Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá ellisnorra » 24.nóv 2013, 22:56

Rakst á þetta myndband frá Landsbjörgu, ég hef ekki séð þetta áður en vert er að minna á þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=uMhVjFAqM7k

Þetta sama video er líka á facebook ef menn vilja deila þar
https://www.facebook.com/photo.php?v=10151526365620862


Einnig eru fleiri fróðleg video frá safetravel á youtube
http://www.youtube.com/user/SafetravelinIceland


http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá Eiður » 24.nóv 2013, 23:06

kannski rétt að nefna að ef menn vilja koma sér upp lágmarks spottadóti, til að búa til prússík eða jafnvel sling til að búa til einskonar sigbelti þá er meterinn af svona ekki að kosta nema hundrakalla í útvistarbúðum og gæti einfaldað málin allsvakalega


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá sukkaturbo » 24.nóv 2013, 23:22

Sæll Elli og takk fyrir þetta kveðja guðni


ElvarBjarki
Innlegg: 18
Skráður: 30.jan 2012, 00:11
Fullt nafn: Elvar Bjarki Gíslason

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá ElvarBjarki » 25.nóv 2013, 00:28

Sælir þar sem ég starf mikkið í björgunarsveit og meðal annars í fjallabjörgunar hóp og sleða hóp þá er maður með smá reinslu í þessu og langaði lista upp smá verð fyrir ikkur yfir búnað sem ég er með í björgunarsveitarsleðanum sem ég er á og eiga duga til ná manni uppúr sprungu

sigbelti 1x 10900 krónur
sigtól 1x 3750 krónur
karbínur læstar 5x 2790 krónur stikkið
karbínur ólæstar 6x 1990 krónu stikkið
línuhjól prussik matig 1x 9360 krónur
línhjól lítil 2x 4790 krónur stikkið
8mm prússik 10metrar 1x 350 krónur per meter
6mm prússik 100cm lágmarki 1x 250 krónur per meter
borðar fínt að hafa 2 lendir 150cm 1x 250cm 1x 300 krónur per meter
ágætt að hafa 6mm prússik í nokkrum lengdum þannig að maður sé með svona 8 til 10m í heildar lengd
lína lágmarki 30 metrar 9000 krónur 30 metrar af 9 mm static línu
þannig fyrir 67 880 krónur ertu kominn með allt til að ná manni uppúr sprungu síðan getta menn græjað sér sinn pakk eftir sínum þörfum. allt þetta dót og aðeins meira línu dót sem ég er með í sleðanum kemst fyrir í litlum sjópoka sem fer ekkert fyrir á sleðanum.Síðan því fleiri sem eru með enhver búnað til nota í svona björgun þá verður björgunar settið mun öflugra

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá jongud » 25.nóv 2013, 08:40

Elvar, það þyrfti að vera einhverjar betri skýringar hjá Savetravel hvernig brjóstbelti er útbúið eins og minnst er á í myndbandinu. Ef til eru skýringarmyndir þá endilega pósta þeim hingað inn.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá ivar » 25.nóv 2013, 10:57

Sömuleiðis mætti vera leiðbeining um hvað er ráðlegt fyrir mann að hafa sem lágmarks útbúnað.
Ég mun seint setja 70þ í búnað í bíl til að ná manni uppúr sprungu og ekki hafa þetta með mér að staðaldri. Hinsvegar væri ég til í að setja eh þúsundkalla í hluti sem passa í stórt nestisbox og hafa í bílnum við hlið sjúkrakassans. Þetta væri bara að það sem þarf ef maður er fastur í vill kanna svæðið í kring öruggur.

Hef ferðast slæg á jöklum og fest mig í spurngum en aldrei verið með neinn svona búnað. Væri alveg til í smá breytingu þar á og vanda sig meira þegar þessar aðstæður koma upp.

Einnig er ég sammála jóni að það ætti að vera til frá SafeTravel eða öðrum myndasyrpa hvernig maður á að nota lágmarksbúnaðinn. Prússhnútur og brjóstbelti útbúið o.s.fv.

Er oftast með kaðal/kaðla og stroffu með mér sem gæti gert flesta þessa hluti nema prússhnútinn.


jonasg
Innlegg: 3
Skráður: 25.nóv 2013, 11:17
Fullt nafn: Jónas Guðmundsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá jonasg » 25.nóv 2013, 11:20

Takk fyrir góðar ábendingar. Setjum þetta á verkefnalistann og hvet ykkur endilega að láta vita ef það er fleira sem þið viljið sjá á vefsíðunni www.safetravel.is, í bæklingum, í myndböndum eða á annan hátt. Kveðja, Jónas G., verkefnastjóri Safetravel

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá Járni » 25.nóv 2013, 11:54

Flott að þið séuð að fylgjast með umræðunum hér og að þær leiði eitthvað jákvætt af sér!
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá ellisnorra » 25.nóv 2013, 11:59

Það þarf vart að minna á banaslysið sem átti sér stað uppá langjökli að mig minnir í janúar 2010 þegar kona og barn féll ofaní sprungu og konan lést. Þar hefðu vinnubrögð sem í myndbandinu lýst, bjargað lífi konunar, hún hefði aldrei farið út úr bílnum.
Með virðingu fyrir þessum atburði, lærum af þessu slysi og látum það aldrei endurtaka sig! Áminninga er oft þörf vegna þess að tilhneyjingin er að sofna á verðinum.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá scweppes » 25.nóv 2013, 12:00

Sælir félagar.

