Síða 1 af 1

þurku vandræði.

Posted: 19.okt 2010, 13:38
frá óli 136
ælir verið þið mig langar að forvitnast hvort einhver hafi lemt í því sama og ég ,ég er með terrano 99 og alt í einu fóru þurkurnar á stað þó að það væri slökt á þeim þá á ég við bæði framm og aftur þurkur vantar hjálp er búinn að prufa að skifta umm rofa en það virkar ekki með von umm svör óli.

Re: þurku vandræði.

Posted: 20.okt 2010, 15:36
frá óli 136
hefur engin lent í þessu

Re: þurku vandræði.

Posted: 20.okt 2010, 16:36
frá olihelga
Ekki lent í þessu með Terrano enda á ég ekki Terrano en ég er með Kia Sorento og hef lent í svipuðu dæmi og þar er um að ræða spanskgrænu á prenti sem stýrir rúðþurrkunum og eina ráðið er að skipta um þetta prent, ég hef að vísu ekki gert það ennþá en passa voðalega vel upp á allan raka í bílnum í staðin og hef verið í friði með þetta núna í á annað ár, hef sett dagblöð undir mottur og passað að þurrka bílinn alltaf vel með miðstöðinni ef það kemur mikil bleita eða snjór inn í bílinn.

Kv, Óli

Re: þurku vandræði.

Posted: 21.okt 2010, 23:43
frá ofursuzuki
Sæll Óli, Lenti í þessu nákvæmlega sama á 2000 árgerð af Terrano og það var ekki rofinn heldur relayið fyrir pissið á ljósin að framan. Í mínu tilviki var komið vatn í relayið vegna þess að það snéri öfugt miðað við það sem það átti að gera og var það útaf því að þetta er 33" breyttur bíll og búið að skera úr brettum að framan en þetta relay er einmitt úti í hliðinni vinstramegin að innanverðu. Það var sem sagt ekki pláss fyrir relayið á sínum rétta stað og því þá troðið einhvernvegin þarna niður með á hvolfi en það hefði nú svo sem verið í lagi ef ekki hefði verið fyrir það að það lak með öðrum boganum á toppnum og rann það vatn niður klæðninguna í toppnum og niður með gluggastykkinu að framan og beint ofan í relayið sem snéri á hvolfi. Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var búinn að leit að því hvað þetta væri þegar ég loksins fann út hvað væri í gangi og var það aðallega vegna þess að ég fór að taka eftir bleytu í teppinu farþegamegin og fór að kanna málið. Ég geri nú ekki ráð fyrir að þetta sé nú akkúrat svona hjá þér nema að bíllinn sé breyttur hjá Fjallasporti og sé í þokkabót með leka meðfram toppboga en athugaðu samt relayið því það tengist þurkurofanum og þarafleiðandi verður allt vitlaust þegar leiðir saman í því. Vona að þetta komi þér á rétta braut.
Kv. BIO

Re: þurku vandræði.

Posted: 22.okt 2010, 11:21
frá óli 136
þú er að tala umm að releiið sé bílstjórameginn er það ekki eg hef ekki séð neinn leka ennþá ,en bíllin er breittur hjá fjallasporti 36" breiting ,eg þarf að skoða þetta betur eg prufaði í morgum en þá virkuðu þurkurnar ein og þær eiga að gera en það getur verið ú af kuldanum í nótt ,egþakka firir ábendinguna og læt vita hvernig gengur kveðja óli.

Re: þurku vandræði.

Posted: 22.okt 2010, 18:44
frá ofursuzuki
Nei það er farþegamegin út í hliðinni á bak við spjaldið sem er þarna til fóta, held að það hljóti að vera á sama stað hjá þér þó það muni einni árgerð á bílunum. Þú segir að hann sé 36" breyttur, þá er spurning hvernig þeir hafa gert þetta því það er ekki mikið pláss þarna hjá mér og þó er hann bara 33" breyttur. Gangi þér svo vel með þetta.