Hverninn er best að hressa 460

User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Hverninn er best að hressa 460

Postfrá heidar69 » 04.des 2013, 14:40

Sælir félagar.. Ég er að velta fyrir mér kverninn er best að hressa 460 efi '94 .
Þessi vél er búin að ganga snuðrulaust og eiðir mjog litlu miðað við orkunna sem hun gefur...
Én manni langar alltaf í meira... ER nú búinn að vera að leita á vefnum en það vakna bara fleiri spurningar :-)
Spurningar:
Hvað gerist ef ég set stærri stimpla?
Ef ég skypti um camb fer til dæmis í 1500-5600 er eg þá að tapa hægasnúning?
Ef eg set stittri stangir, tapa ég þá torki?

Ég veit nú ekki í hvor löppinna ég á að stiga....



User avatar

jongud
Innlegg: 2628
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá jongud » 04.des 2013, 16:55

EFI big-block er byggð upp sem togari en ekki hrossaborg. Soggöngin í heddunum eru þröng og virka ekki vel á háum snúning. Það eru þó til einhverjir knastásar sem geta hresst hana við.
En þá er betra að hressa hana alla leið í gegn, opnari (stærri) loftsíu, kamb, flækjur og sverara púst.
Og jú, þú tapar togi á lágum snúning ef þú ferð í "heitari" knastás.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá íbbi » 04.des 2013, 17:56

ásarnir í þessum orginal sleggjum er samt oft svo gríðalega "kaldir" að það er vel hægt að fá ása sem gefa fullt tog yfir alla kúrvuna,

það sem ég myndi skoða í byrjun er hvernig innspýtingin er, og hvað sé hægt að gera við hana, í flestum tilfellum færðu bara illa gangandi mótor ef þú setur ás og flr án þess að eiga neitt við tölvuna,

annars taka þessar sleggjur í flestum tilfellum gríðarlega vel við basic breytingum á lofti inn á hana og frá henni
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá jeepcj7 » 04.des 2013, 18:03

Það er ágætt úrval af knöstum til í þetta og líklega sem jeppamótor er sniðugt að skoða RV ása þeir eru yfirleitt ætlaðir í mikið tog sem er frábært í jeppa,svo er alltaf málið að opna vel að og frá vél ss. púst og loft.
Ef budgetið leyfir eru til mörg stroker kitt alveg uppí 557 cuin sem er lítil vinna að koma í en þá er líklega komin þörf fyrir stærri innspítingu sem er rándýrt dæmi þannig að ég myndi skoða hvað hægt er að gera mikið án þess að fara í þann pakka.
Þetta eru alveg rocksolid vélar sem er frekar ódýrt að ná fullt af hestöflum útúr.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá Nenni » 04.des 2013, 18:13

Má ekki byrja á því að mappa tölvuna og fá smá hressingu, væntanlega sein upp á snúning svo óbreytt.

User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá heidar69 » 04.des 2013, 22:26

ja. þessi vél torkar griðalega á lágum snuning. Á bíl sem er 2.6t tómur og á 44dc vantar ekki afbl. Maður tarf að vera lettur á gjöfinni svo maður missi ekki gripið. Maður keirir sjaldan í laga drifinnu. 2gír í há hentar vel í þungu færi í 40-50 sentimetra snjo.. Þá lullar vélinn bara og billinn tekur við sér ef maður bara itir fastar á bensinið og allt spólar... Nú eru að fara undir 46´ MT .. mun meira grip og meiri fyrirstaða... Ég vill halda sama kraftinum og þarf senilega að auka hp í 450 og kanski 100auka svona til gamans..
Vil fara ódíra leið...
ÉG hef fundið alskins dót..
stærri stimpla 514 cc og stærri
jeppa knastás sem er gefinn 1500-5600 og 1000-5000 í dag skilst mer að hun snuist4200 væri flott ef einkver veit það...
stærri spissa
stilla insprningu
pustgrein sem er nanast eins og sú sem er í en opinn beint aftur og viðari með minni beigju... (ekki pláss fyrir flækjur)
Þetta var hugmyndinn en veitt ekki hvað svona gefur... man þegar verið var að figta við 350 i gamla daga var maður með litinn hand fræsara í loftgaungunnum að vikka..

