Síða 1 af 1
LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 09:46
frá bison
Sælir
Er með smá vandamál á LC 90 miðstöðin blæs bara volgu hjá mér, hitamælirinn stendur í normal og er í normal á keyrslu.
Það sem er búið að gera:
Skipta um vatnslás, skola út kerfið.
Endilega setjið inní umræðuna…..
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 10:17
frá Gunnar00
búin að prufa blása á móti úr elementinu?
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 10:22
frá bison
Nei ekki búin að gera það, kannski ekki alveg með á hreinu hverning það er gert?
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 12:50
frá jongud
Er þetta ekki bara dæmigert loft-vandamál sem hefur hrjáð marga sem eru að skipta um heddpakkningar, vatnskassa eða skipta um frostlög?
Stundum dugir að leggja bílnum heitum í halla með nefið uppávið og láta hann malla smá stund og drepa svo á og kæla niður.
Önnur aðferð er að leggja honum í halla, láta hann kólna, opna vatnskassan og láta hann hitna rólega og fylla á vatnskassann eftir því sem lækkar í honum.
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 13:10
frá jeepcj7
Er ekki bara barkinn aftengdur,vanstilltur eða sá búnaður sem eykur eða minnkar við hitann á miðstöðinni?
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 13:26
frá kjartanbj
það kemur fyrir að stillirinn uppvið hvalbak þa sem barkinn fer í til að breyta hitastigi á miðstöðinni stendur á sér, þekki ekki hvernig þetta er í Barbi , en vert að athuga
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 13:58
frá bison
Takk fyrir þetta, ég ætla að prufa að leggja honum í halla trixið síðan er spurning að athuga stillirinn upp við hvalbak….. og barkann
Eitt inní þessa umræðu það kemur heitt frá miðstöðinni afturí sem er á millisætana...
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 14:14
frá kjartanbj
miðstöðin afturí milli sætana er beintengd við kælikerfið og hefur ekki hitastilli þannig þú veist þá allavega að það er heitt vatnið , þá myndi ég skoða þennan hitastilli uppvið hvalbakin, sérð þar sem barkin kemur við hann , bara aðeins að hreyfa við arminum sem barkinn er tengdur við, gæti staðið bara aðeins á sér
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 16:32
frá olafur f johannsson
Barkinn sem er til að færa á milli heit og kalt á það til að færast til í festinguni fram í húddi á hvalbak
Re: LC 90 miðstöðvar vandamál
Posted: 20.des 2013, 18:14
frá Dúddi
Svo er annar barki við vinstri tánna á manni þegar maður situr i farþegasætinu, neðan bið hanskahólfið, hann vill stundun detta ur festingunni sinni ef einhver rekur sig i hann, hef seð þetta a nokkrum 90 bilum og sumir bunir að fara a verkstæði an arangurs.