Bílstjóraspítt
Posted: 21.nóv 2013, 09:04
4 matskeiðar neskaffi eða jafnvel fínmalað venjulegt uppáhellingarkaffi
1 plata vel mjúkt rjómasúkkulaði (vel mjúkt til að milda ramma bragðið af kaffinu)
Bræðið súkkulaðið, hrærið kaffinu samanvið og látið storkna í einnota snafsaglösum.
(Það er líka hægt að búa til passleg mót úr álpappír með því að þrykkja honum ofaní alvöru snafsaglas)
Pakkið inn í álpappír eða smjörpappír og geymið á köldum stað í bílum, (allstaðar í Land-Rover) eða í lítt notuðu ytra hólfi á fjallatöslunni/bakpokanum.
Þetta vekur mann ef maður þarf að vakna um miðja nótt til að bjarga félögunum, eða ef maður þarf koffínskot á síðnæturakstri.
Það er líka hægt að nota litlar sælgætisstengur í tilraunir og þá er skammturinn ca. ein stöng og 1/2 - 1 matskeið kaffi.
1 plata vel mjúkt rjómasúkkulaði (vel mjúkt til að milda ramma bragðið af kaffinu)
Bræðið súkkulaðið, hrærið kaffinu samanvið og látið storkna í einnota snafsaglösum.
(Það er líka hægt að búa til passleg mót úr álpappír með því að þrykkja honum ofaní alvöru snafsaglas)
Pakkið inn í álpappír eða smjörpappír og geymið á köldum stað í bílum, (allstaðar í Land-Rover) eða í lítt notuðu ytra hólfi á fjallatöslunni/bakpokanum.
Þetta vekur mann ef maður þarf að vakna um miðja nótt til að bjarga félögunum, eða ef maður þarf koffínskot á síðnæturakstri.
Það er líka hægt að nota litlar sælgætisstengur í tilraunir og þá er skammturinn ca. ein stöng og 1/2 - 1 matskeið kaffi.