Smurning á hjólalegum og liðhúsum


Höfundur þráðar
BjarniThor
Innlegg: 29
Skráður: 29.nóv 2012, 21:12
Fullt nafn: Bjarni Þór Hafsteinsson
Bíltegund: Landcruiser HJ61

Smurning á hjólalegum og liðhúsum

Postfrá BjarniThor » 21.nóv 2013, 16:47

Góðan daginn
Ég ætla að velta upp þeirri spurningu hvað menn telja að sé besta feitin til að smyrja hjólalegur í jeppum með ??
Sömuleiðis hvað heppilegt sé að nota á lokuð liðhús (sexkúluliði). Oft hafa menn hrært saman blöndu af einhverri koppa/legu feiti og gírolíu. Ef til vill er þetta ágæt lausn?

kveðja,
Bjarni




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Smurning á hjólalegum og liðhúsum

Postfrá Brjotur » 21.nóv 2013, 17:21

Bara að setja vel af koppafeiti með goða viðloðun inn i liðinn græna feitin fra prolong sem þu færð i Vöku, það gerir ekkert að fylla liðhusið, bara soðaskapur oj bara :)

User avatar

Óli ágúst
Innlegg: 103
Skráður: 03.sep 2011, 07:24
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Pálsson

Re: Smurning á hjólalegum og liðhúsum

Postfrá Óli ágúst » 22.nóv 2013, 00:57

Þetta virkar mjög vel og fæst hjá BSA Kópavogi
http://www.rimmerbros.co.uk/Item--i-STC3435BPSACHET
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Smurning á hjólalegum og liðhúsum

Postfrá villi58 » 22.nóv 2013, 11:30

Brjotur wrote:Bara að setja vel af koppafeiti með goða viðloðun inn i liðinn græna feitin fra prolong sem þu færð i Vöku, það gerir ekkert að fylla liðhusið, bara soðaskapur oj bara :)

Ef dælt er of mikið í liðhúsin þá fer feytin auðveldustu leið og það er inn á drif sem getur orsakað freiðimyndun þannig að olía fer að koma út um öndun jafnvel þótt sé slanga upp frá drifkúlu upp undir húdd eða annað.
Svo er bara hvaða áhrif feitin hefur á smurgildi gírolíunar, kanski ekkert hættulegt en ætti samt að varast.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur