Síða 1 af 1

Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 20:09
frá -Hjalti-
Man eitthver herslutölurna á pinion á 8" Toyota drif köggli eftir legu og hlutfallaskipti ?

Re: Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 20:23
frá Gunnar00
343 nm segja mínar bækur

Re: Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 21:26
frá Startarinn
Er það ekki bara eins og þarf til að kremja stillihólkinn milli leganna saman?

Re: Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 21:41
frá Sævar Örn
Á mínu hlutfalli herti ég bara þar til ég fann losna, þá krumpaðist nýji hólkurinn saman og í mínum skilningi sér þessi krumpuhólkur akkurat um að hafa rétt "pre load" á legunum öllum stundum

ég tek fram að það þurfti talsverða herslu en samt örugglega ekki 350 nm til að hólkurinn færi að krumpast saman hjá mer

Re: Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 22:01
frá hobo
Þetta er spurning um preload upp á ensku, semsagt þyngdina sem hvílir á legunum.
Maður hefur oft séð á erlendum síðum fyrir 8" toyota drif, 10-15 inch/pound vægi sem þarf til að snúa pinion. Það á að vera svona passlegt.
Ef það er krumpuhólkur þá 300Nm+ vægi ekkert fjarri lagi, til að ná legunum saman. En það er aukaatriði.
Preload-ið er aðalatriðið.

Re: Hersla á 8" Toyota pinion

Posted: 23.des 2013, 22:19
frá arni_86
Thetta er svipad og ad herda hjolalegu. Herda thangad til motstadan er thokkaleg og svo dùmpa adeins à húsid og flangsinn til ad losa spennuna ur thessu og svo herda meira thangad til thad er passleg mòtstada ad snua flangsinum herdiru of mikid er hòlkurinn ònytur.