Síða 1 af 2

Verkefni ársins 2013

Posted: 18.nóv 2013, 21:01
frá Járni
jeppaverkefni.jpg
jeppaverkefni.jpg (101.06 KiB) Viewed 160868 times

Góðan dag, dömur mínar og herrar!

Áður en ég kynni keppnina vil ég renna yfir nokkur atriði tengd síðunni okkar:
Vefurinn var settur á laggirnar í febrúar 2010. Við erum þrír sem stöndum að honum, ég sjálfur, Eiður Ágústsson og Gísli Sverrisson.
Til að byrja með var vefurinn hýstur á gamalli fartölvu á gólfinu í betri stofunni hjá honum Eiði en þegar diskurinn í henni gaf sig ákvað hann að flytja til Svíþjóðar að safna fyrir nýjum disk. Við komum því síðunni fyrir hjá lífrænt vottuðum og hýsingaraðila sem hefur gengið í gegnum umhverfismat. Vona ég.

Fyrsta árið gékk vel, heimsóknir nokkuð stöðugar og myndaðist strax góður hópur af fastagestum. Nokkrir af þeim fyrstu eru nú póststjórar sem aðstoða okkur við daglega umsýslu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, sannkallaðir öðlingar.
Á fyrsta árinu jukust heimsóknir jafnt og þétt frá um 600-800 einstaka heimsóknum á dag upp í um 1000-1500. Ekki svo slæmt.
Þetta vaxtarferli hefur haldið áfram, síðan hægt og rólega byggst upp og notendahópurinn orðin allstór.
Sunnudaginn 10. nóvember 2013 féllu svo öll fyrri met, 5.172 einstaka gestir á einum degi, sem bendir til þess að veturinn verði áhugaverður.

Þess vegna langar okkur að halda keppni!
Keppnin eða kosningin öllu heldur, skal snúast um verkefni ársins. Við viljum taka við tilnefningum frá ykkur um hvaða verkefni er það flottasta á árinu 2013.

Uppástungur þurfa þó að uppfylla viss skilyrði:
Eingöngu er tekið á móti uppástungum af verkefnum þar sem ferlinu er lýst innan jéppaspjallsins. Það þýðir að ef þú vilt tilnefna einhvern þá segir þú “Ég vil stinga upp á honum Jóni Jónssyni sem er að gera þetta við þennan bíl. Hér er hlekkur á verkefnið: http://www.jeppaspjall.is/….” Við munum svo uppfæra listann reglulega hér í þessu upphafinnleggi.
Ef verkefnið sem þú vilt stinga upp á er nú þegar komið á listann þá þarftu auðvitað ekkert að segja en mátt gjarnan segja eitthvað uppbyggilegt eins og “Djöfull er ég ánægður með ykkur alla, við erum öll sigurvegarar” eða “Like á nr 3”.
Einnig skal miðast við að verkefnið hafi verið að miklu leiti unnið á árinu 2013 og að það sjái mögulega fyrir endann á því. Ekki bílskúr fullur af óskornum prófíl, það væri þá efni í keppni næsta árs.

Kosning á milli samþykktra tilnefninga fer fram í janúar 2014

Annað sem ber að hafa í huga:
Markmiðið með þessari keppni er alls ekki að gera upp á milli manna, særa tilfinningar eða á annan hátt að stofna til leiðinda.
Þvert á móti, markmiðið er að efla þá enn frekar sem hafa haldið úti verkefnisþráðum og hvetja þá sem eru með verkefni í vinnslu að setja saman þráð. Ef tæknin er að stríða mönnum eiga þeir allir litla frændur eða einhvern annan að sem getur aðstoðað.
Með það í huga skal athuga það að ekki er eingöngu verið að leita eftir klikkuðustu hugmyndinni eða flottustu framkvæmdinni, heldur líka góðri framsetningu á efni. Allir kjósa þó það sem þeim þykir best.

Sá tímarammi sem við tökum á móti tilnefningum verður vel rúmur, gerum ráð fyrir því að kosning verði í kringum áramót. Það er þó ekki meitlað í stein.
Þetta er gert til þess að þeir sem eru með þræði nú þegar geti betrumbætt þá en hinir sem eiga eftir að búa til þræði geti hafist handa. .
Ath: Tilnefning jafngildir ekki atkvæði! Kosningin verður haldin sérstaklega eftir að við hættum að taka á móti tilnefningum.

Verðlaun:
Fyrstu verðlaun eru að sjálfsögðu heiðurinn.
Þó er ekki öll von úti um einhverja pakka en tilkynnt verður um það síðar ef af verður.
Þangað til er ein kippa af bjór frá hverjum okkar, eða sem samsvarar 18 vinnustundum í skúrnum. Það gerir um 200.000 á verkstæðiðtaxta, ekki slæmt það.
(Ef sponsunarhæfir aðilar sjá þetta og finna sig knúna til að taka þátt tökum við því fagnandi (ef þeir eru siðlaus risasamsteypa sem ætlar að níðast á Jeppaspjallsnotendum, þá verða þeir að múta okkur ríflega fyrst)).

Ef það gengur vel að safna pökkum í verðlaun og þátttaka verður góð er aldrei að vita nema hvað að jéppaspjallið sjálft útnefni einhverja sérstaklega. T.d. fyrir budgetverkefni ársins, bjartsýnisverðlaunin eða hvað svo sem það verður.

tl;dr Ef þér líst vel á jeppabreytingu sem er lýst í orði og myndum hér á vefnum, vinsamlegast bentu á hana með því að svara þessum þræði!.