vélin orginal er sein upp svipað og hress disel...
eins og billin er uppsettur nær hann 60km/h í fyrsta væri fint að ná 70-80. Án þess að skipta upp... þá væri ég til í hvað brekku sem er og vélinn gefur ekkert eftir:-)

væri lika gamann að fá ábendingar ef þið finnið eithvað sniðugt.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá firebird400 » 04.des 2013, 23:33

Ef þú hefur ekki plás fyrir flækjur þá er ekki létt mál að auka loftflæði pústmegin.
http://www.summitracing.com/dom/parts/h ... /make/ford
Svona flækjur eru sennilega þær nettustu.

Þæu færð mest fyrir minnst með því að fara í annan knastás að mínu mati, sérstaklega ef þú getur ekki sett í hann flækjur og opnara púst og slíkt. Það er nú samt ekkert bolt-on djobb að skipta um knastás.
Þú þarft að skoða lift og duration o.fl á stock knastásnum til að velja nýjan.
Það er fullt af ásum í boði fyrir 100-200 dollara

Ég er með 474 CID vél með öllu gotteríinu í bíl hjá mér og ég leitaði á snoðir vitrara manna til að velja knastásinn, hann segir svo mikið um það hvernig vélin hagar sér.

Ef þú póstar myndum og upplýsingum um bílinn þá færðu örugglega gagnlegri uppslýsingar.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá Nenni » 05.des 2013, 13:07

http://performanceunlimited.com/project ... series.pdf

Hér er slatti af fínum upplýsingum, þarna eru þeir búnnir að prufa nokkra mismunandi hluti.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá baldur » 05.des 2013, 18:04

Það eru tvær leiðir til að láta svona trukkamótor vinna eitthvað. Ein er að skrúfa mótorinn úr og í frumeindir. Taka svo alla hlutina nema blokkina (en kannski blokkina líka) og skutla þeim í sorpu, og kaupa svo nýtt og passa að enginn af hlutunum sem þú kaupir í staðinn sé framleiddur af bílaframleiðandanum.
Hin leiðin er að setja túrbínu eða blásara. Mesta aflið fæst svo ef báðar leiðirnar eru farnar á sama tíma.

En til að svara spurningunum efnislega.
Ef þú setur stærri stimpla (kollhærri) eykst torkið og aflið eitthvað lítillega en á sama tíma eykst hitinn í brunarýminu og vélin getur farið að banka á venjulegu bensíni og hita sig ef þú ferð of langt í þá átt. Það er raunar ekki ráðlegt að hækka þjöppu mikið án þess að á móti komi heitur knastur sem lækkar þrýstinginn í cylendrunum á lágum þrýstingi (og fórna í leiðinni torki á lágum snúningi).

Ef þú setur stærri stimpla á hinn veginn, borar blokkina út og ferð í stærra bore, þá færðu meira tork á lágum snúningi en án breytinga á heddum og knasti verður aflið svotil óbreytt.

Heitari knastur mun færa vinnslusviðið upp, en það er ekki sjálfgefið að þú tapir miklu á lágum snúningi ef þú ert að fara úr upprunalega knastinum sem ekki er á nokkurn hátt hannaður fyrir performance. Gætir jafnvel fengið meira allsstaðar, sérstaklega ef þjappan er hækkuð hóflega líka.

Styttri stangir færa vinnslusviðið niður ef engar aðrar breytingar eru gerðar í leiðinni, torkið á lágum snúningi eykst en vinnslan á háum snúningi geldist (hærri stimpilhraði gerir meiri kröfur til flæðis á heddum). Með styttri stangir þarftu svo kollhærri stimpla eða slaglengri sveifarás til að fá þjöppuna á eðlilegan stað. Mæli frekar með slaglengri sveifarás.

