Síða 1 af 1
GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 18.des 2013, 23:27
frá Svenni30
Sælir, er að spá í að fá mér svona action vél, er mikið að spá í GoPro HERO3+ Black Edition
http://reykjavikfoto.is/gopro-hero3plus ... ition.htmlsvo sá ég þessi hér Garmin VIRB
http://www.rsimport.is/?p=3497Sem er vissulega sniðugur kostur líka, á einhver hér svona vélar, kostir og gallar ?
Langar meira í GoPro.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 00:43
frá gislisveri
Ég veit ekkert um þessa Garmin vél, en ég á GoPro HD Hero og HD Hero 2 og er mjög sáttur við þær.
Hero3 er svo enn öflugri og myndirnar koma mjög vel út. Ég efast ekki um að GoPro vinnur í myndgæðum.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 00:52
frá Magni
Ég er með GoPro HERO3+ Black Edition og ég get vottað það að myndgæðin er rosaleg. + allir aukahlutirnir sem hægt er að fá í þær. Tæki GoPro alltaf framyfir hina.
Hérna er smá video þegar ég var nýbúinn að fá sogskálina og var að prófa. Stilltu á full HD og full screen :)
http://www.youtube.com/watch?v=VSitqvSNGvYSvo er þetta forrit snilld fyrir byrjendur
http://gopro.com/software-app/gopro-studio
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 01:26
frá Gunnar
veit um einn sem var að fá sér Garmin og hann er í skýjunum með hana
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 08:45
frá jongud
Verð að skjóta inn í að mér finnst það markaðssetning ársins hjá ELKO að kalla Garmin vélina Hasarmyndavél.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 09:01
frá oddur
Sæll Sveinn
Ég er sjálfur með GoPro2 og frábær gæði. Félagi minn var einmitt að skjóta að mér að Garmin Virb væri betri. Skoðaði þetta videó á netinu og þar sést greinilega munur á vélunum
http://www.youtube.com/watch?v=LQrh_nZ-tjI
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 10:31
frá Karvel
Síðan er Aee magicam, ég veit reyndar ekki hvort hún sé seld hér á landi, enn ég veit að hún mun ódýrari heldur en Gopro og þú færð alla aukahlutina með sem þú þarft að kaupa sér fyrir gopro.
http://www.youtube.com/watch?v=5D9Ax88i9l8
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 12:52
frá jongud
Karvel wrote:Síðan er Aee magicam, ég veit reyndar ekki hvort hún sé seld hér á landi, enn ég veit að hún mun ódýrari heldur en Gopro og þú færð alla aukahlutina með sem þú þarft að kaupa sér fyrir gopro.
http://www.youtube.com/watch?v=5D9Ax88i9l8
Hún er m.a. með skjá aftaná sem er meira en GoPro hefur...
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 14:16
frá FÞF
Ég skoðaði nokkrar gerðir í sumar og kom á óvart hversu mikill munur getur verið á gæðum í mismunandi útgáfum af sömu gerð. Ég þekki Garmin ekki neitt enda ný vara. En af þeim vélum sem ég kynnti mér þá fannst mér Sony Actioncam standa upp úr.
Það er fullt af videoum á youtube þar sem menn eru að bera saman mismunandi gerðir við sömu aðstæður.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 14:23
frá elli rmr
mér fynst garmin spennandi kostur (Á sjálfur Gópró og er ánægður með hana) En þar ertu kominn með vél sem er tengd GPS og hægt að hafa "mælaborð" í myndini hæð,hraða, g fors og staðsetnigu á korti einig ef þú ert með nýlegt Garminn tæki eða garmin úrið þá virkar það sem fjarstýring á myndavélina ásamt því að vera með stærra batterí en flestar Gopró eini ókosturinn sem ég sé við Garminn er að ég nota Gópróinn mest í chest ferstingu þegar ég er að sleðast/hjóla/Skjóta en lögunin á Garmin vélini býður ekki uppá þa'ð
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 14:36
frá Svenni30
Takk strákar fyrir þetta. nú hef ég eitthvað að hugsa um.
Ég er alveg veikur fyrir Gopro en þessi Aee magicam er sniðugur kostur líka.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 19:36
frá Svopni
Mæli með að taka vél með skjá. Og fjarstýring er must.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 20:38
frá solider
það gæti verið vitleysa í mér en ef maður skoðar þetta myndband og staðsetningar á vélunum eins og þeir setja upp þá eru allar upplýsingar séu rangar það er þegar þeir segja að þetta sé gopro þá eru þeir með staðsetningu garmin og svo aftur öfugt
http://www.youtube.com/watch?v=LQrh_nZ-tjI
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 19.des 2013, 20:45
frá Snoopy
ég keypti mér GoPro 3 Black í sumar. notaði hana mikið á bæði hjóli og við að kafa og er mjög sáttur með hana. síðan keypti ég mér skjáinn sem aukahlut. og það sést mjög sýnilega á fjölda videoa hjá mér að ég nota hana svona fimmfalt meira eftir það.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 20.des 2013, 08:38
frá jongud
Þegar maður kíkir lauslega yfir "speccana" þá er Sony Action Cam sú eina sem er með hristivörn.
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 20.des 2013, 10:36
frá Eiður
Með GoPro 3, allavega black týpunni, þá geturu fengið app í snjallsímann þinn og þá ertu kominn með fjarstýringu með skjá þar sem þú færð live hvað er í gangi....
Re: GoPro vs Garmin VIRB
Posted: 20.des 2013, 17:09
frá firebird400
Hvað með Sony HDR-AS10
Kemur vel út hérna miðað við GoPro
http://www.youtube.com/watch?v=V4sfaiVy2dI