Síða 1 af 1
					
				Drullusokkar
				Posted: 03.des 2013, 12:48
				frá toni guggu
				Sælir félagar. Hvar fæst efni í drullusokka ?
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 03.des 2013, 13:31
				frá Sævar Örn
				Ég er ánægður með sokkana úr Stáli og Stönsum á höfða, mjög nettir og auðvelt að koma fyrir og stendur flottum stöfum 4X4 á þeim :)
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 03.des 2013, 15:04
				frá jongud
				Ef þú villt hafa það reglulega ódýrt þá er gott að þekkja einhvern í kringum malarnámur eða grjótmulning. 
Þegar þeir endurnýja færiböndin ertu með drullusokkaefni í tugmetravís.
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 00:38
				frá Stebbi
				toni guggu wrote:Sælir félagar. Hvar fæst efni í drullusokka ?
Á stjórnarfundum LÍÚ.
 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 10:23
				frá jongud
				Stebbi wrote:toni guggu wrote:Sælir félagar. Hvar fæst efni í drullusokka ?
Á stjórnarfundum LÍÚ.
 
HAHA!
Og þá líka á ungliðafundum stjornmálaflokka.
 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 15:16
				frá kjartanbj
				Best að græja svona drullusokka þannig það sé hægt að taka þá af með auðveldum hætti , með einu splitti helst og henda þeim í skottið, maður hefur séð þá gera meira ógagn en gagn á fjöllum, brjóta kanta og allskonar leiðindi, þvælast fyrir og beyglast upp og í dekkinn og svona
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 16:50
				frá jongud
				kjartanbj wrote:Best að græja svona drullusokka þannig það sé hægt að taka þá af með auðveldum hætti , með einu splitti helst og henda þeim í skottið, maður hefur séð þá gera meira ógagn en gagn á fjöllum, brjóta kanta og allskonar leiðindi, þvælast fyrir og beyglast upp og í dekkinn og svona
Það er sniðug aðferð.
Flestir jeppamenn eru líka með keðjur til að halda drullusokkunum frá dekkjunum og geta auðveldlega stytt í keðjunni með litlum fjaðurlás.
Versta tilfellið sem maður heyrði af var þegar það var bakkað í drullusokk og járnfestingin fyrir hann bognaði í dekkið og gataði það.
 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 19:02
				frá Freyr
				toni guggu wrote:Sælir félagar. Hvar fæst efni í drullusokka ?
Leitaðu hér:

 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 19:52
				frá Ásgeir Þór
				Var búin að kanna þetta víða og virtust þeir kosta um 12.000þús krónur parið en ég vildi hafa þá frekar stóra fyrir 38'', fór svo í straumrás á akureyri, þar buðu þeirr upp á drullusokka sem eru 40x60 og ætlaðir eru á vörubíla  á 2500stk,en ég sneri þeim bara á hlið sem engin tekur eftir. Mæli með að kíkja á það ef þér finnst aðrir vera frekar dýrir.
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 20:24
				frá StefánDal
				Svo má passa að festa þá ekki við brettakantana. Það hef ég oft séð gert.
Það gerir það að verkum að ef að drullusokkurinn verður á milli dekks og árbakka (td. við hjakk eða slíkt) þá getur hann rifið brettkantinn af.
			 
			
					
				Re: Drullusokkar
				Posted: 04.des 2013, 23:04
				frá kjartanbj
				jongud wrote:kjartanbj wrote:Best að græja svona drullusokka þannig það sé hægt að taka þá af með auðveldum hætti , með einu splitti helst og henda þeim í skottið, maður hefur séð þá gera meira ógagn en gagn á fjöllum, brjóta kanta og allskonar leiðindi, þvælast fyrir og beyglast upp og í dekkinn og svona
Það er sniðug aðferð.
Flestir jeppamenn eru líka með keðjur til að halda drullusokkunum frá dekkjunum og geta auðveldlega stytt í keðjunni með litlum fjaðurlás.
Versta tilfellið sem maður heyrði af var þegar það var bakkað í drullusokk og járnfestingin fyrir hann bognaði í dekkið og gataði það.
 
munaði engu síðasta vetur að það hafi komið fyrir einn jeppann í einni ferðinni, varð að saga jarnið í burtu