Milligíraspeguleringar

User avatar

Höfundur þráðar
jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Milligíraspeguleringar

Postfrá jeepcj7 » 06.des 2013, 19:55

Sæl öll hvernig er það með styrk á millikössum uppá að nota þá sem milligíra,ég er mikið að spá í þessu eins og er nú er maður með frekar þungan bíl með stór dekk og slatta af togi (F250 SD) er eini kosturinn að nota 203 kassa eða er verið að nota aðra millikassa í svona smíðar.Myndi td.BW 1345,NP 208 halda eða yrði maður að fara í NV 273 af þessum álkössum eða eru allir þessir stjörnugírar/plánetugírar bara alveg tröllsterkir?
Og eins er einhver kassi vinsælli/betri/einfaldari en annar í þessum efnum.
Ég veit að það eru til gírar í hreppnum eins og td.Stak,Atlas ofl. en tel það alltof dýran kost.


Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá Nenni » 06.des 2013, 20:06

Flestir kassar fara út af lélegu viðhaldi.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá Kiddi » 07.des 2013, 02:27

Sæll Hrólfur

Eins og ég kýs að skilja hlutina þá þarf milligírinn sem slíkur ekki að vera sterkari en sá kassi sem er í bílnum nú þegar (sem er töluvert hraustur, væntanlega NV271 eða 273, þar sem 1 stendur fyrir handskipti og 3 stendur fyrir rafskipti).
Millikassinn sem á eftir kemur er veiki hlekkurinn, útaf þessari auknu niðurgírun (að því gefnu að vandað sé til verka í millistykkinu). Hugsa að keðjan sé þá veiki hlekkurinn, þessir plánetugírar eru hrikalega vandaðir með 6 pinionum og dreifa álaginu vel.

Það er viss kostur við að nota 203 umfram 271 að 203 er með minni niðurgírun (2.01:1 á móti 2.72:1 ef ég man rétt) og hlýfir því millikassanum aðeins.

Smá gúggl skilaði því að NV271 er gefinn upp fyrir 1400 pundfeta vægi sem eru 1900 Nm. Ekkert svo ógurlega mikið ef það er farið að margfalda vægið út úr skiptingunni, en það eru ef til vill óþarfa áhyggjur því ekki hefur maður heyrt mikið af löskuðum kössum!

Svo er auðvitað einn kostur við plánetugírinn að það er mjög létt að snúa honum þegar það er ekki verið að nota niðurgírunina. Þetta eru ekkert nema endalausir kostir og gallar...

Pabbi er með 203 milligír og 271 aftanvið í sínum hlunk og það hefur virkað alveg áfallalaust.

Vona að þessar vangaveltur hjá mér komi að gagni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá jongud » 07.des 2013, 11:10

Það er eithvað meira viðnám í NP-203 milligír heldur en plánetuniðurgírun.
Plánetugírar eru líka missterkir og þar gildir að því fleiri plánetuhjól, því sterkari. NP-208 er t.d. með fjögur tannhjól en aðrir Heavy Duty kassar eru oft með sex.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá jeepcj7 » 07.des 2013, 11:41

Já það er einmitt það sem ég var að spá í mér skilst að 271/3 sé með því sterkasta sem fæst og virðist bara virka það virðist líka vera raunin með 203 enda er bara lágadrifshlutinn úr honum talsvert þyngri en heill álmillikassi td.BW1345.Þannig að í svona hlunk ætti að vera óhætt að skoða HD álkassa með 6 hjóla plánetugírum ef manni dettur einhver vitleysa í hug.
Nú er eitthvað af þessum vörubílum með 2 milligíra er það oftast 2 x 203 eða er verið að nota eitthvað annað í þetta.
Vitið þið hvort einhver er með álmilligír í svona hlunk?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá jongud » 07.des 2013, 13:41

Vinsælasta blandan var lengi vel lágdrifshlutinn úr NP203 framan við NP205 millikassa.
Þetta er skothelt dæmi, Elmar sem er með 46-tommu suburbaninn í smíðum er með svoleiðis. Að vísu er niðurgírunin í báðum ósköp svipuð, 2,01 og 1.96.
En þetta er óþarflega mikið hlunkasett fyrir léttari jeppa.
Klune-v hefur verið að framleiða álmilligíra sem passa á milli svo til allra gír- og millikassa, og Ljónsstaðamenn og fleiri geta líka gert allan fjandann.
Yfirleitt er tiltölulega auðvelt að smíða milligír úr álkössunum af því að niðurgírunin er í fremri hlutanum, og þá er aftari hlutanum hent.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá jeepcj7 » 07.des 2013, 13:55

Fann einhverja smá töflu yfir styrkinn á kössunum í heilu ef einhver annar hefur áhuga á svona brasi á pirate4x4.com
transfer case rating chart
I found this information in the May 2001 Petersen's 4Wheel and Offroad magazine and thought some people would like this information

New Venture Gear transfer case ratings
(first number is max torque lb-ft second number is approximate GVW lbs.)

np203 n/a 10000
np205 n/a 10000
nv231 1885 5920
nv231hd 1940 6400
nv241 5555 8800
nv242 1486 5500
nv242hd 2028 6400
nv242hd amg (hummer) 2340 11500
nv246 2281 8600
nv261hd 5430 10000
nv261shd 5677 12000
nv271 (manually shifted) 7890 17500
nv273 (electronically shifted) 7890 17500
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Milligíraspeguleringar

Postfrá jeepcj7 » 08.des 2013, 12:59

Þetta virðist vera alveg bráðsniðugur gír þú kaupir hús og smellir þínum kassa í.
http://www.pirate4x4.com/forum/motor-tr ... rocks.html
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur