna leiðindi á pikkföstum bílum ætti þetta að reddast.

Bíllinn sem er fastur er Suzuki Jimny á 35" dekkjum.

Fannar-779-1994

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 18:21
frá OfurFannar
Er virkilega enginn jeppi sem leggur/þorir í svona björgun....
Ef bensín er málið þá er sjálfsagt að ég redda því. :/

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 18:56
frá villi58
Þú verður örugglega að reiða fram óútfylltan tékka til að einhver þori að hjálpa þér, umræðan um að sá sem dregur sé ábyrgur. Nema þú getir afsalað þér nothæfri konu sæmilega brúklegri og ekki of kjaftforri.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 19:21
frá tampon
sæll vinur.. ég get reynt að hjálpa þér þarf bara að finna helvítis bíllyklanna :P

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 19:43
frá kjartanbj
Áttu enga betri mynd af þessu ? er hann við það að velta? helduru að það sé auðvelt að spila hann upp? efast um að hann losni með spotta ef hann hallar mikið

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:01
frá Offari
Ég hugsa að fáir treysti sér í þessa björgun meðan myndin snýr svona

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:04
frá kjartanbj
alveg hægt að redda þessum bil, bara lítið að sja á þessari mynd, og svo er kolniðamyrkur núna , ef engin verður buin að nenna redda þessu í kvöld er hægt að athuga með mig á morgun

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:20
frá OfurFannar
kjartanbj wrote:alveg hægt að redda þessum bil, bara lítið að sja á þessari mynd, og svo er kolniðamyrkur núna , ef engin verður buin að nenna redda þessu í kvöld er hægt að athuga með mig á morgun


Sælir Hérna ég náði bara þessari mynd en hann er alveg pikk fastur og það er tjakkur undir sem situr á skóflu til að passa að hann velti ekki, svo er brekka fyrir framan bílinn en efst í henni er blettur alveg laus við hálku og snjó.

En já ef hann verður ekki kominn heim til sín seinna í kvöld (sem er ekki alltof líklegt) þá væri algjör snilld ef þú hefðir tíma í þetta.
Gæti þá verið að þú sért með spil? og ef svo er það crúserinn sem kæmist í þetta? sýnist það vera einmitt það sem þarf í þetta.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:40
frá OfurFannar
villi58 wrote:Þú verður örugglega að reiða fram óútfylltan tékka til að einhver þori að hjálpa þér, umræðan um að sá sem dregur sé ábyrgur. Nema þú getir afsalað þér nothæfri konu sæmilega brúklegri og ekki of kjaftforri.


Ekki er maður með tjékkann en það er betra að hafa hann beyglaðann heima en á hliðinni úti framm að vori....
svo er enginn kona því bíllinn tekur allan tíma en ég get gefið upp nr hjá mömmu og ef þetta reddast á mrg get ég látið fylgja eh meira með kannski.....

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:50
frá kjartanbj
vertu bara í bandi herna á morgun, já ég er með spil

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 20:57
frá Big Red
Hérna þetta lítur aðeins skárr út svona
Image

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 04.jan 2014, 21:06
frá OfurFannar
kjartanbj wrote:vertu bara í bandi herna á morgun, já ég er með spil


Það er snilld, ég geri það :)

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 02:25
frá ragginar
Kíkti á rúntinn áðan og fann hann. Hann er allavega ekki að fara að keyra þarna uppúr af sjálfsdáðum :D Gæti verið gaman að koma og reyna að hjálpa til eða vera með, ég dreg þig hinsvegar ekki langt á suzuki samurai.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 02:29
frá kjartanbj
Spila hann upp úr þessu á morgun :) bara heyra í mér í hadeginu, henda spilinu á bilinn og kippa honum þarna upp

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 02:32
frá Svopni
Frábært að í þessum hópi hika menn ekki við að hjálpa bláókunnugum mönnum! Þetta sér maður ekki víða.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 09:45
frá juddi
Litli frændi greinilega farið sér að voða vonandi getur einhver hérna reddað honum

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 16:20
frá OfurFannar
Jæja þá er litli/stóri jeppinn kominn heim til sín þökk sé kjartani og crúsernum hans, þetta gekk alveg einstaklega vel meðanvið aðstæður en vill þakka öllum fyrir að bjóða sig framm í þessa björgun og séstaklega manninum sem kom honum heilum heim.

Svo set ég inn myndir seinna í dag og ef það er eitthver annar/önnur með myndir væri gaman að fá þær hingað inn.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 16:33
frá gislisveri
Gott að þetta fór vel, Kjartan flottur að bjóða fram aðstoð.
Renndi þarna uppeftir í gærkvöldi til að skoða aðstæður, sá að hann var svoldið tæpur á hliðarhallanum.
Kv.
Gísli.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 17:03
frá kjartanbj
Image

á bara mynd eftir að hann var kominn úr festunni/hallanum , en þetta fór allt vel, vó salt þarna bókstaflega , munaði engu að hann ylti

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 17:16
frá ragginar
Er á staðnum núna, aðeins of seinn í partíið :( en gott að sjá að þetta hefur tekist

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 17:44
frá juddi
´Gott mál nú getur púkinn farið að klára jeppan fyrir skoðun

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:11
frá OfurFannar
Hérna eru tvær myndir fyrir björgun. Sést vel hvað þessi hefur afsannað veltiþörf hjá súkkum :)
Nr1.jpg
Nr1.jpg (166.96 KiB) Viewed 5753 times

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:12
frá OfurFannar
Neitar að velta

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:14
frá OfurFannar
Hér sem hann gróf sig niður að aftan

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:14
frá OfurFannar
.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:16
frá OfurFannar
Svo fann ég þessa holu með því að standa fyrir aftan og skoða, datt bara alltíeinu niður

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:18
frá OfurFannar
Á föstudaginn mokuðum við þessa rosalegu holu í kringum hann svo hann væri ekki á kafi enda ekki stærsti.
Tók ekki nema rúmlega klukkutima

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 05.jan 2014, 18:18
frá OfurFannar
.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 10.jan 2014, 17:06
frá jongud
Svopni wrote:Frábært að í þessum hópi hika menn ekki við að hjálpa bláókunnugum mönnum! Þetta sér maður ekki víða.


Ég vil benda mönnum á að félagar í F4x4 geta beðið um aðstoð hjálparsveitar klúbbsins í svona vandræðum, aðeins þarf að greiða útlagðan kostnað, þ.e. eldsneyti og mat. Þeir hafa meira að segja farið túra innanbæjar til að gefa mönnum start.

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 10.jan 2014, 17:28
frá Tyrirun
og er Kjartan búinn að hitta mömmu þína?

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 20.jan 2014, 10:26
frá OfurFannar
Tyrirun wrote:og er Kjartan búinn að hitta mömmu þína?


Heyrðu nei og hann óskaði ekkert eftir því ?
En held hann sé sáttur með eina, þannig ég veit ekki hvað ég á að gera ef ég festi mig aftur...

Re: Óska Eftir Aðstoð.... $

Posted: 20.jan 2014, 14:06
frá kjartanbj
haha :)