MTZ - Hvernig skurður

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Óskar - Einfari » 25.nóv 2013, 20:39

Sælir félagar

Ég var að fá dekkjaskurðarhníf í hendurnar. Ég keypti hníf af ebay sem heitir "Ideal heated knives" Þetta virðist virka ágætlega en það var reyndar doldil vonbrigði að hnífsblöðin sem þeir láta fylgja með í kassanum er frekar léleg (skemmdi tvö af því að ég var óþolinmóður) en síðan auglýsa þeir sterkari hnífsblöð á síðunni hjér sér...... þeir kunna að selja!

En allavega. Ég er með svo að segja óslitin gang af MTz sem ég ætla að skera. Ég er aðalega að hugsa um að taka hliðarnar því þessi dekk hafa átt það til að springa þar, mun samt taka úr munstrinu líka. Nú er bara spurning hversu grimmur á ég að vera. Ég fór aðeins út, rétt til að prófa en ég er doldið óviss hvernig ég á að skera hliðarnar... allar ráðleggingar vel þegnar!
Viðhengi
20131125_201752.jpg
aðeins búinn að prófa mynstrið
20131125_201752.jpg (148.92 KiB) Viewed 5516 times
20131125_201726.jpg
aðeins búinn að prófa á hliðinni
20131125_201726.jpg (122.83 KiB) Viewed 5516 times
20131125_192704.jpg
Hnífurinn
20131125_192704.jpg (156.88 KiB) Viewed 5516 times


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2013, 20:49

Óskar, ég hef ekki heyrt um það að MTZ sé að springa í hliðunum í kringum um kubbana eða leka eins og Super Swamperinn. Aftur á móti þá eiga þau til að snúast á felgunni og skemmast þess vegna en því er reddað með völsun sem þú ert að mig minnir með á þínum felgum. Ég segi, sleppa því að skera þessi dekk, þau eru bara fín svona undir þínum bíl !

En hér eru samt nokkrar hugmyndir ef þú vilt endilega leika þér með nýja hnífinn ;-) Er ekki bara aðalprinsip-ið að skera alltaf á ská út úr mynstrinu eins og hægt er !
(tekið af síðunni hans Gumma Jóns)
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/dekkgr/myndaindex.htm
Síðast breytt af AgnarBen þann 25.nóv 2013, 21:17, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá sukkaturbo » 25.nóv 2013, 20:54

Sæll félagi og til hamingju með nýja hnífinn hvað kostar svona gripur kominn heim. Annað þú getur líklega fengið blöð í hann í Bílanaust. Ég hef keypt blöð þar og kosta nokkur blöð um 2000kr kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Óskar - Einfari » 25.nóv 2013, 21:07

AgnarBen wrote:Óskar, ég hef ekki heyrt um það að MTZ sé að springa í hliðunum í kringum um kubbana eða leka eins og Super Swamperinn. Aftur á móti þá eiga þau til að snúast á felgunni og skemmast þess vegna en því er reddað með völsun sem þú ert að mig minnir með á þínum felgum. Ég segi, sleppa því að skera þessi dekk, þau eru bara fín svona undir þínum bíl !

En hér eru samt nokkrar hugmyndir ef þú vilt endilega leika þér með nýja hnífinn ;-) Er ekki bara aðalprinsip-ið að skera alltaf á ská út úr mynstrinu eins og hægt er !
(tekið af síðunni hans Gumma Jóns)


