Síða 1 af 1

Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 00:38
frá atte
Hef heyrt nokkra tala um að 46 tomma fyrir 15 tommu felgur sé lakari en 46" fyrir 16 " felgur en samt ekki fengið nein rök fyrir því, bara
eithvað sem menn hafa frétt hjá vini sem frétti það hjá vini hins.

Hvað segja menn um það, hefur einhver samanburð sem mark er takandi á,
ég hef alltaf heyrt í gegnum mína jeppamennsku að það sé best að hafa felguna sem minnsta og meira gúmmí til að fletja út.

Kv Theodór

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 00:40
frá Kiddi
Tja... stærsti gallinn sem ég sé við 15" útfærsluna er að hún er ekki lengur í framleiðslu!

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 00:46
frá atte
Kiddi wrote:Tja... stærsti gallinn sem ég sé við 15" útfærsluna er að hún er ekki lengur í framleiðslu!



Vissi það en ég er að tala um drifgetu hef nefnilega heyrt að drifgeta á 15" sé lakari, hefði kannski átt að útskýra þetta betur

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 02:15
frá kjartanbj
Held það sé engin munur á drifgetu , menn eru bara fara í 16" þvi 15" fæst ekki lengur, það er held ég eini munurinn

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 11:43
frá xenon
Ég hef heyrt þessa speki líka, en ekki prufað sjálfur fór strax í 16" x 46" hugsa að spekingarnir fyrir norðan eða austan gætu svarað þessu,

Gleðilega hátíð

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 13:39
frá Heiðar Brodda
sæll hef heyrt það að 16'' dekkin drífi betur því það sé minni hliðar á þeim en sel það ekki dýrara en ég heyrði það hehe en þetta var mér sagt allavega

kv HB

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 14:39
frá villi58
Heiðar Brodda wrote:sæll hef heyrt það að 16'' dekkin drífi betur því það sé minni hliðar á þeim en sel það ekki dýrara en ég heyrði það hehe en þetta var mér sagt allavega

kv HB

Það hlítur að vera betra eftir sem hliðarnar eru hærri þar sem maður hefur meira sem leggst við úrhleypingu, annars held ég að það geti varla verið finnanlegur munur úr 15" í 16" dekkjum. 1" getur varla gert mikinn mun, kanski svipað og taka topplyklasettið úr bílnum og létta hann.

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 14:50
frá ellisnorra
Ég hef heyrt að 15" dekkið eigi það til snúast á óvölsuðum felgum og rifna inn við felgu, en þetta er samt bara "eitthvað sem Siggi sagði Jóa sem sagði Gumma sem sagði mér"...

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 15:01
frá hermannu07
15" dekkinn eru fjagra strigalaga en 16" dekkinn er sex strigalaga, þ.a.l ættu 15" dekkinn að vera mýkri, en hef bara keyrt á 15" dekki þannig ég hef enga reynslu af 16" dekkjunum ;)

Gleðilega hátíð

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 15:04
frá villi58
elliofur wrote:Ég hef heyrt að 15" dekkið eigi það til snúast á óvölsuðum felgum og rifna inn við felgu, en þetta er samt bara "eitthvað sem Siggi sagði Jóa sem sagði Gumma sem sagði mér"...

Sum dekk eru bara þannig að það verður að valsa felgurnar, en ég skil ekki að þau ættu að rifna frekar nema það sé einhver munur á hliðunum á dekkjunum en það hefur að ég held enginn bent á þann mun.

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 15:15
frá Brjotur
Ekki hef eg heyrt um mismun a drifgetu en 15 tommu dekkin springa ut inn við felgu löngu aður en munstrið er halfnað eða þaðan af meira sem er stor galli fyrir þetta dyr dekk en 16 tommu dekkin slettkeyrum við bara :)

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 16:16
frá villi58
Brjotur wrote:Ekki hef eg heyrt um mismun a drifgetu en 15 tommu dekkin springa ut inn við felgu löngu aður en munstrið er halfnað eða þaðan af meira sem er stor galli fyrir þetta dyr dekk en 16 tommu dekkin slettkeyrum við bara :)

Svona til að geta metið mun á milli 15" og 16" þá þarf að vera á eins felgum því þær eru svolítið mismunandi svo var þetta líka mismunandi á t.d. Mudder og Ground Howk, dekkin voru bara ekki eins og svolítið happadrætti hvað þau entust.
Kanski getur framleiðandinn upplýst hvort sé einhver munur á uppbyggingu á dekkjunum.
Það er bara ómögulegt að meta gæði á dekkjum sem maður kaupir, sum góð og önnur ónýt og svo allt þar á milli.

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 24.des 2013, 23:20
frá Brjotur
Við sem erum i turistabransanum erum nu nanast allir a samskonar felgum 18 til 20 tommur og það er ekki að sja að það breyti neinu við bara slettkeyrum þessi 16 tomm dekk :) auðvitað ma finna atvik þar sem 16 tommu dekk hefur gefið sig en það er nanast oþekkt :)

Re: Hver er munur á 15x46" dekkjum og 16x46"

Posted: 25.des 2013, 10:22
frá atte
Takk fyrir svörin félagar er sjálfur á 15" og var að velta þessu fyrir mér þar sem ég hafði heyrt að 15" drifi minna en ég hef einmitt alltaf staðið í þeirri trú að því minni felga því betra
og held ég nú að flestir séu á þeirri skoðun.


Takk fyrir og Gleðilega hátíð