Síða 1 af 1

Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 15:51
frá aggibeip
Veit einhver hvað "brettutöng" er ? Ég held að ég sé að fara með rétt nafn á verkfærinu.. Ef svo er, hvað heitir hún á ensku ?

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 16:39
frá olei
Ég hef ekki heyrt þetta nafn fyrr.
Google virðist ekki þekkja það heldur.
Loks finnst mér það falla illa að íslensku og þykir því ótrúlegt að þetta sé notað.

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 17:12
frá ellisnorra
Þetta hef ég ekki heyrt um áður, þó þetta gæti verið kallað þessu nafni einhverstaðar. Hljómar eins og einhver töng sem brettir eitthvað upp.
Geturu græjað mynd af svona apparati, annaðhvort á vefnum eða úr einkasafni?

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 17:27
frá jongud
Ef þú ert ekki með mynd, lýstu því þá hvernig hún lítur út eða hvað hún gerir.

Er þetta nokkuð svona töng?
Image

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 17:49
frá aggibeip
jongud wrote:Ef þú ert ekki með mynd, lýstu því þá hvernig hún lítur út eða hvað hún gerir.

Er þetta nokkuð svona töng?
Image


Það er einmitt svona töng... Hvað kallast þetta apparat ?

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 17:51
frá Haukur litli
Ertu að hugsa um svona lagað? T.d. hægt að nota til að bretta upp á blikk.

Image

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 18:09
frá konradleo

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 19:55
frá jongud
aggibeip wrote:
jongud wrote:Ef þú ert ekki með mynd, lýstu því þá hvernig hún lítur út eða hvað hún gerir.

Er þetta nokkuð svona töng?


Það er einmitt svona töng... Hvað kallast þetta apparat ?


Þetta kallast "punch and flange tool" eða stundum stytt í "punch flange tool"

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 20:25
frá aggibeip
jongud wrote:
aggibeip wrote:
jongud wrote:Ef þú ert ekki með mynd, lýstu því þá hvernig hún lítur út eða hvað hún gerir.

Er þetta nokkuð svona töng?


Það er einmitt svona töng... Hvað kallast þetta apparat ?


Þetta kallast "punch and flange tool" eða stundum stytt í "punch flange tool"


Á þetta apparat ekkert íslenskt heiti ?

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 20:38
frá stebbi1
Sælir, ætli þetta sé ekki til dæmis notað í þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=r5uuZ1uWByE

en það væri gamann að vita hvað þetta kostar, bæði loft knúið og eins svona töng.
endilega segðu okkur frá því ef þú ferð að spá í þetta.

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 21:16
frá Braskar
stansari lokkari er þetta stundum kallað eða stansa töng fæst í wurth minnir ég hafi borgað innanvið 20 þúsund fyrir svona græju þar fyrir einum 4 árum en mun betra að hafa þetta loftknúið að sjálfsögðu

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 22:59
frá jonogm
Ég hef heyrt þetta verið kallað falstöng, faldari og földunartöng.

Re: Brettutöng ?

Posted: 20.nóv 2013, 23:44
frá BrynjarHróarsson
efnisþykktartöng hef ég kallað þetta og heyrt aðra segja.

Re: Brettutöng ?

Posted: 21.nóv 2013, 19:38
frá nervert
Þessar tangir fást í wurth.

Re: Brettutöng ?

Posted: 21.nóv 2013, 19:45
frá aggibeip
Samkvæmt Wurth þá heitir þetta Falstöng.. Hvað ætli þetta kosti ? Veit það einhver ?