Nú tala ég af reynslu Aggi minn þar sem að þetta er þriðji gangurinn sem ég á. Fyrsti gangurinn eyðilagðist alveg þar sem að það byrjuðu að koma lóðréttar sprungur meðframm þessum risa hliðarkubbum (reindar byrjar þetta fyrst innanfrá og þessvegna sést þetta ekki). Síðan á endanum var allt farið að leka. Einhverntíman ætlaði ég síðan að redda mér með því að kaupa hálfslitin svona gang en sá gangur var byrjaður að springa innanfrá líka. Gang númer tvö þorði ég eiginlega voða lítið að nota í snjó. Sá sem keypti gang númer tvö af mér var búinn að lenda í sama véseninu. Hann hafði keypt svona áður gang sem var byrjaður að springa innanfrá og fór síðan að leka. Þetta virðist bara vera svona með flest öll radial dekk í dag. Gamli mudderinn var með fáu dekkjum sem þoldi úrhleypingar. Ég hef meira að segja heyrt misjafnar endinga sögur af AT405 (sum endast helling sum springa), ég veit ekkert hvað er hæft í því en einhverstaðar byrja sögurnar.

Þannig að þessi dekk verða skorin :)

sukkaturbo wrote:Sæll félagi og til hamingju með nýja hnífinn hvað kostar svona gripur kominn heim. Annað þú getur líklega fengið blöð í hann í Bílanaust. Ég hef keypt blöð þar og kosta nokkur blöð um 2000kr kveðja guðni


Takk fyrir það Guðni, gott að vita af þessu í bílanaust. Ég pantaði hnífinn á 65 dollar og lét senda hann á hótel í boston. Sendi síðan konuna í jólainnkaupin í boston með þeim formerkjum að hún tæki hnífinn með sér heim :)
Síðast breytt af Óskar - Einfari þann 25.nóv 2013, 21:16, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

xenon
Innlegg: 110
Skráður: 28.aug 2010, 20:51
Fullt nafn: Snorri Arnarson
Bíltegund: LC 80

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá xenon » 25.nóv 2013, 21:11

Ég myndi ekki skera þessi dekk þau eru snild beint úr kassanum veit ekki til þess að þau springi í hliðum en 46" gerir það hins vegar svipað hliðar munstur

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2013, 21:16

Ja hérna, tveir ferðafélagar mínir hafa keyrt mikið á MTZ en þó aðallega á Baja Claw og aldrei lent í vandræðum með þau. Þeir eru samanlagt búnir með fjóra ganga og ekki lent í neinu ..... en ég verð þá bara að éta þetta ofan í mig ;-)

Færð líka hnífa hjá Skeljungi.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá StefánDal » 25.nóv 2013, 21:27

Þá veistu það Óskar. Þessi dekk springa ekki ;)


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Styrmir » 25.nóv 2013, 21:28

Mín dekk eru töluvert skorinn eru að koma frábærlega út mikið grip og lítil hita myndun. Skal taka mynd af þeim við tækfæri og setja inn


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Svopni » 25.nóv 2013, 21:39

Um að gera að taka breiðar rásir í hliðarkubbana. Eða jafnvel að hefla það alveg af.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá villi58 » 25.nóv 2013, 22:23

Ekki spurning að skera dekkin og auðvelda þeim að leggjast, skera á kubbana um miðjan rúning frá bana og upp á hliðar.
Það vita það allir sem vilja að heilir kubbar upp á hliðar eru til vandræða og dekkin mjög líkleg að springa þar sem mest mæðir á þeim úrhleyptum og þar er einmitt þar sem þau hitna. Ég er með svona hníf og virkar fínt nema á Mickey Thomson Baja Claw Radial þá braut ég blöðin hægri vinstri og var margfallt lengur að skera, held að ég nenni ekki að skera svoleiðis dekk aftur.
Passaðu þig að skera nógu breytt annars leggst munstrið of fljótt saman við úrhleypingu og þá ná þau ekki að leggjast rétt.
Þessi dekk eru ekki til að hleypa mikið úr þeim en gagnast vel í grjóti vegna munsturs upp á hliðar.Skera Skera!!!!!!!!

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Svenni30 » 25.nóv 2013, 22:24

Um að gera að skera þessi dekki, bælast betur og hitna miklu minna.
Þetta er skorið svona hjá mér Image

Image

Image

Þetta var skorið með eins hníf og þú ert með, tók langan tíma
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá villi58 » 25.nóv 2013, 22:31

Svenni ég væri ánægðari með dekkin ef skorið væri meira, held samt að ég nenni því ekki. Vantar eiginlega að skera um miðjan rúning á dekkjunum til þau leggist auðveldar.

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Svenni30 » 25.nóv 2013, 22:36

villi58 wrote:Svenni ég væri ánægðari með dekkin ef skorið væri meira, held samt að ég nenni því ekki. Vantar eiginlega að skera um miðjan rúning á dekkjunum til þau leggist auðveldar.


Já vinur það væri betra, sjáum til hversu duglegur þú verður :) þarf að fara koma í kaffi
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Eiður » 25.nóv 2013, 22:48

ég veit um svona MTZ gang sem fór að springa og leka kringum hliðarkubbana, voru ónýt langt áður en munstrið var búið. þau voru óskorin

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2013, 22:54

Svona skar ég mín Óskar, bara til að fá fleiri hugmyndir.

IMG_20110415_183727.jpg
IMG_20110415_183727.jpg (154.53 KiB) Viewed 5285 times


IMG_20110415_183740.jpg
IMG_20110415_183740.jpg (142.16 KiB) Viewed 5285 times
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Freyr » 26.nóv 2013, 00:30

Image

Image

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Óskar - Einfari » 26.nóv 2013, 08:53

Já sæll Freyr... þessi hefur misst sig með hnífinn! :)

Ég hefði samt viljað taka frekar meira akkurat úr rúnaða horninu, svona svipað og Agnar gerir á dekkjunum hjá sér. Það er væntanlega þar sem að mesta brotið verður :)

Takk fyrir myndirnar, ég sé að það verður nóg að dunda hjá mér næstu daga!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Hagalín » 26.nóv 2013, 10:10

Eitt varðandi að dekk séu að hvell springa.
Þeir sem hafa lent í því eru þeir eitthvað að spá í uppgefnum psi þrýsting á þeim dekkjum sem þeir eru með?

Eins og með MTZ er gefinn upp Max psi 35 þannig að í venjulegum akstri ætti ekki að keyra þau undir 30psi myndi ég halda.

Hvað segja menn um það?

Veit varðandi 41" Irok sem átti það til að koma sprungur í mjög fljótlega þá var það leyst með að keyra þau rétt undir uppgefnum psi þrýsting.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá villi58 » 26.nóv 2013, 10:40

Þetta er ekki flókið, skera þar sem mest mæðir á við úrhleypingu og opna vel þá hitna þau lítið.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá villi58 » 26.nóv 2013, 10:48

sukkaturbo wrote:Sæll félagi og til hamingju með nýja hnífinn hvað kostar svona gripur kominn heim. Annað þú getur líklega fengið blöð í hann í Bílanaust. Ég hef keypt blöð þar og kosta nokkur blöð um 2000kr kveðja guðni


Guðni minn kostaði tæp 30 þús. með 60 blöðum og tveimur auka hausum einum þynnri en sá sem fylgdi og einn breyðari en sá sem fylgdi. Einu vandræðin sem ég hef lennt í er að skera MT Baja Claw Radial annar gengið ljómandi vel. Kveðja! VR

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Stebbi » 26.nóv 2013, 12:30

Hagalín wrote:Eins og með MTZ er gefinn upp Max psi 35 þannig að í venjulegum akstri ætti ekki að keyra þau undir 30psi myndi ég halda.

Hvað segja menn um það?



Fer þetta ekki alfarið eftir þyngd bílsins sem situr á dekkjunum?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá AgnarBen » 26.nóv 2013, 19:33

Hagalín wrote:Eitt varðandi að dekk séu að hvell springa.
Þeir sem hafa lent í því eru þeir eitthvað að spá í uppgefnum psi þrýsting á þeim dekkjum sem þeir eru með?

