Síða 1 af 1
Hitaþráður á rúðu
Posted: 01.jan 2014, 01:16
frá emmibe
Gleðilegt árið, hvar gæti ég fengið hitaþráð eins og í afturrúðuhiturum? Hef séð svona þráð sem var lagður í framrúðu við þurrkurnar og það svínvirkaði. Miðstöðvarblásturinn nær ekki að halda þurrkunum og upp með hliðunum hjá mér íslausum, ég vill hafa hlýtt í bílnum svo kaldur blástur kemur ekki til mála :-) þó að það virki vel. Búinn að ath í Bílanaust og google skilar engu.
Kv Elmar.
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 01.jan 2014, 13:38
frá jongud
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 02.jan 2014, 00:25
frá Gormur
Ég er búinn að nota hituð þurkublöð í nokkur ár og líkar vel.
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 02.jan 2014, 01:42
frá halli7
Gormur wrote:Ég er búinn að nota hituð þurkublöð í nokkur ár og líkar vel.
Hvar færðu þau og hvað kosta þau?
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 05.jan 2014, 10:08
frá gunnarb
Þetta var ég að skoða um daginn, finn bara ekki seljanda með "free shipping".
http://www.aliexpress.com/item/Heated-w ... 78125.htmlÞað eru oft margir seljendur með sömu vöruna, bara málið að fylgjast með og sjá hvenær einhver býður þetta með sendingarkostnaðinn inni í verðinu.
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 08.jan 2014, 00:30
frá Stebbi
Free shipping á aliexpress þýðir bara að það er búið að setja flutninginn inn í verðið sem þú færð gefið upp í leitini. Svo oftast þegar maður skoðar nánar þá er skilgreindur flutningur og verð á vöru.
Re: Hitaþráður á rúðu
Posted: 11.mar 2014, 20:31
frá Gormur
Sorry, langt síðan ég hef komið hér.
Þau voru seld í BOÐA ehf. Bolholti 6