User avatar

Höfundur þráðar
heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá heidar69 » 06.des 2013, 08:50

Sæll Baldur... Þú talar um aukinn hita... Eigst ekki hitinn ef ég set turbo? Man að það var vandamál í B18 og líka í toyotu disel 2.4l...
sæll Agnar.. skoðaði myndinna af flækjunum.. Þær standa senilega of lagt út... ÉG hef baara 3cm umfram nuverandi pust grein...
sæll Árni.. fann á síðunni sem þú bentir á stærra loft inntak ..
61mm THROTTLE BODY
For 460 Ford EFI engines
Power and MPG Increase
After testing with this upgrade Mileage was not affected, however, The absence of water needed to run through the throttle body (like OEM) also decreased the octane requirement of the fuel therefore dramatically reducing fuel cost per mile in that sense... saving the equivalent of 6% fuel savings per mile. Power was significantly increased by 22 hp and 31 ft lbs of toque and the throttle response was very notably improved..
Þú sendir mér link sem ég get ekki opnað... hvað var á honum?

ÉG hef velt því fyrir mér að setja disel en einkvernveiginn snúið til baka þegar ég heiri hvað þær eiða... Bíllinn með 300hp 460cc eiðir í lankeirslu 20Litrum á 44" Sem er svipað og grútmátlausir patrolar eiða... svipað og 6,5 þegar er búið að hresana ef ekki minna... svo enn minna þegar menn tala um 7,3l 6l ford í 350bílum á stórum dekjum...að visu þingri bílar.. cominsinn er klettþungur. svo duramaxinn væri senilega í fyrsta sæti ef ég færi í disel og 6,5 í öðru... 6,5 er á viðráðalegu verði...
EG komst að þeirri niður stöðu að senilega væri skinsamlegast að halda sig við 460 og skoða hvort ekki væri hægt að hressana aðeins meira án þess að hleipa eldsneitiseiðslunni upp...


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá baldur » 06.des 2013, 13:03

Jú auðvitað eykst hitinn að einhverju leiti við að auka aflið. Túrbínan hefur reyndar þann kost að auka álagið ekkert í venjulegum akstri, hún kemur bara inn þegar gefið er í.


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá Styrmir » 06.des 2013, 13:08

Baldur af hverju færðu meira tork með styttri stöngum? Hélt að það væri alltaf til bóta að vera með lengri stangir?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hverninn er best að hressa 460

Postfrá baldur » 06.des 2013, 14:08

Bruninn á lægsta snúningi verður betri með stuttar stangir, ef stimpillinn eyðir mjög löngum tíma í toppstöðu áður en kveikt er í þá verður bruninn mjög hægur og nýtnin lítil þar sem mikill varmi tapast út í kæligang. Hinsvegar er ekkert sem mælir með því að setja styttri stangir nema það sé til þess að koma fyrir slaglengri sveifarás, og jafnvel þá er ástæða til þess að halda stöngunum eins löngum og hægt er.


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Hvernig er best að hressa 460 ?

Postfrá Navigatoramadeus » 06.des 2013, 14:52

baldur wrote:Bruninn á lægsta snúningi verður betri með stuttar stangir, ef stimpillinn eyðir mjög löngum tíma í toppstöðu áður en kveikt er í þá verður bruninn mjög hægur og nýtnin lítil þar sem mikill varmi tapast út í kæligang. Hinsvegar er ekkert sem mælir með því að setja styttri stangir nema það sé til þess að koma fyrir slaglengri sveifarás, og jafnvel þá er ástæða til þess að halda stöngunum eins löngum og hægt er.


ef engu er breytt í vél nema stangir styttar verður þjöppunarhlufall lægra sem þýðir minni þrýsting á stimpil = minni kraftur á sveifina = minna vægi(tork) á sveifarás = minna afl.

stimpillinn eyðir sama tíma í toppstöðu mv sama snúning og vél sem er slaglengri (lengri stangir), í gráðum talið.
munurinn er að stimpilhraðinn verður meiri á slaglengri vél mv sama snúningshraða.

hægur bruni er nú frekar kostur því það þýðir að í aflslagi er lengur þrýst niður á stimpilinn og afleiðingin hærra MIP/pi (þrýstingur) í formúlu Pi = S*n*a*pi*c og hærri meðalþrýstingur gefur meira afl en þetta er ein af ástæðum þess að díselvélar toga meira en bensín enda er þjapphlutfallið þar nýtt til hins ýtrasta.

há þjappa er ein af forsendum nýtni í brunavélum og ef þjappþol (oktantala) bensíns væri meira væri þjapphlutfall í bensínvélum þess hærra.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hvernig er best að hressa 460 ?

Postfrá baldur » 06.des 2013, 15:51

Navigatoramadeus wrote:
baldur wrote:Bruninn á lægsta snúningi verður betri með stuttar stangir, ef stimpillinn eyðir mjög löngum tíma í toppstöðu áður en kveikt er í þá verður bruninn mjög hægur og nýtnin lítil þar sem mikill varmi tapast út í kæligang. Hinsvegar er ekkert sem mælir með því að setja styttri stangir nema það sé til þess að koma fyrir slaglengri sveifarás, og jafnvel þá er ástæða til þess að halda stöngunum eins löngum og hægt er.


ef engu er breytt í vél nema stangir styttar verður þjöppunarhlufall lægra sem þýðir minni þrýsting á stimpil = minni kraftur á sveifina = minna vægi(tork) á sveifarás = minna afl.

stimpillinn eyðir sama tíma í toppstöðu mv sama snúning og vél sem er slaglengri (lengri stangir), í gráðum talið.
munurinn er að stimpilhraðinn verður meiri á slaglengri vél mv sama snúningshraða.

hægur bruni er nú frekar kostur því það þýðir að í aflslagi er lengur þrýst niður á stimpilinn og afleiðingin hærra MIP/pi (þrýstingur) í formúlu Pi = S*n*a*pi*c og hærri meðalþrýstingur gefur meira afl en þetta er ein af ástæðum þess að díselvélar toga meira en bensín enda er þjapphlutfallið þar nýtt til hins ýtrasta.

há þjappa er ein af forsendum nýtni í brunavélum og ef þjappþol (oktantala) bensíns væri meira væri þjapphlutfall í bensínvélum þess hærra.


Já ég reiknaði nú með því að styttri stöngum yrði mætt með kollhærri stimplum til að ná þjöppunni á réttan stað aftur. Það er ekki gott fyrir nýtnina að lækka þjöppuna.
Styttri stangir valda því að stimpillinn eyðir styttri tíma í toppstöðu en eru ekki ákjósanlegar fyrir háan snúning vegna þess að þær auka álagið á stimpilinn.

Nei hægur bruni er ekki af hinu góða. Athugaðu að fyrir góða nýtni (og þar með afl) þá þarftu hátt þensluhlutfall til að breyta sem mest af varmaorkunni í hreyfiorku.
Brunahreyfill er ekkert annað en vél sem að nýtir sér þann eiginleika að efni þenjast út þegar þau hitna, og vinnuefnið í þessu tilfelli er loft sem að er hitað inni í vélinni og reynt að fanga sem mest af þessari þenslu til að knýja stimpilinn.
Óskastaðan fyrir nýtnina er því að bruninn hefjist þegar stimpillinn nær toppstöðu og klárist nær strax, svo að allt eldsneytið njóti hæsta mögulega þensluhlutfalls. Eldsneyti sem er enn að brenna þegar stimpillinn er kominn af stað niður cylinderinn skilar engu nema bara hærri afgashita, og eldsneyti sem brennur áður en stimpillinn nær toppstöðu hefur bara lengri tíma við hæsta hita til þess að tapa varma í umhverfið (brunarýmið) og er farið að kólna áður en þenslan byrjar.
Góð nýtni díselvélarinnar ræðst bæði af háu þjöppuhlutfalli og einnig fleiri þáttum og einn þeirra er snöggur bruni sem hlýst af því að hitinn er nægur til þess að olían nái að oxast (brenna) um leið og hún kemst í snertingu við loftið í stað þess að bruninn leiði um brunarýmið eftir sömu lögmálum og húshitun. Þessi eiginleiki er reyndar sá sem veldur því hversu þungar díselvélarnar eru, allir partarnir þurfa að vera heavy duty til þess að þola svona snöggan bruna og þar með háan hámarksþrýsting.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 45 gestir