4 matskeiðar neskaffi eða jafnvel fínmalað venjulegt uppáhellingarkaffi
1 plata vel mjúkt rjómasúkkulaði (vel mjúkt til að milda ramma bragðið af kaffinu)
Bræðið súkkulaðið, hrærið kaffinu samanvið og látið storkna í einnota snafsaglösum.
(Það er líka hægt að búa til passleg mót úr álpappír með því að þrykkja honum ofaní alvöru snafsaglas)
Pakkið inn í álpappír eða smjörpappír og geymið á köldum stað í bílum, (allstaðar í Land-Rover) eða í lítt notuðu ytra hólfi á fjallatöslunni/bakpokanum.
Þetta vekur mann ef maður þarf að vakna um miðja nótt til að bjarga félögunum, eða ef maður þarf koffínskot á síðnæturakstri.
Það er líka hægt að nota litlar sælgætisstengur í tilraunir og þá er skammturinn ca. ein stöng og 1/2 - 1 matskeið kaffi.
Bílstjóraspítt
Re: Bílstjóraspítt
Þessari uppskrift Jóns er tvímælalaust gott að skola niður með Rússnesku Jólaglöggi.
Uppskrift:
8 lítrar vodka
1 rúsína
Sé of mikið ávaxtabragð af glögginu má sleppa rúsínunni.
Að sumarlagi hentar Finnsk sumarsúpa trúlega betur.
Uppskrift:
1 lítri Finnlandia vodka
Borið fram á rósóttum disk.
Uppskrift:
8 lítrar vodka
1 rúsína
Sé of mikið ávaxtabragð af glögginu má sleppa rúsínunni.
Að sumarlagi hentar Finnsk sumarsúpa trúlega betur.
Uppskrift:
1 lítri Finnlandia vodka
Borið fram á rósóttum disk.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bílstjóraspítt
Haha, þið eruð ágætir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Bílstjóraspítt
Þetta fyrsta gæti verið sniðugt, þarf að prófa það við tækifæri. Ferðaðist með einum sem mokaði neskaffi í kók í plasti til að "fríska sig upp" eins og hann orðaði það.....
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur