Síða 1 af 1
Hitaþolið lím fyrir bremsuborða
Posted: 09.des 2013, 17:44
frá naffok
Hæ, mig langaði að spyrja ykkur sem hafið límt bremsuborða á skó hvaða lím þið hafið notað sem hefur virkað. Það er hægt að fá fullt af sterkum límum sæmilega hitaþolnum en best væri bara að vita hvað hefur virkað hjá mönnum til að sleppa við alla tilraunastarfssemi
Kv Beggi
Re: lím
Posted: 09.des 2013, 18:20
frá villi58
Er ekki best að spyrja þá á verkstæðunum, sjálfsagt fáir sem gera þetta í dag.
Re: lím
Posted: 09.des 2013, 18:44
frá hobo
Fór þangað með skó um daginn og lét líma nýja borða á.
http://ja.is/bremsan/Held hann sé sá eini sem gerir þetta, fínasti kall.
Re: Hitaþolið lím fyrir bremsuborða
Posted: 09.des 2013, 20:56
frá ellisnorra
Ég lagaði arfaslakan titil á þessu hjá þér :)
Re: Hitaþolið lím fyrir bremsuborða
Posted: 09.des 2013, 21:32
frá naffok
hehe takk fyrir það Elli, annars var þessu hent inn í flýti áðan, málið er að eftir að hafa heyrt verðlagningu á bremsuklossum í snjósleðann minn þá datt mér í hug hvort ég gæti ekki límt á klossann til að gera hann nothæfan, það verður ekki mikill hiti í þessu, bæði er sleðinn lítið notaður og svo eru bremsunrar meira svona off og on í þessu þær læsa beltinu eiginlega strax og tekið er í þær. Ég á ekki von á að einhver sé í því að líma á klossa, þegar verið var að líma borða á skó þá var límt og draslið bakað. Ég var meir að hugsa um einhverskonar jötungrip til að redda málunum þar til ég fæ nýja klossa frá Amerikuhreppi fyrir brot af útsöluverði hér í Íslandshreppi
Re: Hitaþolið lím fyrir bremsuborða
Posted: 09.des 2013, 22:58
frá birgiring
Þetta var alveg sérstakt lím og á eftir voru kjálkarnir með borðunum bakaðir í ofni við ákveðinn hita.