Síða 1 af 1

Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 05.des 2013, 15:32
frá bjargó
Góðan dag ...
Nú er kalt úti og miðstöðin er eitthvað að klikka, hvað segið þið snillingarnir hér að það gæti verið ?
Hún er mjög lengi að hitna og blæs nánast para köldu.

kv

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 05.des 2013, 17:02
frá jeepson
Ég myndi nú byrja á því að athuga hvort að það vanti vatn á bílinn.

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 05.des 2013, 17:16
frá biturk
Getur verið að lagnirnar að miðstöð séu stíflaðat eða frosnar

Er eh krani á lögninni í patrol?

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 05.des 2013, 17:19
frá Eiður
hvernig patti, er hann með tölvustýrða systeminu? gætu verið upplýsingar sem hjálpa mönnum að greina þetta... :)

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 05.des 2013, 22:45
frá bjargó
Bara gamall og góður eða var það áður en miðstöðin klikkaði.. '99 módel.
Setti frostlög á hann i gærkvöldi og þá var vatn á honum. Veit ekki hvað er að gerast....

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 06.des 2013, 00:01
frá sukkaturbo
loft á kerfinu

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 06.des 2013, 12:30
frá bjargó
ok ef það er loft á kerfinu og það er orskökin, hvernig lostnar maður við loftið ?

Re: Miðstöðin að klikka í Patrol

Posted: 06.des 2013, 12:42
frá sukkaturbo
Sæll sumir patrol bílar eru með loftskrúfu á efri hosunni