Þetta er algengasta brjóstbeltið sem er notað í dag: http://www.youtube.com/watch?v=54TuoXmQY9Q

EN...

Eins og þið sjáið er þetta býsna mikið föndur. Svona improvised brjóstbelti eru aðallega hugsuð sem auka stuðningur fyrir björgunarmenn (er þá bætt við venjulega beltið eða improvised sigbelti líkt og þarna, þegar maður er að hanga mikið til að dreifa álagi og halda manni uppréttari m.a.). Stundum sem neyðarúrræði til að tryggja sjúkling í þröngum aðstæðum eða ef auka belti er ekki með í för.

Að taka fall í brjóstbelti væri líklega mjög slæmt, sérstaklega ef það væri einhver smá slaki á línunni. Kannski skárra en að detta niður á botn en það gæti haft frekar alvarlegar afleiðingar. Álagið dreifist á mjög takmarkað svæði (svona slingur/webbing er mjótt) og á brjóstkassann sem er viðkvæmur. Það væri líka skelfilegt að hanga á þessu og gengi líklega ekki mjög lengi áður en staðan væri orðin slæm.

Ef þið gætuð hugsað ykkur að taka eitthvað svona myndi ég frekar gera það: https://www.google.com/search?hl=en&tbm ... VseK16eGx0

Þetta belti heitir alpine bod frá Black Diamond. Þetta virðist vera til á 32 dollara. Þið þurfið í raun ekki eitthvað fancy klifurbelti, þetta er bara mjög minimal jöklabelti. Síðan þarf bara einhverja 15-20 metra af 8-9mm línu, svo það sé hægt að ganga í kringum bílinn, prússikband og eina karabínu. Þetta er pakki upp á innan við 10 þúsund kall hugsa ég. Sérstaklega ef þið myndið taka höndum saman. Ein lega eða svo :)

Varðandi björgun, stóra málið er að menn séu tryggðir. Það er ekkert alslæmt að hanga ofan í sprungu í smá tíma í alvöru belti, skjól fyrir vindinum og svona. Þið getið þá bara fengið mannskap á staðinn til að ná ykkur upp ef þess þarf. Það krefst meiri búnaðar og talsverðrar sérhæfingar.

Held að það væri flott fyrsta skref að byrja á svona pakka og þá er hættan á slysi amk. úr sögunni og við erum að horfa á aðstæður sem er auðvelt að díla við fyrir sérhæfðan mannskap.

Vona að Jónas og aðrir séu sammála þessu innleggi.

Bestu kveðjur,
Sveinn Friðrik
fjallabjörgunarmaður í Björgunarsveitinni Ársæli

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá jongud » 25.nóv 2013, 17:54

http://www.ebay.co.uk/itm/Edelweiss-Challenge-Climbing-Harness-/221201358072?pt=UK_Sporting_Goods_Sports_Clothing_LE&var=&hash=item3380a0dcf8

Hérna fann ég skítsæmilegt belti í Bretlandi.
Búðin er líka með allt annað sem við á að éta.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá Hagalín » 25.nóv 2013, 19:49

Til að byrja með væri alveg nóg að eiga venjulegt sigbelti, eina karabínu,10-20m línu, tvö prússikbönd og einn sling.
Þetta er ekki dýrt en nóg til að einn fari út úr bílnum ef hann fer niður um sprungu, einn úr bíl fer og hnítir alla spotta milli bíla og allir aðrir halda sig í bílum.

Varðandi brjóstbeltið er auðvelt að búa það til úr sling efni en þetta hér sem GG sjósport er að selja er mjög sniðugt.
http://www.gummibatar.is/index.php?opti ... Itemid=119

Þessi búnaður væri ekki svo dýr. Svo geta náttúrulega hópar sem ferðast mikið saman slegið saman í línur og svoleiðis dót til að halda kostnaði í lágmarki.

Hér er smá dæmi sem við félagarnir lentum í á Vatnajökli 2010. VIð vorum með okkar búnað með og unnum þetta eins svona.

Image
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá Svopni » 25.nóv 2013, 20:26

Þörf umræða. Mér hefur í gegnum tíðina fundist menn umgangast sprungur, straumvötn ofl krefjandi aðstæður af kæruleysi. Maður sér myndir af bíl í sprungu og fullt af fólki í kring og enginn tryggður. Lágmarks tryggingarbúnaður kostar 10-15.000kr. Þú vinnur ekkert með svoleiðis lágmarksbúnað en þú getur amk tryggt þig. Og bara langur spotti getur komið að mjög góðum notum.

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá Doror » 25.nóv 2013, 21:16

Þörf og góð umræða, virkilega gott fyrir okkur sem erum að stíga fyrstu skrefin í jeppamennskunni að sjá kynningu á þessu.
Davíð Örn


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá ivar » 25.nóv 2013, 21:53

jonasg wrote:Takk fyrir góðar ábendingar. Setjum þetta á verkefnalistann og hvet ykkur endilega að láta vita ef það er fleira sem þið viljið sjá á vefsíðunni http://www.safetravel.is, í bæklingum, í myndböndum eða á annan hátt. Kveðja, Jónas G., verkefnastjóri Safetravel


Sæll.

Hér er þá önnur ábending.

Ég sótti þetta 112 forrit í símann áðan og fór að skoða. Þar sýnist mér vera tveir möguleikar þar sem annar er check in og hinn er neyðarkall.

Það sem ég hefði viljað sjá þarna inni er að senda sjálfvirkt "check in" staðsetningu með ákveðnu millibili. T.d. á 1,2,3 tíma fresti væri send inn staðsetning næst þegar símasamband væri. Þá þyrfti maður ekki að hugsa út í þetta annað en að virkja þetta við brottför.
Síðan eh sem ég er ekki viss um að þið viljið standa í þá væri það sá möguleiki að skrá sig inná síðuna og geta flett upp hvar maður hefði verið og hvenær þannig að það myndi safnast saman ferðagrunnur hvers og eins. Þá fyrst finndist mér alvöru hvati í að nota þetta að staðaldri.

Kv. Ívar

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2013, 22:23

jonasg wrote:Takk fyrir góðar ábendingar. Setjum þetta á verkefnalistann og hvet ykkur endilega að láta vita ef það er fleira sem þið viljið sjá á vefsíðunni http://www.safetravel.is, í bæklingum, í myndböndum eða á annan hátt. Kveðja, Jónas G., verkefnastjóri Safetravel


sælir

Ég sakna þess mikið að ekki séu gefnar út .jpg myndir í ágætri upplausn með sprungukortunum (með lengdar- og breiddargráðum merkum inn á eins og gert er í pdf skjalinu). Það er fjöldi fólks í jeppasamfélaginu sem ferðast um hálendið með leiðsöguforrit eins og OziExplorer í fartölvum tengdar við GPS móttakara og þeir geta ekki nýtt sér sprungukortin í núverandi mynd. Þetta hlýtur að vera til þar sem sumar (allar?) björgunarsveitirnar notast við Ozi hugbúnaðinn !

Frábært framtak !

kveðja
Agnar
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá jongud » 04.des 2013, 10:49

Var að sjá auglýsingu frá GG-Sjósport.
Þeir eru að auglýsa göngubelti á 7500 kall-
Ég hef HVERGI séð svo hagstætt tilboð á netinu þegar allt er tekið inn í.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá jongud » 09.jan 2014, 13:32

Mér var að detta svolítið í hug varðandi þessi öryggismál.
Er ekki betra að vera í fallvarnarbelti frekar en klifurbelti ef maður fellur í sprungu?
Það er jú alltaf hætta á að maður snúist í fallinu og þá getur maður "skutlast úr" klifurbelti sem nær bara utan um mitti og læri.
Fallvarnarbelti eiga að ná yfir axlirnar líka.

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá scweppes » 09.jan 2014, 15:45

Sæll,
1) ég vona að þú hafir aldrei séð neinn "skutlast úr" klifurbelti, það myndi þýða að viðkomandi hefði gleymt að festa það á sig eða væri ranglega fest á viðkomandi.

2) Fallvarnarbelti dreifa að sjálfsögðu álagi betur enda dreifast þau yfir stærri hluta líkamans. Það er þægilegra að vera festur ofarlega og aftanfrá í iðnaðarvinnu í stað þess að vera festur að framan líkt og á klifurbeltum. Þetta er hinsvegar ekki gert út af áhættu við að "skutlast úr".

3) Klifurbelti (og beltið sem ég benti á hérna að ofan sem er eiginlega meira jöklabelti) eru notuð á fjöllum frekar en fallvarnarbelti. Fallvarnarbelti eru stór og fyrirferðarmikil, dýr, þyngri og tekur meiri tíma að henda sér í þau.

Stutta svarið er því nei, vegna þess sem talið er upp hér að ofan sjást fallvarnarbelti aldrei á fjöllum.


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Munum sprunguhættuna - myndband frá Landsbjörgu

Postfrá bjornod » 16.feb 2014, 13:36

http://www.landsbjorg.is/forsida/fretti ... -langjokli

Þetta er kjörið tækifæri til að vekja athygli á sprungukortunum:

http://www.safetravel.is/is/sprungukort/

Munið að skoða þau áður en þið haldið til jökla. Prentið út og takið með og setjið inní GPS tækin ykkar ef möguleiki er á því.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir