Hálendið bannað á fólksbílum?


Höfundur þráðar
akureyri
Innlegg: 17
Skráður: 17.jan 2013, 17:50
Fullt nafn: Micha Andreas Meier

Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá akureyri » 09.des 2013, 16:01

Út af ferðafólk sem er oft með hugmyndin að fara í hálendið á fólksbílum sem eru ekki fjórhjóladrífin langar mig að vita hvort það er bannað eða ekki.

Ég veit að bannað er að keyra á bílaleigubílum. En hvernig er staðan með fólk sem kemur hingað á eigin bíl sem er ekki 4x4?

Ég fann þetta á http://www.safetravel.is/is/akstur/aksturahalendinu/:

Fólksbílar eiga ekkert erindi á hálendi, undantekningalaust þarf fjórhjóladrifna bíla.


en það þýðir í rauninni ekki að það er bannað.

Veit einhver hvað lögin segir? Eða hvort það sé í alvöru bannað að keyra í hálendið á venjulegum fólksbílum?



User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá Tómas Þröstur » 09.des 2013, 16:36

Það er ekki bannað. Bara í góðu lagi ef menn eru klárir á því hvað má bjóða bílnum og drifgetu hans.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá villi58 » 09.des 2013, 16:43

Ekki bannað, enda margar leiðir sem er hægt að fara með góðu móti á fólksbílum. Svo er líka hvað er fólksbíll, slyddujeppar margir eru lítið betri en t.d. Subaru.


Höfundur þráðar
akureyri
Innlegg: 17
Skráður: 17.jan 2013, 17:50
Fullt nafn: Micha Andreas Meier

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá akureyri » 09.des 2013, 17:05

villi58 wrote:Svo er líka hvað er fólksbíll, slyddujeppar margir eru lítið betri en t.d. Subaru.


Já en Subaru er oft fjórhjóladrífinn.

En hvernig er staðan með tryggingu? Fer það eftir tryggingu heimalands?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá kjartanbj » 09.des 2013, 18:03

alveg hægt að fara ýmislegt á fólsksbilum og maður hefur tekið framúr þeim mörgum á kjalvegi tildæmis, en almáttugur ég myndi ekki nenna þvi persónulega , skrölta þessa vegi á 30-40 með allt að hristast í sundur, held ekki :) sárvorkenndi bílunum og folkinu sem maður var að sjá á Kjalvegi og sprengisandi í sumar
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
akureyri
Innlegg: 17
Skráður: 17.jan 2013, 17:50
Fullt nafn: Micha Andreas Meier

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá akureyri » 09.des 2013, 18:11

Það er því míður málið. Út af því að það er ekki bannað halda ferðamenn að hægt sé að keyra Landmannaleið og Sprengisandur og fleira á Volkswagen Polo ;-)


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá villi58 » 09.des 2013, 18:18

akureyri wrote:
villi58 wrote:Svo er líka hvað er fólksbíll, slyddujeppar margir eru lítið betri en t.d. Subaru.


Já en Subaru er oft fjórhjóladrífinn.

En hvernig er staðan með tryggingu? Fer það eftir tryggingu heimalands?


Það þarf ekki að vera með fjórhjóladrif yfir Kjöl og stundum ekki yfir Sprengisand.
Ekki klár hvernig tryggingar virka fyrir útlendinga en við hér á Íslandi verðum að vera tryggðir til að meiga keyra.


JóiE
Innlegg: 142
Skráður: 23.sep 2012, 13:45
Fullt nafn: Jóhann Einarsson
Bíltegund: Durango

Re: Hálendið bannað á fólksbílum?

Postfrá JóiE » 09.des 2013, 21:35

Varðandi tryggingar á fólksbílum ( bílaleigubílum) þá keyra þeir fólksbíla á eigin áhættu á hálendinu, Kaldadal og nokkrum öðrum vegum, sem tilgreindir eru í tryggingaskilmálum bílaleiganna. Á það sérstaklega við um undirvagnstjón, vatnstjón og þessháttar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir