LC 90 miðstöðvar vandamál


Höfundur þráðar
bison
Innlegg: 6
Skráður: 16.des 2013, 17:38
Fullt nafn: Skúli Sigmunds
Bíltegund: LC 90

LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá bison » 20.des 2013, 09:46

Sælir
Er með smá vandamál á LC 90 miðstöðin blæs bara volgu hjá mér, hitamælirinn stendur í normal og er í normal á keyrslu.
Það sem er búið að gera:
Skipta um vatnslás, skola út kerfið.

Endilega setjið inní umræðuna…..




Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá Gunnar00 » 20.des 2013, 10:17

búin að prufa blása á móti úr elementinu?


Höfundur þráðar
bison
Innlegg: 6
Skráður: 16.des 2013, 17:38
Fullt nafn: Skúli Sigmunds
Bíltegund: LC 90

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá bison » 20.des 2013, 10:22

Nei ekki búin að gera það, kannski ekki alveg með á hreinu hverning það er gert?

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá jongud » 20.des 2013, 12:50

Er þetta ekki bara dæmigert loft-vandamál sem hefur hrjáð marga sem eru að skipta um heddpakkningar, vatnskassa eða skipta um frostlög?
Stundum dugir að leggja bílnum heitum í halla með nefið uppávið og láta hann malla smá stund og drepa svo á og kæla niður.
Önnur aðferð er að leggja honum í halla, láta hann kólna, opna vatnskassan og láta hann hitna rólega og fylla á vatnskassann eftir því sem lækkar í honum.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá jeepcj7 » 20.des 2013, 13:10

Er ekki bara barkinn aftengdur,vanstilltur eða sá búnaður sem eykur eða minnkar við hitann á miðstöðinni?
Heilagur Henry rúlar öllu.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá kjartanbj » 20.des 2013, 13:26

það kemur fyrir að stillirinn uppvið hvalbak þa sem barkinn fer í til að breyta hitastigi á miðstöðinni stendur á sér, þekki ekki hvernig þetta er í Barbi , en vert að athuga
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
bison
Innlegg: 6
Skráður: 16.des 2013, 17:38
Fullt nafn: Skúli Sigmunds
Bíltegund: LC 90

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá bison » 20.des 2013, 13:58

Takk fyrir þetta, ég ætla að prufa að leggja honum í halla trixið síðan er spurning að athuga stillirinn upp við hvalbak….. og barkann
Eitt inní þessa umræðu það kemur heitt frá miðstöðinni afturí sem er á millisætana...


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá kjartanbj » 20.des 2013, 14:14

miðstöðin afturí milli sætana er beintengd við kælikerfið og hefur ekki hitastilli þannig þú veist þá allavega að það er heitt vatnið , þá myndi ég skoða þennan hitastilli uppvið hvalbakin, sérð þar sem barkin kemur við hann , bara aðeins að hreyfa við arminum sem barkinn er tengdur við, gæti staðið bara aðeins á sér
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá olafur f johannsson » 20.des 2013, 16:32

Barkinn sem er til að færa á milli heit og kalt á það til að færast til í festinguni fram í húddi á hvalbak
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: LC 90 miðstöðvar vandamál

Postfrá Dúddi » 20.des 2013, 18:14

Svo er annar barki við vinstri tánna á manni þegar maður situr i farþegasætinu, neðan bið hanskahólfið, hann vill stundun detta ur festingunni sinni ef einhver rekur sig i hann, hef seð þetta a nokkrum 90 bilum og sumir bunir að fara a verkstæði an arangurs.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir