Síða 1 af 2
38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 17:16
frá Polarbear
Er farinn að spá í framtíðarmöguleikum í dekkjamálum hjá mér....
Sendi Mickey Thompson fyrirtækinu bréf um hvaða 38" stærðir þeir framleiða ennþá og fékk þessar miður skemtilegu fréttir til baka:
"Sorry but you are correct the biggest we offer now is the 36x15.50-16 in the MTZ only. All other styles the biggest is the 35x12.50R15 or 16. "
þeir framleiða s.s. ekki lengur nein 38" dekk fyrir 15-17" felgur. sem er fjandi skítt.
hvaða aðra möguleika á maður fyrir utan AT405??
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 17:37
frá Óskar - Einfari
Það eru þónokkur ár síðan MT varð út úr myndinni.
Samkvæmt vefsíðum er þetta til ennþá í 38 eða 38.5 fyrir 15" felgur (síðan er eitthvað til í 39/39.5 líka)
Radial
Interco SuperSwamper SSR 38x15.5 R15
Interco SuperSwamper TrXus STS 38x15.5 R15
Interco SuperSwamper TSL 38x15.5 R15
Interco SuperSwamper TSL SX 38x12.5 R15
Interco SuperSwamper TSL SX 38.5x14.5 R15
Interco SuperSwamper TSL Thornbird 38.5x14.5 R15
PittBull Maddog LT 38.5x13.5 R15
Bias
Interco SuperSwamper TSL Bias 38x12.5 R15
Interco SuperSwamper TSL Bias 38.5x16 R15
Interco SuperSwamper TSL Bogger 38.5x11 R15
Interco SuperSwamper TSL Bogger 38.5x15 R15
Spurning hvort að Mudder og GrounHawg séu ennþá fáanleg, þekki það ekki.... en það er orðið fátt um fína drætti í þessu. Persónulega býst ég við að prófa næst SuperSwamper TSL eða SSR eða þá fara í eitthvað annað/stærra.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 17:50
frá Kiddi
Svo er auðvitað AT405, hefur enginn prófað að skera í það og breyta mynstrinu?
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 18:00
frá KÁRIMAGG
Hjà Kletti erum við með Good year. 38*14,5 r 17
verðið er ca 130.000
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 18:02
frá Járni
Þeir sem vita mega gjarnan láta verðin fylgja með í þennan þráð, áhugavert að taka þetta saman á einum stað!
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 18:32
frá sá gamli
hver er að selja þessi super swamper 38,5 x 14,5 R15 hér á landi?
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 18:35
frá Svopni
Er Icecool ekki með 38,5" pit bull? Og með að skera munstur á AT405? Er þetta ekki eina dekkið á markaðnum sem er sérStaklega hannað til snjóaksturs?
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 19:01
frá villi58
sá gamli wrote:hver er að selja þessi super swamper 38,5 x 14,5 R15 hér á landi?
N1.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 19:02
frá villi58
Kiddi wrote:Svo er auðvitað AT405, hefur enginn prófað að skera í það og breyta mynstrinu?
AT dekkin eru með þannig munstri að varla er þörf að skera.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 19:46
frá Kiddi
Svopni wrote:Er Icecool ekki með 38,5" pit bull? Og með að skera munstur á AT405? Er þetta ekki eina dekkið á markaðnum sem er sérStaklega hannað til snjóaksturs?
villi58 wrote:Kiddi wrote:Svo er auðvitað AT405, hefur enginn prófað að skera í það og breyta mynstrinu?
AT dekkin eru með þannig munstri að varla er þörf að skera.
Jájá burtséð frá því þá er það bara áhugavert hvort einhverjum hafi dottið í hug að skera þetta...
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 20:04
frá Geir-H
Til hvers?
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 20:11
frá Óskar - Einfari
væntanlega bara af sömu ástæðum og menn yfir höfuð skera í dekk, til að bæta þau. Ýmist endingu, grip eða láta þau bælast betur..... mér þætti áhugavert að vita hvort að einhverjum hefði dottið í hug að breyt AT405 munstrinu og hvort það hafi verið til bóta, breytt engu eða bara verið til ama :)
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 22.nóv 2013, 20:25
frá Kiddi
Geir-H wrote:Til hvers?
Veit ekki til hvers, og veit heldur ekki til hvers ekki? Bara forvitni, ekkert annað.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 23.nóv 2013, 20:02
frá Heiðar Brodda
maður veit ekki nema prufa þess vegna sker maður í dekk hehee :) kv Heiðar Brodda
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 10:04
frá Tollinn
Er ekki bara spurning um að safna í gám af þessum eðaldekkjum
Hingað komið á 300 þús fyrir utan flutning og toll á flutninginn, spurning hvað það yrði mikið
http://jbccoffroad.com/grhara.htmlKv Tolli
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 11:30
frá juddi
Kiddi wrote:Geir-H wrote:Til hvers?
Veit ekki til hvers, og veit heldur ekki til hvers ekki? Bara forvitni, ekkert annað.
Er búin að skera AT sem sagt skera alveg útúr munstrinu á hliðunum þannig að línurnar millikubbana stoppa ekki við hliðakubbana heldur fara í gegnum þá og opna það betur auk þess að skera sömu breydd milli allra kubba
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 16:00
frá juddi
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 16:07
frá villi58
Flott örugglega til bóta.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 16:17
frá jeepcj7
Hérna er svo eitthvað kínadót sem verður vonandi fljótlega í boði ætli þetta muni virka þokkalega?
Sendi póst á þá og þeir segja að þetta sé í mótunum ennþá en byrjað að selja 32" og 37" á 17" felgu.
http://www.alibaba.com/product-gs/99044 ... ial_4.html
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 18:56
frá jongud
Hvernig væri að sýna þessum kínverjum hvernig á að hafa munstrið?
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 19:39
frá jeepcj7
Mér finnst reyndar munstrið hjá þeim ekki svo galið allavega séð margt verra,en til að keyra á úrhleyptu myndi ég vilja stroka allt munstrið af hliðunum og fikta svo aðeins við banann líka en það vantar allar upplýsingar um þessi dekk ennþá og svo að sjá hvort þetta endist eitthvað yfirhöfuð.
Ég væri alveg til í að prófa samt svona 40x14/16 dekk.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 22:09
frá Startarinn
Það er vel opið á hliðunum og litlir kubbar, er nokkur þörf á að fjarlægja hliðarmunstrið?
Ég væri alveg til í að prófa svona í 40/14x15, en það er spurning hver sendingarkostnaðurinn yrði, þetta er sennilega frekar óhagstætt nema maður taki heilan gám í einu
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 22:18
frá Doror
Myndi manni ekki líða hálf illa á 90 km/h með fjölskylduna í bílnum á einhverju svona óþekktu?
Verðin eru samt mjög góð og þyrfti ekki að taka marga ganga í sjófrakt til að það borgaði sig.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 22:29
frá Játi
ég veit svosem ekki hvort kínadekk séu eitthvað verri en margt annað í bransanum Þetta er ekki beint gæðasmíði sum af þessum blöðrum,hoppandi og skjálfandi og sum varla hringlaga. það er sennilega eins með þessi dekk og önnur að maður bara pumpar í og vonar að þau springi ekki.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 22:37
frá jeepcj7
AT 405 er kínadekk eins og margt annað.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 23:38
frá grimur
Það var nú svolítið bras að stilla af gúmmíblönduna í AT dekkið á sínum tíma. Slatta trial and error að fá hana þannig að dekkið væri ekki glerhart og spryngi í frosti ásamt því að þola malbik þokkalega í auðu.
Kv
G
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 10.des 2013, 23:39
frá biturk
Eigum við að taka gam af svona, hvað ætli gangurinn se a þa
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 08:45
frá Ragnare
Það væri áhugavert að vita hvað gangurinn myndi kosta. Ég hefði áhuga á að prufa svona 38" dekk ef þau væri á góðu verði.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 10:24
frá eidur
Þetta virðist að minnsta kosti ekki vera algjört platfyrirtæki.
Voru meðal annars á SEMA 2013:
http://www.lake-sea.com/news/html/?111.html
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 20:59
frá jeepcj7
Er ekki einhver samninga snillingur sem gæti tékkað á hvað gámur myndi kosta hingað kominn fullur af dekkjum?
Ég er til í 40x14/16 gang ef af yrði og félagi minn vill 36/37 á 15" felgu.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 21:42
frá Gunnar G
Þurfa ekki að vera einhverjir gæðastimplar á dekkjunum svo þau fáist inní landið.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 21:47
frá Gunnar00
þurfa að vera CE merkt. en hinsvegar prufaði ég að senda á þá mail, spurði um verð á þessum algengu stærðum og hvað myndi kosta að senda fullan gám af þeim. og auðvitað hvort það væri ekki magnafsláttur
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 22:39
frá krummignys
Tollinn wrote:Er ekki bara spurning um að safna í gám af þessum eðaldekkjum
Hingað komið á 300 þús fyrir utan flutning og toll á flutninginn, spurning hvað það yrði mikið
http://jbccoffroad.com/grhara.htmlKv Tolli
Snildd þetta :)
Klárlega bestu dekkin
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 22:49
frá Tollinn
Maður veit allavega að hverju maður gengur
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 23:08
frá Gunnar G
Magnað samt hvað er til mikið af dekkjum sem manni er sagt að sé hætt að framleiða af íslenskum dekkjainnflytjendum.
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 23:30
frá grimur
Þarf CE merki? Ég hélt að DOT merking væri nóg.
Ég fæ út tæp 220 þúsund fyrir flutning á 38" fyrir 15" felgur.
Þá er bara spurningin hvað kostar að flytja gám...kannski 700.000 kall sem deilist á X marga ganga...kannski 70 ganga, veit ekki nákvæmlega hvað kemst í 40 feta gám af 38" dekkjum, hef aldrei prófað að fylla gám af 38"..... Það er 10.000 á gang.
Tollur, úrvinnslugjald, vörugjald, VSK: 23000+6240+3120+66902=99262
Þetta er semsagt 330.000 á ganginn miðað við að dekkin séu öll nothæf.
Gerum ráð fyrir 90% nýtingu, þá er þetta nærri 370.000 á ganginn.
Líklega er hægt að kría út einhvern afslátt með því að taka 280 dekk í einni pöntun...get ekki ímyndað mér annað en að það fáist amk. 20% afsláttur, sem lækkar allt dæmið samsvarandi fyrir utan flutning (sem er hverfandi hluti af þessu dæmi sýnist mér).
kkv
Grímur
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 11.des 2013, 23:53
frá stebblingur
það má vel skoða að panta gám
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 12.des 2013, 08:26
frá Tollinn
grimur wrote:Þarf CE merki? Ég hélt að DOT merking væri nóg.
Ég fæ út tæp 220 þúsund fyrir flutning á 38" fyrir 15" felgur.
Þá er bara spurningin hvað kostar að flytja gám...kannski 700.000 kall sem deilist á X marga ganga...kannski 70 ganga, veit ekki nákvæmlega hvað kemst í 40 feta gám af 38" dekkjum, hef aldrei prófað að fylla gám af 38"..... Það er 10.000 á gang.
Tollur, úrvinnslugjald, vörugjald, VSK: 23000+6240+3120+66902=99262
Þetta er semsagt 330.000 á ganginn miðað við að dekkin séu öll nothæf.
Gerum ráð fyrir 90% nýtingu, þá er þetta nærri 370.000 á ganginn.
Líklega er hægt að kría út einhvern afslátt með því að taka 280 dekk í einni pöntun...get ekki ímyndað mér annað en að það fáist amk. 20% afsláttur, sem lækkar allt dæmið samsvarandi fyrir utan flutning (sem er hverfandi hluti af þessu dæmi sýnist mér).
kkv
Grímur
Ef að Gámurinn er rétt rúmlega 3*12*2,5 m að innanmáli kæmust ca 3*12*6 dekk í hann eða um 216 dekk sem eru 54 gangar. Það er nú heldur gróft að áætla að 20 dekk séu ónýt en allur er varinn góður eins og menn segja. Er ekki einhver snillingur í svona innflutningsmálum tilbúinn að skoða þetta og hafa samband við framleiðandann.
kv Tolli
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 12.des 2013, 13:22
frá Startarinn
Mér sýnist þið hafa gleymt að reikna með gúmmígjaldið sem var lagt á í kringum 2007 og tvöfaldaði verð á dekkjum á sínum tíma
Re: 38" dekk, hvað er í boði nýtt?
Posted: 12.des 2013, 13:41
frá Johnboblem
Reiknast svona