Síða 1 af 1
Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 22:35
frá Svenni30
Sælir, er einhverjir á Akureyri betri en aðrir að sjóða í dekk ? Er með 38" mickey thompson með smá rifu á hliðinni búið að setja 10-12 tappa í rifuna.
Hef heyrt að Ingi á Húsavík sé sá færasti og sanngjarnasti á verðinu.
Hvað segið þið hvert er best að fara ??
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 22:40
frá Baldur Pálsson
Ingi ekki spurning lang bestur.
kv
Baldur
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 23:01
frá Bskati
veit ekkert hvort Ingi er ódýrari, en hann og hans menn eru þeir lang bestu í þessu sem ég veit um
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 23:07
frá Startarinn
Fyrir þá sem ekki vita þá væri gaman að fá upplýsingar um Inga, ég er með 1-2 dekk sem ég þarf að láta laga aftur
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 23:33
frá Bskati
Startarinn wrote:Fyrir þá sem ekki vita þá væri gaman að fá upplýsingar um Inga, ég er með 1-2 dekk sem ég þarf að láta laga aftur
Bílaþjónustan ehf
Garðarsbraut 52, 640 Húsavík
464 1122
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 23:36
frá actros
Bskati wrote:Startarinn wrote:Fyrir þá sem ekki vita þá væri gaman að fá upplýsingar um Inga, ég er með 1-2 dekk sem ég þarf að láta laga aftur
Bílaþjónustan ehf
Garðarsbraut 52, 640 Húsavík
464 1122
Ingi frændi klikkar aldrei ;)
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 15.des 2013, 23:58
frá olafur f johannsson
Ég held að Ingi í bílaþjónustuni á húsavík sé sá eini sem er að sjóða í dekk á norðurlandi
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 16.des 2013, 00:06
frá Svenni30
Takk strákar. Heyri í meistara Inga á morgun
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 16.des 2013, 00:10
frá biturk
Sá eini með viti er ingi
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 16.des 2013, 00:20
frá Dúddi
Allavegna eru send dekk til hans allstaðar af landinu til að lata sjoða i þau, held það seu meðmæli
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 16.des 2013, 14:23
frá Svenni30
Jæja búinn að senda dekkið til Inga. Heyrði í honum í morgun og hann sagði að þetta væri algengt á mickey thompson dekkjum að þau væru að fara svona. Það þarf að opna þessa hliðar kubba vel til að þetta sé til friðs.
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 17.des 2013, 01:01
frá TDK
Þú verður svo að láta okkur vita hvernig þetta kom út.
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 19.des 2013, 14:40
frá Svenni30
Búinn að fá dekkið aftur, so far so good, en dekkið er ílla farið útaf þessum hliðar kubbum, þarf að skera þá meira.
Borgaði 9800 fyrir viðgerðina og svipað í sendingarkostnað.
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 19.des 2013, 19:30
frá spámaður
Ingi og félagar gerðu við AT dekk fyrir mig fyrir löngu siðan..það var rifa á hlið og ég er búinn að aka á þessu úrhleyptu mikið síðan og þetta heldur ennþá og lekur ekkert:)
Re: Sjóða í dekk 38" (Akureyri og nágrenni)
Posted: 19.des 2013, 23:53
frá cameldýr
Hvernig hafa þessar suður reynst þegar keyrt er á úrhleyptu.
Ég er með eitt mudder, viðgerðin lítur út eins og það hafi bara verið límdur kappi innan í dekkið sem losnaði svo, skemmdin sást líka utaná og svo ground hawk sem ég lét sjóða hjá Sólningu, á því er ég í vandræðum með að finna viðgerðina, allavega að utan.
Sá sem gerði við dekkið varaði mig við að keyra á því úrhleyptu en ætli maður verði samt ekki að reyna það.