Síða 1 af 1
Nylon vs Radial
Posted: 27.nóv 2013, 18:21
frá Big Red
hver er munurinn á þessum dekkjum kostir og gallar?
eru til einhverjar fleiri týpur?
bara smá forvitni hjá þeim sem ekki veit.
Re: Nylon vs Radial
Posted: 27.nóv 2013, 19:36
frá jeepcj7
Aðalmunurinn er að radial er þverofið dekk en diagonal er skáofið,radial dekkið er mun rásfastara og eltir ekki för í vegi eins og diagonal.
Radial dekkið er yfirleitt yfirburðadekk sem jeppadekk miðað við sömu stærð af diagonal í floti og gripi á ójöfnum en er oft heldur viðkvæmara fyrir td. grjóti og allskonar hnjaski.
http://www.michelinag.com/Innovating/Ra ... technology
Re: Nylon vs Radial
Posted: 27.nóv 2013, 20:06
frá Big Red
Eru þá diagonal dekkin mýkri? ef svo eru þau ekki góð í snjóakstri undir léttum bíl?
Re: Nylon vs Radial
Posted: 28.nóv 2013, 00:19
frá jeepcj7
Yfirleitt eru diagonal dekk mun stífari en radial.
Re: Nylon vs Radial
Posted: 28.nóv 2013, 00:35
frá Big Red
oaky takk kærlega fyrir þetta
Re: Nylon vs Radial
Posted: 28.nóv 2013, 07:41
frá Hjörturinn
Svo eyða bílar á diagonal dekkjum aðeins meira, kannski ekki eitthvað sem menn taka eftir, sérstaklega undir léttum bílum
Einnig fletjast þau ekki eins skemtilega úrhleypt og radial dekk og eru yfirleitt með stífari hliðar.