Síða 1 af 1

hlutföll

Posted: 28.nóv 2013, 12:55
frá eythor6
Hvernig er það myndast eitthver rosaleg þvingun ef það er 4.90 að aftan og 4.88 að framan, eitthver prófað svoleiðis?

Re: hlutföll

Posted: 28.nóv 2013, 13:46
frá Óskar - Einfari
Þetta er það lítill munur að þetta gerir ekkert til. Ég er með 1:4.875 að aftan hjá mér en 1:4.88 að framan. Varð ekki var við neina breytingu eða þvingun! Svo lengi sem munurinn á gíruninni er innan við 1% er þetta í lagi. Fyrir bíla sem eru ekki hugsaðir til þess að vera notaðir í daglegan akstur má munurinn jafnvel vera 2%. Samkvæmt mínum útrekningum er munurinn á gírun á 4.90 og 4.88 ekki nema 0,4%

Re: hlutföll

Posted: 28.nóv 2013, 15:46
frá StefánDal
Koma ekki sumir bílar orginal með með smá mismun á hlutföllum?

Re: hlutföll

Posted: 28.nóv 2013, 19:42
frá Stjáni Blái
Þetta er í góðu lagi, Jeppinn verður að öllum líkindum mjög góður í hálku í framdrifi, Öfugt við það ef að framhásing væri með lægra drifi heldur en að aftan.
Ford Bronco kom t.d. með 4.09 að framan og 4.10 að aftan, Svo þetta er þekkt dæmi og þú ættir ekki að lenda í vandræðum með þetta !

Re: hlutföll

Posted: 28.nóv 2013, 22:45
frá eythor6
Mikil hjálp í þessu takk fyrir upplýsingarnar