bluetrash wrote:Þar sem ég hef ekki verið mikill Mopar maður og aldrei pælt í þessum bílum á einn eða annan hátt að þá ætla ég að leita á náðir vitrari manna um Mopar með nokkrar spurningar. Ég varpa þessu bara framm sem stökum spurningum og vonandi getur einhver svarað þeim fyrir mig ;)
Getur einhver frætt mig um hvort að XJ Wagoneer 1984-1993 og XJ Cherokee 1984-1996 Séu sömu bílarnir og hvort hægt sé að nota allt úr Cherokee í Wagoneer?
Einnig ef einhver gæti frætt mig um hvort þessir bílar komu með dísel og þá hvernig þeir hafa reynst.
Hvaða mótor og skipting ber hæst af í þessum bílum og ef engin frá Mopar hvað eru menn helst að setja í þá? Fyrir mitt leiti þá er ég orðinn hrikalega dísel væddur, ya eða alla vega í jeppum heheheee.
Og svo hvaða hásingar hafa reynst best undir þessum bílum, miðað við bara 36" - 38" Mun mjög líklega lenda í miklum átökum.
Einnig var laumað að mér að þetta væru ekki grindarbílar, er það rétt og hvernig hafa menn þá verið ef einhver útbúið 4link í þá?
Bara smá svona forvitnisspurningar útfrá pælingum um betrumbætingar. Ekki verið að pæla í að gera þetta 1.2og3 ;)
1. Það gengur flestallt á milli nema helst það að '84 til '86 Wagoneer er sennilega með 2,8 v6 chevrolet sem var handónýt, óáreiðanleg og eyddi miklu.
2. Gömlu bílarnir (ekki með árgerðir á hreinu) voru með renault vélar sem komu skelfilega illa út. Þær voru hrikalega máttlausar og voru bilanagjarnar. Nýrri bílarnir (gæti trúað um og eftir '95) komu með ítalska 5 cyl VM dieselvélar. Ég þekki þær ekki af eigin raun en þær vinna víst alveg ágætlega og eyða litlu. Hinsvegar eru þær með annaðhvort eitt hedd á hvern strokk eða þá fremra 3 cyl. og aftara 2 cyl, man það ekki alveg, og hef það eftir manni sem þekkir þær vel að kringum 150.000 km fari heddin og það kostar $$$$$. Væri til í að prófa að eiga svona bíl með VM vélinni svo lengi sem hann væri lítið ekinn eða úið að taka vélina í gegn.
3. 4.0 lítra 6 cyl. vélin með Aisin Warner AW4 skiptingunni og 231 millikassanum (eða 242 en hann er aðeins þyngri og ekki eins sterkur en samt meira en nóg öflugur). Ef þessu krami er viðhaldið rétt með reglulegum olíuskiptum o.s.frv. endist þetta 250-300.000 km án stórvægilegra viðgerða alla jafna.
4. Framhásinginn er D30 reverse og afturhásingin í flestum tilfellum D35 en annars D44 eða Chrysler 8,25. Hjá flestum dugar framhásingin vel. 35 hásingin er á mörkunum, hún er í lagi ef þú er ekki mjög grófur á gjöfinni en með miklum þjösnaskap brotna bæði drif og öxlar hef ég heyrt. Var samt sjálfur með '91 bíl með 35 að aftan á org. hlutföllum á 38" og braut ekkert þrátt fyrir mikil læti oft á tíðum. D44 að aftan í þessum er mjög öflug og er nær aldrei til vandræða. Á í dag '97 bíl og er með hann á D30 reverse og 28 rillu 9" Ford með 4,56 hlutföllum á mjög grófum 38". Afturhásingin er mjög öflug miðað við þyngd og afl og framhásingin hefur dugað hingað til (hef verið með þrjá 38" XJ með D30 og aldrei brotið neitt. Þeir hafa verið á 4.88 / 4.56 / 3.55 drifum).
Ráðlegg þér að hafa orginal hásingarnar undir til að byrja með og sjá hvernig það gengur.
5. Þeir eru "unibody" sem þýðir ekki sjálfstæð grind heldur burðarvirki eins og í fólksbíl. Þeir eru margir komnir á 4-link en í flestum tilfellum er það ekki nógu vel gert. Það er ekki nóg að skella bara gormaskálum og stýfuturnum undir þá. Ef það er gert fara þeir að springa kringum hurðaföls og gluggapósta því burðurinn er ekki við endana á fjaðrablöðumum þar sem hann á að vera heldur beint fyrir ofan hásingu og boddýið þolir það ekki nema með umtalsverðum styrkingum.
Þetta hér að ofan um 4-linkið er ég að skrifa upp eftir upplýsingum sem ég fékk hjá Guðmundi Jónssyni sem er með GJ járnsmíði í hrauninu í Garðabæ. Ef þú hyggur á 4-link ráðlegg ég þér að leita til hans í sambandi við hönnun á styrkingum undir boddýið, hann er mjög fær í þessum málum.
Verði þér að góðu
Með Jeep kveðju, Freyr