Síða 1 af 1

Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 24.nóv 2013, 12:11
frá ARG22
Sælir ég var að plokka í ryð undir bílnum hjá mér og fór að velta því fyrir mér hvort borgi sig
að fá bara heila grind og láta heitzinka hana og skipta um grind hreinlega ásamt því að breyta
henni í leiðinni.

hafa galvarinseraðar grindur verið að missa einhverja eiginleika eða brotna frekar eða eitthvað
hvaða reynslu hafa menn af þessu ??



Kv Aron

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 24.nóv 2013, 13:25
frá Haukur litli
Það eina sem mér dettur í hug er að þú þarft að passa þig þegar þú sýður í hana seinna, zink er algjör viðbjóður fyrir líkamann. Og kauptu nóg af skerolíu og góða snitttappa, þú munt þurfa á því að halda.

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 01:52
frá firebird400
Heithúðuð grind mun vikta mun meira en mun líka lifa bílinn

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 10:16
frá Hilmar Örn
Hvað erum við að tala um mikla auka þyngd mv japanska jeppagrind, t.d. 4 runner -hilux - pajero -musso eða álika.

10 kg 20kg 30kg ?

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 14:55
frá firebird400
Ef það er vitað hve þung grindin er fyrir húðun þá er séns að þeir sem eru að húða gætu skotið á það.
Er Ferrozink enn til.
Var ekki líka fyrirtæki fyrir norðan sem var að zink húða á góðu verði?

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 15:52
frá malibu
Held að það þurfi ekkert að hafa áhyggjur af mikilli þyngdaraukningu. þykktin á zinkhúð í heitgalvaniseringu er varla meira en 0,15 mm (c.a. 6 MILS ) og ef að allt yfirborðsflatarmál bílgrindar er reiknað þá fer það varla mikið yfir 5 m2. Eina sem vantar þá er eðlisþyngd zinks sem google segir mér að sé 7,14 g/cm3. Eftir smá reiknikúnstir þá fær maður út að magnið af zinki sé 750 cm3 sem viktar 5,4 kg.

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 19:38
frá hannibal lekter
glét gera þetta við grind úr gaz69 fann eingan þingdarmun á höndum.

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 20:11
frá lecter
Grindin í þessum var zinkuð fyrir 30 árum hun er nákvæmlega eins og hún var þa en það verður að sýru baða lika ekki nóg að sandblasa bara að utan willys grind bognar vel og hefur svona úð einga árhif ,, hvað sveigju að gera

td er hægt að fá allar nýar Landrover grindur zinkaðar ef men óska þess

en það borgar sig að sandblása og smiða síðan breytingar áður en zinkhúðin kemur á

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 29.nóv 2013, 23:11
frá Startarinn
firebird400 wrote:Er Ferrozink enn til.
Var ekki líka fyrirtæki fyrir norðan sem var að zink húða á góðu verði?


Ferro Zink er til, er í eigu Ferro Zink á Akureyri sem hét áður Sandblástur og Málmhúðun. Þau voru víst sameinuð fyrir nokkru. Allt efni sem er komið með til Ferro Zink í Hafnarfirði í húðun er sent til Akureyrar í húðun

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 30.nóv 2013, 12:12
frá Navigatoramadeus
þetta eru góðar pælingar en varðandi verð vs gæði þá eru til zinkríkar málningar.

hefur einhver skoðað að setja fórnarskaut á grindur ?

zink, ál eða annað sem er lægra í spennuröðinni einsog er gert á skipum.....

ég var að spá í þessu sem lokaverkefni í vélskólanum en endaði í öðru.

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 30.nóv 2013, 12:48
frá einsik
Það var einhverntíma verið að selja e-n töfrapung sem átti að koma í veg fyrir alla tæringu, Man ekki hvað hann heitir.
Það er svoleiðis í bílnum hjá mér og hann virkar ekki. Kannski bara vitlaust pólaður eða eitthvað. ;)

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 30.nóv 2013, 13:01
frá Hörður Aðils
Svo er líka Zink Stöðin í hafnarfirði, eru að mig minnir í Berghellu

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 30.nóv 2013, 13:03
frá birgiring
Ég skoðaði bíl sem var með svona rafvarnarbúnaði. Kastarar á honum voru sundurryðgaðir og sáust ryðblettir annarsstaðar.
Síðan hef ég talið þennan búnað "snákaolíu"

Re: Að heitzinkhúða bílgrindur

Posted: 30.nóv 2013, 13:25
frá villi58
Það er ekkert sem kemst í hálfkvist við zinkhúðun næst er góður zinkgrunnur og gott lakk og svo góð ryðvörn, hef prufað zinkkubb á grind og ekker sást að zinkið væri að eyðast þannig að ég get ekki mælt með því.
Það er talað um kastara hérna en eru þeir ekki flestir með gúmmífóðringu sem veikir samband við málm ?