Síða 1 af 1

F350 framskaft lánað/leigt/keypt

Posted: 31.des 2013, 09:21
frá ivar
Sælir allir.

Ætlaði að skella mér yfir langjökul á morgun en skemmdi framskaftið hjá mér.
Tvöfaldi liðurinn (pinnastykkið) skemmt og því veit ég ekki hvað það endist lengi svona.

Er einhver sem á notað framskaft og er til í að lána/leigja/selja mér það svo ég geti komist í þessa ferð.
Ég er með orginal skaft svo þau ættu nú að vera til eh staðar í skúrum.
Bíllinn hjá mér er 2005 árgerð og því árgerðir 03-11 nokkuð pottþétt að ganga á milli en sennilega líka árgerðir fyrir það.

Líka ef einhver hefur ótrúlegan áhuga á að laga skaftið fyrir morgundaginn er það alveg í boði :)

Kv. Ívar