Síða 1 af 1
Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 07:29
frá Árni Braga
Málið er að maður vill alltaf stærri dekk,
hvað þolir þetta frammdrif í lc 90 stór dekk?
er hægt að styrkja það og þá hvernig ( vil halda mig við klafana ) ?
er það ekki drifið í þessum bílum sem fer frekar en öxlar ?
öll ráð þeginn.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 10:14
frá StefánDal
Mér skilst að lás í framdrifið styrki mismunadrifið alveg helling. Hvað ertu annars að spá í stórum dekkjum?
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 11:16
frá jongud
Einhverjir eru að setja Tacomu-framdrif í 90 cruisera, kostar að vísu svolítið.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 11:35
frá Polarbear
það er mismunadrifshúsið (eða eitthvða því tengt) sem brotnar oftast í framdrifi á 90 krúser. þegar það gerist smallast oft millikassinn í leiðinni þegar brotin fara milli kambs og pinion og festa framdrifið... þetta er leiðinlega dýrt. með því að setja ARB lás eða annan svipaðan búnað (sem skiptir alveg út mismunadrifinu í framdrifinu) ertu búinn að minnka líkurnar á þessu. drifið er samt bara 7.5" sem er frekar lítið og þolir ekki allt.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 13:33
frá Árni Braga
Hvernig er drifið í 120 bílnum á það ekki að pass. Er það ekki 8"
Er að spá í 41"
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 14:36
frá Cruser
Sælir
Drifið úr 120 bílnum passar ekki, en hvort hægt sé að migsa það til veit ég ekki. En setja lás í drifið og málið er dautt, mundi halda að 41" ætti allveg að vera í lagi. Búinn að vera með svona bíl á 38" og nota mikið. Setti lás í framdrifið og það brotnaði ekki þessa 70.000 km sem ég jeppaðist á honum n það fóru tvö aftudif?
Allt spuning um að vita og þekkja veikleika bílsins., því allur bílar eru með veikleika.
90 cruser 7, 5" framdrif.7.8" afturdrif
120 cruser 8, 2" framdrif 7, 8" afturdrif
Afturdrifin hafa verið talað um sem 8"
KV Bjarki
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 15:03
frá jongud
120 cruiser og Tacoma eru með sömu framdrif
(8" Clamshell 53mm brg dia.)
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 15:10
frá StefánDal
Ég man eftir einum rauðum Hilux 2000árg. með 8" framdrifi sem að mér skildist var smíðað úr hásingu. Þekkir einhver þessa framkvæmd betur? Þetta hlýtur að vera mikil vinna.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 15:36
frá kjartanbj
en afhverju viltu halda klöfunum?
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 07.des 2013, 15:59
frá Cruser
jongud wrote:120 cruiser og Tacoma eru með sömu framdrif
(8" Clamshell 53mm brg dia.)
Rétt er það að tacoma og hi-lux , 120 cruser allt sama framdrifið,
Það sellt sem 8, 2"
Kjartan: Klafabíllinn er svo miklu skemmtilegri sem alhliða bíll
Kv Bjarki
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 02:57
frá Valdi B
er stærra drif í 100 krúsernum ? væri það ekki sniðugur valkostur ef maður vill halda klöfunum ?
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 09:19
frá Árni Braga
kjartanbj wrote:en afhverju viltu halda klöfunum?
það er kanski bull í mér að halda klöfunum en mér finnst þessi fjöðrun bara svo góð,
svo er kanski bara gaman að fara aðra leið en allir hinir.
Hvaða hásing er best í þetta.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 10:46
frá Aparass
Sko.
Með þessa pælingu hjá þér varðandi stærri dekk er bara eitthvað sem þú þarft að hætta að hugsa um.
Þegar börnin byrja að læra að synda þá fá þau fyrst til að byrja með alveg risastóra kúta til að halda þeim uppi.
Eftir því sem hæfni þeirra eykst og hæfileikar þeirra til að halda sér á floti þá eru kútarnir minkaðir þar til á endanum fá þau svona pínulitla kúta utan um hendurnar og hæfileikarnir sjá um rest.
líttu bara á 38" dekkin sem pínulitlu kútana. Þegar þú ert búinn að mastera þá, þá ertu orðinn besti ökumaðurinn :P
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 11:00
frá Árni Braga
Aparass wrote:Sko.
Með þessa pælingu hjá þér varðandi stærri dekk er bara eitthvað sem þú þarft að hætta að hugsa um.
Þegar börnin byrja að læra að synda þá fá þau fyrst til að byrja með alveg risastóra kúta til að halda þeim uppi.
Eftir því sem hæfni þeirra eykst og hæfileikar þeirra til að halda sér á floti þá eru kútarnir minkaðir þar til á endanum fá þau svona pínulitla kúta utan um hendurnar og hæfileikarnir sjá um rest.
líttu bara á 38" dekkin sem pínulitlu kútana. Þegar þú ert búinn að mastera þá, þá ertu orðinn besti ökumaðurinn :P
Það er nú nokkuð til í þessu hjá þér, þetta er sennilega tómt rugl í mér.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 11:43
frá smaris
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =1&theaterÉg á þessa hásingu sem ætluð var undir 4Runnar 1997 sem er með sama undirvagn og LC90. Hafði aldrei tíma til að breita bílnum og er hún því til sölu.
Kv. Smári.
Re: Hvað er til ráða ?
Posted: 08.des 2013, 11:55
frá Tollinn
Aparass wrote:Sko.
Með þessa pælingu hjá þér varðandi stærri dekk er bara eitthvað sem þú þarft að hætta að hugsa um.
Þegar börnin byrja að læra að synda þá fá þau fyrst til að byrja með alveg risastóra kúta til að halda þeim uppi.
Eftir því sem hæfni þeirra eykst og hæfileikar þeirra til að halda sér á floti þá eru kútarnir minkaðir þar til á endanum fá þau svona pínulitla kúta utan um hendurnar og hæfileikarnir sjá um rest.
líttu bara á 38" dekkin sem pínulitlu kútana. Þegar þú ert búinn að mastera þá, þá ertu orðinn besti ökumaðurinn :P
Þetta er auðvitað bara snilldar samlíking. Skallt bara frekar stefna á að komast niður á 35" dekk, hehe. En án gríns þá held ég að vesenið og kostnaðurinn við að hásingavæða 90 krúsann sé langt frá því að vera þess virði. Ég myndi frekar halda í 38" og klafana og eyða frekar peningunum og nennunni í að halda bílnum góðum. Ef þú hins vegar býrð svo vel að geta verið með bílinn sem eingöngu torfærutæki og ekkert annað, þá er auðvitað málið að græja hann eins og hugurinn girnist. Ég sjálfur eyðilagði 4runner með því að hásingavæða hann og skella á 44" og fékk að sjálfsögðu svakalegt tryllitæki í snjónum en mikið saknaði ég aksturseiginleikanna sem bíllinn hafði á 38" og klöfum.
kv Tolli