Síða 1 af 1
Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 20.nóv 2013, 20:16
frá Járni
Einn sver og góður notandi spjallsins stakk upp á því að hafa hér uppskriftarflokk og efast ég ekki um að þið laumið á einhverju gúmmilaði.
Besta samlokan í ferðalagið? Ultimate kjötsúpa? Trufflusveppaappelsínupekíngönd með lífrænni moltu og sultutei?
Látið vaða!
viewforum.php?f=56
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 20.nóv 2013, 20:45
frá Svopni
Konunni minni finnst þetta mjög krúttlegt, að vera með uppskriftir.
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 20.nóv 2013, 20:49
frá sukkaturbo
Sælir félagar nú verður gaman að koma hér inn og lesa eitthvað áhugavert.
Byrjum á einu 2 kílóa læri sem er búið að þyðna í ísskáp í 3 sólarhringa. Þrífið lærið vel berið á það ísío matarolíu og setjið restina úr flöskunni á mótorinn í bílnum eða saman við eldsneytið ef hann er disel. Hún er líka góð í hárið. Kryddið með salti og hvítlaukspipar og vefjið svo lærið inn í álpappír og alla vega 5 vafninga utan um það.
Opnið vélarsalinn á jappanum og komið lærinu vel fyrir þar sem hitinn fer ekki mikið yfir 100 gráður svo sem ofan við pústgrein og festið með suðuvír eða einhverju sem þolir hita sumir hafa smíða sér pönnu ofan á pústgreinina úr áli eða rústfrúi. Akið síðan af stað og eftir sirka 3 tíma er fínt að stoppa og pissa og gæti brettutöngin sem Aggi er að spyrja um komið sér vel við þvaglátin. Þegar búið er að pissa, hrista og innbyrða og losa brettutöngina, skal snúa lærinu um hálfhring, réttsælis og keyra svo eða láta bílinn ganga í 3 tíma í við bót. Hægt er að afgreiða kartöflur á sama hátt í næsta bíl ef ekki er nóg pláss á soggreininni í læris bílnum. Svo er það auðvitað grill aðferðin með milligírnum. kveðja guðni
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 20.nóv 2013, 21:03
frá Hlynurn
http://www.youtube.com/watch?v=o9vhGiSL904Top Gear menn að elda á pústgrein, eitthvað var nú kvartað yfir bragðinu af matnum.
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 20.nóv 2013, 21:44
frá Sævar Örn
Kassi af homblest og kassi af kókómjólk í helgarferð
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 21.nóv 2013, 00:15
frá Haukur litli
Súkku mataræðið, ekkert of flókið, það tekur bara dýrmætt pláss að hafa kjöt, sósur, meðlæti og áhöld með.
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 21.nóv 2013, 02:03
frá StefánDal
Ég hef ekkert sérstaklega gaman að mat. Borða til að lifa, þegar ég hef tíma og þegar ég er svangur.
Það er alveg basic regla hjá mér að undirbúningur máltíðarinar má ekki taka meiri tíma en að éta hana. Annars nenni ég ekki að standa í þessu.
Þessa dagana er það samloka með kartöflusalati, steiktum lauk og pítusósu.
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 21.nóv 2013, 08:14
frá aggibeip
sukkaturbo wrote:Sælir félagar nú verður gaman að koma hér inn og lesa eitthvað áhugavert.
Byrjum á einu 2 kílóa læri sem er búið að þyðna í ísskáp í 3 sólarhringa. Þrífið lærið vel berið á það ísío matarolíu og setjið restina úr flöskunni á mótorinn í bílnum eða saman við eldsneytið ef hann er disel. Hún er líka góð í hárið. Kryddið með salti og hvítlaukspipar og vefjið svo lærið inn í álpappír og alla vega 5 vafninga utan um það.
Opnið vélarsalinn á jappanum og komið lærinu vel fyrir þar sem hitinn fer ekki mikið yfir 100 gráður svo sem ofan við pústgrein og festið með suðuvír eða einhverju sem þolir hita sumir hafa smíða sér pönnu ofan á pústgreinina úr áli eða rústfrúi. Akið síðan af stað og eftir sirka 3 tíma er fínt að stoppa og pissa og gæti brettutöngin sem Aggi er að spyrja um komið sér vel við þvaglátin. Þegar búið er að pissa, hrista og innbyrða og losa brettutöngina, skal snúa lærinu um hálfhring, réttsælis og keyra svo eða láta bílinn ganga í 3 tíma í við bót. Hægt er að afgreiða kartöflur á sama hátt í næsta bíl ef ekki er nóg pláss á soggreininni í læris bílnum. Svo er það auðvitað grill aðferðin með milligírnum. kveðja guðni
Laglegt þetta!!
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 21.nóv 2013, 18:31
frá Runar Gunnars
sukkaturbo wrote:Sælir félagar nú verður gaman að koma hér inn og lesa eitthvað áhugavert.
Byrjum á einu 2 kílóa læri sem er búið að þyðna í ísskáp í 3 sólarhringa. Þrífið lærið vel berið á það ísío matarolíu og setjið restina úr flöskunni á mótorinn í bílnum eða saman við eldsneytið ef hann er disel. Hún er líka góð í hárið. Kryddið með salti og hvítlaukspipar og vefjið svo lærið inn í álpappír og alla vega 5 vafninga utan um það.
Opnið vélarsalinn á jappanum og komið lærinu vel fyrir þar sem hitinn fer ekki mikið yfir 100 gráður svo sem ofan við pústgrein og festið með suðuvír eða einhverju sem þolir hita sumir hafa smíða sér pönnu ofan á pústgreinina úr áli eða rústfrúi. Akið síðan af stað og eftir sirka 3 tíma er fínt að stoppa og pissa og gæti brettutöngin sem Aggi er að spyrja um komið sér vel við þvaglátin. Þegar búið er að pissa, hrista og innbyrða og losa brettutöngina, skal snúa lærinu um hálfhring, réttsælis og keyra svo eða láta bílinn ganga í 3 tíma í við bót. Hægt er að afgreiða kartöflur á sama hátt í næsta bíl ef ekki er nóg pláss á soggreininni í læris bílnum. Svo er það auðvitað grill aðferðin með milligírnum. kveðja guðni
þetta er einhvað sem maður verður að prufa !
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 26.nóv 2013, 18:39
frá zodiac1
Nei en gaman. Þar sem ég er menntaður matsveinn, og hef gaman af mat og matseld..þá er nú ekki úr veginum að birta eitthvert gúmmilaði..enda jól í aðsigi.
kv. Bjössi
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 27.nóv 2013, 18:52
frá jeepson
Einhver sem lumar á góðri marineringu á lambalæri? :)
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 27.nóv 2013, 19:01
frá villi58
jeepson wrote:Einhver sem lumar á góðri marineringu á lambalæri? :)
Talið við Siglufjarðartröllið hann Guðna :)
Re: Nýr flokkur: Mataruppskriftir
Posted: 27.nóv 2013, 20:42
frá sukkaturbo
Sælir strákar ein einföld marenering. Finnið ykkur lauf af brikitrjám að sumri. Svo slatta af birki eins og er á rúnkkstikkjum. Berið Ísóí olíu á lærið þekið það með birkikornum og svo birkilauf yfir það vefjið inn í álpappír og geymið í ísskáp í 4 daga og stingið síðan lærinu inn í ofn á 150 gráður án þess að taka utan af lærinu og steikið í 3 tíma. Takið lærið þá út og álpappírinn utan af því skafið birkið af og setjið smá olíu á aftur og salt og hvítlaukspipar og smá aromat setjið ofninn á 200 og steikð þar til lærið verður fallega brúnt látið það svo kólna í 10 mín áður en það er skorið. Fínt með brúnuðum kartöflum kveðja guðni ég er bara orðin svangur