Hraðtengi fyrir loft

User avatar

Höfundur þráðar
snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Hraðtengi fyrir loft

Postfrá snöfli » 25.des 2013, 22:55

Sælir,

Vantar ráð frá ykkur snillingunum.

Hvaða hraðtengi eru menn að nota og hvar fást þau á viðráðanlegu verði?

Er með 4 gerðir af hraðtengjum sem passa ekki saman og er búinn að fá nóg.

Eina gerð út Múrbúðinni ómerkta. Loftslöngu og framlegingu sem fylgdi bíl sem ég keypti sem er merkt TEMA 1650. Hraðtengi á Kínverskri loftdælu keyptri í Ameríkuhreppi og hraðtengi á 44" gangi sem ég keypti á felgum og ekkert af þessu drasli passar saman.

Sé óneytanlega líka kost í að vera með það sama og ferðfélagarnir til að vera back-up fyrir hvern annan. Því er spurt.


Havða hraðtengi eru menn að nota og hvar fást þau (á viðráðanlegu verði)?



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá jeepson » 25.des 2013, 23:21

Kaupir tengi í byko á viðráðanlegu verði. Eru menn að nota mest af parker tengjunum?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá ellisnorra » 25.des 2013, 23:29

Góð spurning og gott að fá þessa umræðu upp.
Í skúrnum hjá pabba hafa verið notuð sömu tengi og ég man eftir, síðustu ár hafa þau fengist í húsasmiðjunni og heita milton. Þau virðast vera nokkuð algeng.

Milton er þarna efst.
Image

Ég er ekki að segja að þetta sé betra eða verra, bara að við feðgar notum þetta og ég hef séð þetta nokkuð víða. Galli við þetta gæti þó verið að þetta er frekar þröngt, sennilega 6mm þar sem það er þrengst.
http://www.jeppafelgur.is/


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá Haukur litli » 25.des 2013, 23:30

Mér þykja Milton hraðtengin góð. Veit ekki hvar þú færð þau á Íslandi.


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá uxinn9 » 25.des 2013, 23:34

Er ekki tema 1500 það sama og milton allavegana fæst þetta i landvélum

User avatar

Baikal
Innlegg: 59
Skráður: 01.feb 2010, 02:27
Fullt nafn: Jón Kristjánss
Bíltegund: Hilux

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá Baikal » 26.des 2013, 00:41

sælir
hér í minni sveit eru tema 1300 algengust, milton þekkist líka þessi 2 eru lang lang algengust svo er ekki flókið eiga breytistikki í báðar áttir
kv.
jk
I don't suffer from insanity, I enjoy every minute of it....


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá ivar » 26.des 2013, 10:45

Ég held að það heiti Tema 1300 sem ég er með og er selt hjá landvélum og barka og sjálfsagt fleirum.

Líkist þessu truflate plug en er lengra fram held ég.

Kv. Ívar

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá Startarinn » 26.des 2013, 10:50

Mér sýnist milton vera eins og Tema 1400 plöggin en Tema 1300 eru opnari, ég er með Tema 1300 hjá mér, fengið frá Landvélum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Baddi100
Innlegg: 26
Skráður: 26.jan 2012, 12:36
Fullt nafn: Bjarni

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá Baddi100 » 26.des 2013, 11:42

Minn Hilux var breyttur hjá Bílabúð Benna á sínum tíma og hann er líka með TEMA 1300 hraðtengi á loftinu af ARB-dælunni. Þetta eru sænsk tengi og virðast vera vel smíðuð úr að mér sýnist ryðfríu stáli. Var að fá mér í fyrra T-max rafmagnsdælu líka frá Benna en þær dælur eru með öðruvísi hraðtengi en Tema 1300. Vill helst hafa sömu gerð af tengjum á allt dótið þannig að ætli maður kaupi þá ekki Tema1300 á nýju dæluna eða þá bara millistykki.
kv. Bjarni

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá jongud » 26.des 2013, 15:04

Ég grúskaði töluvert í loft-hrðatengjum þegar ég var að selja þau í Húsasmiðjunni á sínum tíma.
Oft eru sögulegar ástæður fyrir því hvað er algengast.
Sænsku Tema tengin eru algengust þar sem kaupfélögin voru öflug af því að Sambandið var með umboðið. Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og Hafnarfjörður voru aðal sölustaðirnir fyrir Tema tengi.

ÍAV notaði Amerísku Milton tengin af því að þau voru notuð úti á Keflavíkurflugvelli. Af sömu ástæðu eru (eða allavega voru) þau algeng á suðurnesjum enda auðvelt að stela þeim ofan af velli.

Euro- lofttengin eru að verða meira og meira algengari. Flestallt kína-dótið sem er flutt til Evrópu kemur með þeim og auðvelt nú orðið að verða sér úti um þau ódýrt.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá biturk » 26.des 2013, 15:09

ég nota mest truflate tengin eða svipað og þau eða milton ólst uppmeð truflate tengin en milton er ég heldég með núan

þessi koparlituðu feitu sem eru á öllu sem maður kaupir í dag er algert andskotans rusl sem ætti ekki að framleiða!
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hraðtengi fyrir loft

Postfrá jongud » 15.feb 2022, 13:32

Aðeins að bæta við upplýsingum hérna.
Ég keypti mér 10 metra loftslöngu með EURO tengjum í Bauhaus og hún er frá TJEP með Euro tengjum.
Auðvitað passaði það ekki við litla T-max ræfilinn minn sem reyndist vera með japanskt tengi af gerðinni 13KA
Þannig að nú er ræfillinn kominn með Euro tengi á endann á slöngunni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir