MAN trukkur


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

MAN trukkur

Postfrá stebbiþ » 22.des 2013, 20:39

Jæja, þá er maður búin að selja Söbbann, og haldiði ekki bara að ég hafi skellt mér á einn 8x8 MAN trukk, svona fyrir útilegurnar næsta sumar. Nei, bara grín, kannski seinna þegar ég veit ekki aura minna tal.
Þennan rosalega trukk rakst ég á Sogaveginum er ég átti leið framhjá í dag. Veit einhver hver á þetta tröll og hvað á að nota þetta í ?? Mér fannst bara vanta kjarnorkusprengjuna á pallinn.
Læt fylgja eina mynd af þessu skrímsli.

Kveðja, Stebbi Þ.
Viðhengi
2013-12-22 14.37.45.jpg
2013-12-22 14.37.45.jpg (152.98 KiB) Viewed 5074 times



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: MAN trukkur

Postfrá StefánDal » 22.des 2013, 21:01

Þetta er vígalegt. Hann er skráður á bílaleigu (hvað ætli dagurinn kosti?) og var fluttur inn á þessu ári, allavegana tollafgreiddur í nóvember 2013. Eiginþyngd 15400kg og heildarþyngd 25400kg. Vá!


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: MAN trukkur

Postfrá Aparass » 22.des 2013, 21:08

Þetta er all svakalegt tæki.
1977 árgerð minnir mig.
V8 mótor í þessu og hann er loftkældur. Það er hægt að skipta um hvern cylender fyrir sig án þess að spaða mótir, bara eitt hedd af og upp með cylenderinn þannig að þarf aldrei að rífa allann mótorinn eða neitt meira en bara það sem þarf að gera við.
drif á öllum og hægt að læsa öllu.
Tvöfalt rafkerfi, bæði 12 og 24v kerfi.
Allt rafkerfið og loftkerfið er lokað inn í stokkum og allt sprengjuhelt undir bílstjóranum.
vélin er mjög hátt uppi og hún er á bakvið bílstjórann og stóra hurðin fyrir framan pallinn er þar sem maður kemst inn í vélarrúmið til að athafna sig og gera við.
Ef ég man rétt þá er þessi bíll bara keyrður sirka 19 þús km frá upphafi og allt eins og nýtt í þessu.
Flottasta svona eintakið sem ég hef séð so far og það er hvergi skítur inn í grind, koppafeiti að sjá neinstaðar og það virðist aldrei neitt hafa skítnað út eða farið í vatn þannig að hann er totaly eins og nýr þessi bíll.
Langar alveg svakalega í svona leiktæki :D

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: MAN trukkur

Postfrá jeepcj7 » 22.des 2013, 21:24

Þið verðið bara að versla þennan hérna.
https://bland.is/classified/default.aspx?q=man
Viðhengi
20131216202044_4.jpg
20131216202044_4.jpg (175.3 KiB) Viewed 4966 times
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: MAN trukkur

Postfrá stebbiþ » 23.des 2013, 00:01

Já, ég vissi að þessi væri til sölu. Einhver sagði mér að öll drif væru ónýt eftir að bíllinn festist í Múlakvísl þegar brúin fór hér um árið. Allt fult af silt og sandi og jökulleir í hásingum, veit ekki með gírkassa.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: MAN trukkur

Postfrá ellisnorra » 23.des 2013, 00:52

Image
Þessi hefur líka verið uppi á Langjökli.

http://www.adventure.is/about-us/ice-explorer.aspx
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

halli7
Innlegg: 118
Skráður: 19.aug 2011, 20:42
Fullt nafn: Hallgrímur Norðdahl
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: MAN trukkur

Postfrá halli7 » 23.des 2013, 01:01

elliofur wrote:Þessi hefur líka verið uppi á Langjökli.

http://www.adventure.is/about-us/ice-explorer.aspx

Hann er með 2 svona
IMG_4107.JPG
IMG_4107.JPG (125.95 KiB) Viewed 4669 times
Silverado 2500HD 6.6 2005 35”
Hilux 90 2.4 TD 38"
Hilux 90 2.4 D 33"
Mercedes Benz C220d 2015

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: MAN trukkur

Postfrá jeepson » 23.des 2013, 01:42

Þetta er drauma húsbíllinn. Og ekki skemmir það hvað þetta eru töff trukkar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: MAN trukkur

Postfrá ivar » 23.des 2013, 09:49

ég horfði á svona með hálfum hug fyrir nokkru og hugsaði með mér tvennt sem aðalega stoppar mann.
Rekstrarkostnaður og svo minnir mig að þetta hafi vekki venjulega götuskráningu.
Eru þeir ekki 3m á breidd og með eh off-road skráningu


Raggi Magg
Innlegg: 81
Skráður: 31.jan 2010, 23:43
Fullt nafn: Ragnar Magnússon
Staðsetning: Keflavík

Re: MAN trukkur

Postfrá Raggi Magg » 26.des 2013, 01:18

ivar wrote:ég horfði á svona með hálfum hug fyrir nokkru og hugsaði með mér tvennt sem aðalega stoppar mann.
Rekstrarkostnaður og svo minnir mig að þetta hafi vekki venjulega götuskráningu.
Eru þeir ekki 3m á breidd og með eh off-road skráningu



Þessi sem er hægrameginn er með grænar plötur off road skráning og fleirri skráningar falla þar undir.
þessi vinstrameginn er á venjulegum plötum götuskráning.


fordson
Innlegg: 102
Skráður: 26.nóv 2011, 21:49
Fullt nafn: Kraki Ásmundarson

Re: MAN trukkur

Postfrá fordson » 26.des 2013, 18:38

orginal eru þeir 2.5 á breidd, fyrst þessi efsti er loftkældur þá er deutz vél í honum. Það var svona trukkur hér á Egilsstöðum, gorma fjöðrun allan hringin, allir demparar stillanlegir innanúr bíl þ.e.a.s hægt að stífa þá, í þessum bíl var V10 MAN svakalegir trukkar http://www.military-today.com/trucks/man_kat1_8x8.htm
já ætli það nú ekki


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: MAN trukkur

Postfrá Valdi B » 27.des 2013, 00:32

stebbiþ wrote:Já, ég vissi að þessi væri til sölu. Einhver sagði mér að öll drif væru ónýt eftir að bíllinn festist í Múlakvísl þegar brúin fór hér um árið. Allt fult af silt og sandi og jökulleir í hásingum, veit ekki með gírkassa.


eitthver sagði þér algjöra vitleysu ;)

bíllinn stóð sig vel í múlakvísl, festist aldrei að ég viti allavega, en það þurfti að skipta um olíu á drifum eftir að hafa verið að þessu vatnasulli, en ég man ekki hvort það var gert...

það stóð til að selja bílinn vegna þess að eitthverjum í björgunarsveitinni víkverja langaði í nýtt tæki, og vildu ekki sjá þennan bíl lengur, (mér persónulega finnst það með mestu mistökunum hjá sveitinni að seljann)

en það sem var að honum var að það þurfti að gera uppá honum húsið vegna ryðs, og bíllinn var svona nánast bremsulaus held ég, þurfti allavega að gera uppí honum bremsurnar og fannst eitthverjum kostnaðurinn við það (var búinn að heyra 1-2 milljónir) er ekki viss, vera of mikið fyrir þetta tæki og vildu frekar fá eitthvað nýtt, það endaði svoleiðis að sveitin seldi hann og var þá búin að kaupa gamla 4x4 scaniu (sem enginn vill keyra heldur liggur við hehe) :D

og ég get ekki séð að kostnaðurinn við að gluða málningu yfir grindina á honum og á felgurnar hækki þennan man trukk um milljón+ í verði :) verðið var reyndar djók sem sveitin var að selja hann á...
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur