Síða 1 af 1
44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 13.des 2013, 13:53
frá Johnboblem
Hvað segið þið mér um þessi dekk?
Er með Dick Cepek sem ég þarf að skipta út.
Er að hugsa um að setja þetta undir Land Rover Defender 130.
44X1950-15LT/C

Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 13.des 2013, 14:20
frá villi58
Er þetta ekki málið að skera einhver kíló og létta þeim bælingu, annars hefur mér fundist alltaf happadrætti með þessi stóru dekk hvað dugar. Það þarf einhver að prufa og deila svo upplýsingum.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 13.des 2013, 14:53
frá Johnboblem
Veit að Icecool er að selja þetta. Væri gaman að heyra reynslusögur af þessu.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 13.des 2013, 19:28
frá firebird400
Djö yrði hann hrikalega töff á þessum dekkjum
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 16.des 2013, 22:07
frá Johnboblem
Reynslusögur myndu hjàlpa mikið. Er með augastað à dekkjagang.
Þekki þessi dekk ekkert.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 16.des 2013, 22:44
frá Heiðar Brodda
veit um 80 krúser á svona dekkjum virka mjög vel og eigandinn skar nokkur kíló af gúmmíi úr hverju dekki,þau standa vel 44'' en það sem ég hef heyrt er að pittbull dekkin spænast upp á malbiki en þú ert nú kannski ekki að fara keyra mikið á því en prufaðu að tala við ferðaþjónustu karlana þeir eru nokkrir á pittbull og hafa sennilega reynsluna,held að það þýði ekkert að tala við icecool hann selur dekkin og á örugglega ekki eftir að segja þér að þetta sé lélegt ef það er það kv Heiðar Brodda
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 18.mar 2015, 22:43
frá Óttar
Johnboblem wrote:Hvað segið þið mér um þessi dekk?
Er með Dick Cepek sem ég þarf að skipta út.
Er að hugsa um að setja þetta undir Land Rover Defender 130.
44X1950-15LT/C

Prufaðir þú dekkin? er einhver reynsla komin?
Kv Óttar
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 18.mar 2015, 22:52
frá Johnboblem
Nei prufaði þau ekki. En fékk að heyra nokkarar sögur um það höfðu hvellspurngið og Icecool ekkert gert í málinu. Það var nóg fyrir mig til að hætta við að skoða þau eitthvað frekar.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 19.mar 2015, 07:05
frá Árni Braga
var með svona undir ford. mjúk og gott grip en þetta helvíti hoppaði og skoppaði eins og anskoti.
svo til að kóróna allt þá sprakk þetta allt í drasl meðfram öllum kubbum.
það er nú svolítið skrítið að umboðsaðili notar þetta ekki sjálfur undir sinn bíl.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 23.mar 2015, 22:09
frá Atlasinn
sælir piltar
Ég er nú að vinna í Icecool og vil ég koma smá skilaboðum á framfæri
ÖLL Gölluð dekk hafa Alltaf verið bætt af Icecool og þegar að ég segi gölluð dekk þá var það 38,5 sem að ákveðnar tegundir af felgum rifu kantinn í þeim og gerðu þar afleiðandi gat á dekkinn og þau voru bætt þó svo að við eigum ekki að taka ábyrgð á hvernig felgum menn eru að setja dekkin sín á. annað eina ástæðan afhverju Gunnar Egilsson faðir minn var ekki með 44 Pitbull Rocker á 6x6 Icecool bílnum var að bilið á milli hásinga var of stutt og vegna þess að 44 Rockerinn stendur svo vel mál þá var of stutt á milli dekkja á afturhásingunum og rákust þau saman EN hann var ávallt með þau að framan og ykkur til mikillar gleði þá vorum í þessum mánuði að lengja bilið á milli hásinga EINGÖNGU svo hægt var að setja ný 44 Pitbull Rocker á allan bílinn fyrir nýjan eiganda það er að segja 6 dekk og svo voru við báðir bræðurnir á 38,5 Maddog og 39,5 Rocker sem hafa reynst okkur mjög vel annað REYNSLAN segir meira en öll orð þessi dekk hafa verið að standa sig mjög vel og flestir sem kaupa þau einu sinni taka þau aftur dekkjastærðirnar sem við erum að selja hvað mest af eru 35" Rocker - 37" Rocker - 41,5" RADIAL Rocker - 42" Rocker - 44" Rocker og svo 47" Growler og svo að sjálfsögðu 26,5 Radial Growler ATV 27,5" Radial Growler ATV 27,5 Radial Rocker fjórhjóladekkinn sem munu yfirtaka dekkja markað fjórhjóla með þessu áframhaldi þetta eru dekk sem eru að virka og eru búin að sýna sig að þau virki og þar afleiðandi eru að seljast ! . við erum að bjóða uppá Gæðavöru sem viðskiptavinurinn vill . við gerum mikið úr góðri þjónustu og persónulegum samskiptum við alla okkar viðskiptavini.
Að kaupa jeppadekk í dag er mikill fjárfesting og viljum við að menn fari sáttir frá okkur með kaupinn og eru ánægðir með vöruna því við munum aldeilis ekki vilja fá vont umtal yfir vöru sem við erum með umboð yfir enda fáum við það bara í hausinn aftur
og í sambandi við Land Roverinn þá erum við búnir að setja 41,5 Radial Rocker undir einn svona og keyrði hann 50.000+ þús/km á ganginunn og seldi svo dekkinn þetta var túrista bíll þannig að malbikkeyrsla var mikill og hann sagði að 44" bílar væri ekki drifmeiri en hann heldur frekar öfugt farið og svo er þetta Radial dekk og eru mjög góð keyrslu dekk og mæli ég eindregið með þeim undir bílinn hjá þér því Reynslan hefur sýnt okkur að þetta endist og virkar :)
ég vil þakka ykkur fyrir að lesa þetta og vona að þetta hafi fengið ykkur til að koma í kaffi í Icecool á Selfossi og skoða ný dekk og þær breytingar á bílum sem við erum á hverjum degi að vinna í og
að sjálfsögðu er engum boðið en ALLIR eru velkomnir
k.kv Ægir Gunnarsson
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 15:45
frá Tóti
Atlasinn wrote:sælir piltar
Ég er nú að vinna í Icecool og vil ég koma smá skilaboðum á framfæri
ÖLL Gölluð dekk hafa Alltaf verið bætt af Icecool og þegar að ég segi gölluð dekk þá var það 38,5 sem að ákveðnar tegundir af felgum rifu kantinn í þeim og gerðu þar afleiðandi gat á dekkinn og þau voru bætt þó svo að við eigum ekki að taka ábyrgð á hvernig felgum menn eru að setja dekkin sín á.
Þetta er bara alls ekki rétt hjá þér vinur. Ég hef verið með 38,5" Pit Bull dekk frá ykkur sem sprungu. Í fyrra skiptið sem það fór dekk fengum við nýtt hjá ykkur en þurftum að greiða "kostnaðarverð". Í seinna skiptið fékk ég bara að heyra einhverja sorgarsögu með þessi dekk og ekkert yrði gert í því að bæta dekkið.
Ég hugsaði um það lengi að segja frá reynslu minni af þessum dekkjum hér en ákvað að gera það ekki því ég vildi ekki fara í eitthvað stríð við ykkur. En þegar þú fullyrðir það hér að ÖLL dekk hafi verið bætt þá þegir maður ekki lengur.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 18:56
frá Atlasinn
sæll
eins og ég sagði að öll Gölluð dekk eru og hafa alltaf verið bætt að fullu ! með tapi fyrir engan nema okkur það er staðreynd og ef að þú fékkst dekkinn á kostnaðarverði þá þýðir það að þetta hefur ekki verið galli í dekkinu heldur einhverskonar skemmd og við höfum komið á móti þér með verðið
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 20:22
frá Óttar
Sælir
Er einhver tími sem framleiðandi ábyrgist gúmmíið varðandi sprungur? Er betra að skera í kantana ef sprungumyndun er vandamál? Eins varðandi hopp, eru einhver mörk sem menn miða við þegar dekkið er sett á felgu?
Hef haft áhuga á þessu dekki þá sérstaklega 42-44"
Kv Óttar
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 20:39
frá Finnur
Sælir
Hvernig eru 41,5 pitbull radial að koma út. Einhverjar reynslu sögur? Springa þau eins og nylon dekkin?
kv
KFS
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 22:11
frá Atlasinn
sælir
það er góð reynsla af 41.5 radial dekkjum bæði með drifgetu og endingu og þarf eingöngu að tala við menn sem að hafa fjárfest í þessum dekkjum (p.s við höfum ekki fengið eitt stikki tilbaka í claim af 41.5 radial dekkjunum ) og svo er aðal munurinn a radial og nylon dekkjum eru þau að nylon dekkinn eru belgmeiri heldur en radial dekkinn út af stífleikanum sem fylgir því að hafa vírlag semsagt nylon dekkinn nylon endist ekki jafn vel og radial dekkinn en eru mýkri og koma í fleiri stærðum á breidd og stærð t.d 42" rocker er töluvert breiðari dekk en 41.5" og svo 44 " er nátturulega dekk sem eru bæði breið með mikið munstur og standa hæðina þau eru að koma mjög vel út á þyngri bílum svosem patrol og svo stærri bílum það hafa fáir léttir bílar farið í 44" flest allir léttari bílar eru í 41.5" eða 42 "
svo með ábyrgð á ballanseringu er að öll dekk eru mæld af framleiðanda og svo sent til okkar . áður en menn kenna nýjum dekkjum um skulu menn tryggja að felgur eru rétta
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 24.mar 2015, 22:23
frá osi453679@gmail.com
hvar gettur maður séð verðlista yfir þessi dekk
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 00:33
frá Atlasinn
osi453679@gmail.com wrote:hvar gettur maður séð verðlista yfir þessi dekk
sæll
við erum ekki búnir að setja verðlistann á netið en eg mun fara i það á morgun annars getur þú haft samband í síma 482-1361 eða farið inná facebook síðu Icecool ehf og annað við söfnuðum i stóran lager rétt fyrir að dollarinn fór upp í 140 kr þannig að verðið á dekkjunum er hagstætt á miðað við dollarann í dag
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 10:04
frá joisnaer
Mér þætti mjög gaman að vita hvernig það kemur út með 44" rocker undir defender. Satt að segja er ég hálf hræddur um að framdrifið sé ekki nægilega sterkt fyrir þetta munstur....
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 10:58
frá Elmar Bóndi
Sælir
Ég er á þriðja vetri á 41,5" rocker dekkjum, byrjaði reyndar á að keyra eitt sumar á þeim til að míkja þau og nelgdi þau svo um haustið sem ég held að hafi verið mjög sniðugt. þessi dekk eru míkróskorinn og talsvert skorinn, hliðarkubbarnir eru tvískornir hjá mér til að gefa þeim meiri mýkt og til að forðast sprungur og er það algjörlega nauðsinlegt að mínu mati. Ég er búinn að aka þeim yfir 20 þúsund km undir 4runner og það er ekki mikið farið að sjá á þeim. að aka á þessum dekkjum á veigi er alveg svaka gott. Ég er með úrhleypibúnað í bílnum sem ég setti nánast eingöngu í til að hlífa dekkjum því það fer ekki vel með nein dekk að keyra á of linu lengi, er duglegur að pumpa í og hleypa úr eftir aðstæðum. drifgetan hjá mér er ansi góð og það kom mér á óvart hvað það er létt að snúa þessum dekkjum. þó þau séu þetta gróf er alveg magnað hvað þau grafa sig ekki niður þó maður sé á spóli upp brekkur. Ef ég þyrfti að endurnýja dekki í dag mundi ég klárlega fara í eins gang aftur en langar að prófa þau á aðeins breiðari felgum, er í dag með hann á 14" breiðum en langar að prófa svona 15,5". mæli hiklaust með þessum dekkjum en það þarf að hugsa um þau og setja þau ekki á hvaða felgur sem er.
kv Elmar
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 11:44
frá Hrútur1
Hvað eru þið að meina, þegar þið talið um ekki hvaða felgur sem er.
Hef svolítið að velta fyrir mér þessum 44 dekkjum eða fara í 46 tommuna en þá þyrti ég að skipta um drifhlutföll,en hvort er betra að vera með þau 15" eða 16 tommur, hef heyrt að 46 tomman sé betri á 16" upp á kantskemmdir að gera.
Er í dag á 44" gleðigúmmíi í dag finnst að drif getan mætti vera aðeins meiri.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 11:56
frá Elmar Bóndi
Sumir hafa lent í vandamálum með að pitbullinn snúist á felgunum og skemmt dekkin, veit um nokkur svoleiðins dæmi.
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 17:32
frá Atlasinn

- Felgukantur
- felgur.jpg (28.45 KiB) Viewed 7944 times
Hrútur1 wrote:Hvað eru þið að meina, þegar þið talið um ekki hvaða felgur sem er.
Hef svolítið að velta fyrir mér þessum 44 dekkjum eða fara í 46 tommuna en þá þyrti ég að skipta um drifhlutföll,en hvort er betra að vera með þau 15" eða 16 tommur, hef heyrt að 46 tomman sé betri á 16" upp á kantskemmdir að gera.
Er í dag á 44" gleðigúmmíi í dag finnst að drif getan mætti vera aðeins meiri.
sæl
þegar við tölum um ef þú ert með nákvæmlega jafn stórar á allan hátt en mismunandi kantur og til að skýra þetta þá er ég með hérna tvær myndir af felguköntum og menn verða að kynna sér þetta því þegar menn kaupa dekk fyrir miklar upphæðir er gott að hafa þetta til viðmiðunar .
p.s þetta á ekki við bedlock felgur
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 18:15
frá Atlasinn
P.S
þetta vandamál á eingöngu um 38,5 Maddog og engar aðrar dekkjastærðir hjá PITBULL
Re: 44“ PitBull Rocker undir Defender
Posted: 25.mar 2015, 18:29
frá fordson
joisnaer wrote:Mér þætti mjög gaman að vita hvernig það kemur út með 44" rocker undir defender. Satt að segja er ég hálf hræddur um að framdrifið sé ekki nægilega sterkt fyrir þetta munstur....
ef þu skiptir um hásingarnar, vélina, kassana, jafnvel grindina líka þá ertu kominn með bíl sem þolir stór dekk