Eins og með MTZ er gefinn upp Max psi 35 þannig að í venjulegum akstri ætti ekki að keyra þau undir 30psi myndi ég halda.

Hvað segja menn um það?

Veit varðandi 41" Irok sem átti það til að koma sprungur í mjög fljótlega þá var það leyst með að keyra þau rétt undir uppgefnum psi þrýsting.


Ég held að menn séu að skemma dekkin hjá sér með því að keyra þau á of litlum þrýstingi á möl eða mjög hörðu undirlagi. Í einu skiptin sem ég hef fundið hita í mínum 39,5" Irok dekkjum (undir bíl sem er einungis rúm 2 tonn fulllestaður með tveimur köllum) er þegar ég keyrði á 4 psi dágóðan spöl á möl eftir Kvíslaveituveginum og einu sinni þegar ég keyrði á mikið úrhleyptu í miklu harðfenni. Þau eru vel skorin eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Ég fékk mér úrhleypibúnað til að tækla þetta .....

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað gerist þegar menn keyra á full lestuðum Patrol eða pallbíl frá Ameríkuhreppi á Irok-num með of lítið í dekkjunum, þau hitna og með tímanum þá springa þau meðfram kubbunum á hliðinni. Í ímynda mér að þetta gæti verið að gerast í sumarakstri en ekki á veturna !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Óskar - Einfari » 26.nóv 2013, 21:03

Jæja sælir enn og aftur

Ég fór aðeins út í kvöld og reyndi að mynda mér skoðun um hvernig ég ætla að gera þetta. Hvað segið þið um þetta... er ég á réttri leið eða ætti ég að bæta eitthvað :)
Viðhengi
IMG_1078.jpg
Rúnaða hornið á dekkinu, þarna tek ég mest úr enda leggst þessi hluti um 45 gráður á mikið úrhleyptu
IMG_1078.jpg (226.89 KiB) Viewed 4816 times
IMG_1077.jpg
Hliðarmynstur
IMG_1077.jpg (289.72 KiB) Viewed 4816 times
IMG_1076.jpg
Mynstur
IMG_1076.jpg (298.76 KiB) Viewed 4816 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Finnur » 26.nóv 2013, 22:43

Sælir

Mín skoðun á dekkja skurði jeppadekkja er að menn eru of ragir við að skera dekkin og þá sérstaklega hliðarkubba. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að varminn sem verður til þegar dekk hitnar við úrhleypingu er töpuð orka sem keypt var á bensínstöð. Því þykkari sem hliðar eru eða hliðarkubbar því meira verður varmatapið. Því segi ég að menn eiga að skera þessa kubba hraustlega með mörgum breiðum skurðum. Gera það sem hægt er til þess að mýkja dekkið.

Þessir skurðir hjá þér eru góð byrjun en ég myndi hafa þá breiðari og fleiri.

kv
KFS


stone
Innlegg: 79
Skráður: 08.okt 2011, 08:12
Fullt nafn: Þorsteinn Þorgeirsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá stone » 26.nóv 2013, 22:53

Hef bara verið með þessi dekk microskorin og þetta eru held ég án efa bestu snjódekk sem ég hef prófað. Hef prófað í 38" dekkjum mudder, AT405, Ground Hawg ásamt dick chepec og þessi dekk skera sig úr bæði varðandi flot og drifgetu.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá Freyr » 27.nóv 2013, 00:55

Ég sker mun breiðari skurði í dekk en þetta, a.m.k. 2x breiðari, jafnvel meira. Svo er ágætt að hafa "skurðveggina" ekki of lóðrétta, með því að hafa þá hallandi þannig að skurðurinn sé breiðastur efst hreinsa þau sig betur en sé skurðurinn jafn breiður alla leið niður.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: MTZ - Hvernig skurður

Postfrá firebird400 » 28.nóv 2013, 15:29

Ég skil ekki að þau hafi verið að springa hjá þér.

Á hvaða loftþrýstingi keyrir þú vanalega?
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 73 gestir