Síða 1 af 1

Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 14:27
frá Ragnare
Hvar er helst að kaupa sér rafsuðuhjálm þessa dagana?


*edit: Fann svo umræðu um þetta hér inni eftir að ég setti þenna póst inn.

Kv Ragnar Rafn

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 14:33
frá Sævar Örn
Ég fékk mér hjálm með stillanlegri fótosellu á eitthvað um 17.000 i FerroZink verslun í Hafnarfirði

mjög sáttur við hann maður sér mjög vel í gegnum hann og fótosellan er virkilega nákvæm

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 14:35
frá Ragnare
Hljómar vel. Prufa að kíkja á þá.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 14:49
frá eidur
Ragnare wrote:Hvar er helst að kaupa sér rafsuðuhjálm þessa dagana?


*edit: Fann svo umræðu um þetta hér inni eftir að ég setti þenna póst inn.

Kv Ragnar Rafn


Endilega linka á hana!

/E

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 14:57
frá jongud
Það er líka hægt að fá sjálfdekkjandi gler í öllum stærðum, tiltölulega ódýrt á Ebay.
Sniðugt ef maður á eða kemst yfir nothæfan hjálm af eldri gerð.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 15:29
frá Ragnare
Endilega linka á hana!

viewtopic.php?f=2&p=44248

Það er líka hægt að fá sjálfdekkjandi gler í öllum stærðum, tiltölulega ódýrt á Ebay.
Sniðugt ef maður á eða kemst yfir nothæfan hjálm af eldri gerð.

Já það er líka spurning að skoða það

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 19:36
frá biturk
Ég hef verið að flytja inn flotta hjálma af ebay fyrir lítið

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 19:41
frá jeepcj7
Hvað er lítið og ertu að selja þetta frá þér?

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 20:11
frá Subbi
Sævar Örn wrote:Ég fékk mér hjálm með stillanlegri fótosellu á eitthvað um 17.000 i FerroZink verslun í Hafnarfirði

mjög sáttur við hann maður sér mjög vel í gegnum hann og fótosellan er virkilega nákvæm


Sama hér flottir hjálmar á rétt um 16 þús og mjög nákvæm sellan

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 10.des 2013, 20:35
frá biturk
jeepcj7 wrote:Hvað er lítið og ertu að selja þetta frá þér?


Svona 10 stillanlegir með delay og allt
Hef bara pantað ef menn vilja, er búinn að flytja 10 hjálma inn og allir ánægðir á sjálfur tvo og nota annan dags daglega í skúrnum og hinn et í sveitinni

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 11.des 2013, 08:47
frá jongud
biturk wrote:
jeepcj7 wrote:Hvað er lítið og ertu að selja þetta frá þér?


Svona 10 stillanlegir með delay og allt
Hef bara pantað ef menn vilja, er búinn að flytja 10 hjálma inn og allir ánægðir á sjálfur tvo og nota annan dags daglega í skúrnum og hinn et í sveitinni


Þetta hljómar eins og gott efni í hóppöntun hjá "kaupfélagi jeppamanna"

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 11.des 2013, 21:10
frá Haukur litli
Ég nota mest svona "grímu". Gott í slípivinnu, logskurð, suðu og þolir endalaust að maður reki hausinn utan í og missi þetta niður af vinnuvélum og trukkum. Fislétt, sterkt, svo til ekkert sem getur bilað og maður sér framhjá dekkri hlífinni til að staðsetja pinnann eða vírinn áður en maður byrjar að sjóða.

Image
Image

Hægt er að fá bæði "glerin" í mismunandi dökkleikum. Allt frá því að vera nánast bara smá skygging fyrir mikla slípivinnu og yfir í kolbikasvart fyrir mikla suðuvinnu.

Fótosella er mjög þægileg, en mér finnst hún bara lúksus sem er gott að hafa þegar maður er að TIG sjóða við suðuborð eða slík verkefni.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 11.des 2013, 21:38
frá Snorri^
Euromaskinn eins og Haukur nefnir hér er alger snilld, búinn að nota þetta daglega í nokkur ár og þetta er það alþægilegasta sem ég veit um. Auðvitað er þetta spurning um hverju menn venjast, eini gallinn við Euromaskann er verðmiðinn. Hann er í raun fáránlega dýr.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 11.des 2013, 21:56
frá Haukur litli
En á móti kemur að hann er svo til ódrepandi, nema þú hreinlega bræðir hann allann í lítinn poll. Þó þolir hann ansi mikið að bráðna án þess að það hafi minnstu áhrif á hann. Minn er búinn að komast í mörg náin kynni við heitt stál, heita pinna og TIG skaut. Ég kannski skipti um derið einhvern tíma, en það væri bara pjatt, þetta virkar fínt með nokkur bardaga ör.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 29.des 2013, 14:37
frá Hfsd037
Haukur litli wrote:Ég nota mest svona "grímu". Gott í slípivinnu, logskurð, suðu og þolir endalaust að maður reki hausinn utan í og missi þetta niður af vinnuvélum og trukkum. Fislétt, sterkt, svo til ekkert sem getur bilað og maður sér framhjá dekkri hlífinni til að staðsetja pinnann eða vírinn áður en maður byrjar að sjóða.

Image
Image

Hægt er að fá bæði "glerin" í mismunandi dökkleikum. Allt frá því að vera nánast bara smá skygging fyrir mikla slípivinnu og yfir í kolbikasvart fyrir mikla suðuvinnu.

Fótosella er mjög þægileg, en mér finnst hún bara lúksus sem er gott að hafa þegar maður er að TIG sjóða við suðuborð eða slík verkefni.



Hvar fær fæst svona hjálmur?

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 29.des 2013, 15:47
frá Haukur litli
Ferrozink var med thetta sídast thegar ég var thar, í lok maí.

Re: Rafsuðuhjálmar

Posted: 30.des 2013, 04:58
frá íbbi
er hægt að fá þá með +/-

ég er voða viðkvæmur fyrir hjálmum, sem flestum sé ég ekki neitt, og þarf stækkunargler í þá. þó ég noti almennt ekki gleraugu