Síða 1 af 1
Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 00:12
frá TDK
Gat ekki hugsað mér betri stað til að spurja um þetta.
Stefnir í yfir 20°C frost hérna fyrir norðan. Rak augun í það að rúðuvökvinn þolir ekki meira en 18°c í frost. Ætti ég að reyna að tæma kerfið eða er einhver leið til að hækka frostþolið á vökvanum?
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 00:27
frá kjartanbj
myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessu, verður kannski aðeins kekkjaður , þarft örugglega ekkert að nota rúðupissið og þó það frjósi í tankinum þá gerist ekkert
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 00:35
frá StefánDal
Rúðupiss tankar geta frostsprungið. Það hef ég séð.
Það er oftast þurrt með svona frosti en þegar það er búið að salta þá fær maður yfirleitt einhvern viðbjóð á rúðuna. Til þess að bæta frostþolið í rúðupissinu, þá er vondi landinn sem maður er búinn að reyna drekka nokkrum sinnum en alltaf gefist upp á alveg helvíti góður :)
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 08:27
frá Rodeo
Dúnkurinn ætti varla springa nema hann sé smekk fullur af hreinu vatni. Þar að auki hefur ekkert við rúðupiss að gera þegar frostið er komið niður fyrir 20 stig. Þurrakuldi sem salt gerir ekkert með og því ekkert slabb.
Hérna frýs í dunknum í október og þiðnar í mai án vandræða. Það eina sem þarf að vara sig á í 40stiga frosti verða mjúku leiðslurnar að úðurunum stökkar og hrökkva í sundur ef maður kemur við þær.
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 09:06
frá JeepKing
ekki gleyma rúðupiss dælunni.. þær þola það ílla að það frjósi í þeim...
en frostþolið í rúðupissi er methanol, white spirit eða terpentína.. þannig að þú getur örugglega bætt í vökvan ef þú villt.. hef samt ekki reynslu af því... mundu að þessir vökvar fara ílla með gúmmí...
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 09:15
frá ellisnorra
Rodeo wrote:Dúnkurinn ætti varla springa nema hann sé smekk fullur af hreinu vatni. Þar að auki hefur ekkert við rúðupiss að gera þegar frostið er komið niður fyrir 20 stig. Þurrakuldi sem salt gerir ekkert með og því ekkert slabb.
Hérna frýs í dunknum í október og þiðnar í mai án vandræða. Það eina sem þarf að vara sig á í 40stiga frosti verða mjúku leiðslurnar að úðurunum stökkar og hrökkva í sundur ef maður kemur við þær.
Skemmtilet comment frá Alaska :)
StefánDal wrote:Til þess að bæta frostþolið í rúðupissinu, þá er vondi landinn sem maður er búinn að reyna drekka nokkrum sinnum en alltaf gefist upp á alveg helvíti góður :)
Þegar ég var í því að brugga fyrir þónokkrum árum síðan notaði ég alltaf landa á rúðupissið, það var lang besti rúðuvökvi sem ég hef notað fyrr og síðar! Mörgum sveið reyndar að sjá mig sprauta þessu á rúðna en ég bauð þeim bara sopa sem margir þáðu :)
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 19:30
frá firebird400
Ég nota IPA
Ekki India Pale Ale (drekk það frekar en landann) heldur isópropyl alcohol.
Á það alltaf til í tunnuvís.
Fínn ísvari í flest allt
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 19:56
frá jongud
StefánDal wrote:Rúðupiss tankar geta frostsprungið. Það hef ég séð.
Það er oftast þurrt með svona frosti en þegar það er búið að salta þá fær maður yfirleitt einhvern viðbjóð á rúðuna. Til þess að bæta frostþolið í rúðupissinu, þá er vondi landinn sem maður er búinn að reyna drekka nokkrum sinnum en alltaf gefist upp á alveg helvíti góður :)
LIKE á þetta,
En ef maður vill frekar nota landann innvortis á sig frekar en útvortis á rúðuna?
Er hægt að nota rauðspritt til að gefa meira frostþol?
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 20:32
frá Startarinn
Rauðspritt er bara mengaður spíri svo það ætti að svínvirka, rauðspritt er meðan annars notað sem frost og rakavari í loftkerfum
Re: Frostið um helgina/rúðuvökvin
Posted: 05.des 2013, 22:31
frá StefánDal
ATH! Ég nota bara landann sem ég fékk í afmælisgjöf og var alveg rosalega vondur. Hefði sennilega mátt sýja hann einu sinni enn.
Það kannast sjálfsagt flestir við svoleiðis landa ;)