Látið uppástungunum rigna!

Tilnefningar:

Image
1. Snilli og Tilli á 54"

Image
2. Súkkan hans Sævars

Image
3. Sfinnur og 4runner

Image
4. Hlynur og Hilux

Image
5. Hörður og Avalanche

Image
6. Baldur og Hilux

Image
7. Gummi og Subbi

Image
8. Elli ofur og Cummins Subbi

Image
9. Örn og Jeepster

Image
10. Gunnar og Hilux

Image
11. Hjörtur og Cherokee/Cruiser

Image
12. Anna og King cab

Image
13. Elías og Pajero

Image
14. Ólafur og 4runner

Image
15. G.Fannar og Patrol

Image
16. Finnur og 4runner

Image
17. Hjalti og 4runner

Image
18. Ástmar og Hilux

Image
19. Kristján og Jeep

Image
20. Bjarni og Vitara

Image
21. Fannar og Fox

Image
22. Jóhann og Discovery

Image
23. Sverrir og Fox

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 18.nóv 2013, 22:10
frá StefánDal
Ég skil ekki alveg hvernig þetta verkefni virkar

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 18.nóv 2013, 22:48
frá Járni
tl;dr Ef þér líst vel á jéppabreytingu sem er lýst í orði og myndum hér á vefnum, vinsamlegast bentu á hana.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 18.nóv 2013, 22:50
frá StefánDal
Hérna í þennan þráð? Eða stofna nýjan undir Almennt spjall?

Segjum sem svo að það sé eitt verkefni sem mér finnst alveg rosalega flott. Á ég þá að segja "Mér finnst þetta verkefni hjá honum Jóni Jóns alveg svakalega töff. Ég skora á hann að koma með fleiri myndir og vonast til að sjá jeppan tilbúinn sem fyrst" ?

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 18.nóv 2013, 23:03
frá Járni
Jább, hér í þennan þráð segirðu "Jóns verkefni er geðveikt!"
Ég hafði reyndar ekkert pælt í því fjölda tilnefninga á mann, en sé því ekkert til fyrirstöðu svosem.
Við höldum svo utan um lista hér í þessum þræði og stofnum svo til sérstakrar kosningar :) Láttu bara vaða með amk eitt sem þér finnst flott!
Svo gerist vonandi eitthvað skemmtilegt í lok des.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 07:50
frá Doror
Mörg flott verkefni en ég hef fylgst mest með 5,4" ævintýri Snilla og Tilla. Kýs það og vona að bíllinn komist í snjó fyrir áramót.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 08:53
frá gislisveri
Um að gera að tilnefna sem flest verkefni/þræði, svo er enginn bundinn af því að kjósa það sem hann hefur tilnefnt.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 10:54
frá hobo
Sævar ætti að vera á þessum lista, súkkan búin að taka stökkbreytingum.
En svo er spurning hvort það standist reglur, sýnist projectið hafa byrjað árið 2011.

viewtopic.php?f=9&t=3639

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 11:02
frá gislisveri
hobo wrote:Sævar ætti að vera á þessum lista, súkkan búin að taka stökkbreytingum.
En svo er spurning hvort það standist reglur, sýnist projectið hafa byrjað árið 2011.

viewtopic.php?f=9&t=3639


Mér finnst sjálfsagt að verkefni sem hafa byrjað fyrr séu gjaldgeng í kosningu. Breytti orðalaginu þannig að það sé ljóst, að breytingin hafi að miklu leiti farið fram á árinu 2013 í stað mestu.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 11:10
frá Járni
Jájá, við erum ekkert að missa okkur í smáatriðunum.
Það mætti kannski bæta því við að fólki er velkomið að tilnefna sjálft sig!

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 15:45
frá Magni
Ég tilnefni þá þennan: "sfinnur"

viewtopic.php?f=9&t=17781

Tók vélalausann 4runner og breytti á 42" með 3.1 izusu vél, heilsprautun og margt fleira. Allt unnið 2013

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 15:57
frá StefánDal
Ég tilnefni Hlyn og Hiluxinn.

viewtopic.php?f=9&t=3144

Virkilega flottur Hilux orðinn og mikill metnaður í gangi.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 16:50
frá silli525
Ég tilnefni Chevy Avalanche verkefnið.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 21:35
frá Svenni30
Ég tilnefni sfinnur
Hrikalega flott vinnubrögð hjá honum og runnerinn er orðinn einn sá flottasti

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 21:39
frá gislisveri
sfinnur er þegar kominn á blað.
Það er nóg að tilnefna einu sinni, kosningin fer svo fram síðar.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 23:02
frá Fetzer
gislisveri wrote:sfinnur er þegar kominn á blað.
Það er nóg að tilnefna einu sinni, kosningin fer svo fram síðar.



nú snýst þetta ekki um að það verkefni sem fær flestu tilnefningarnar "vinnur"?

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 23:04
frá Magni
Fetzer wrote:
gislisveri wrote:sfinnur er þegar kominn á blað.
Það er nóg að tilnefna einu sinni, kosningin fer svo fram síðar.



nú snýst þetta ekki um að það verkefni sem fær flestu tilnefningarnar "vinnur"?


Fyrst tilnefningar. Svo kosning

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 19.nóv 2013, 23:07
frá gislisveri
Kosning er áætluð í janúar, svo það er nægur tími til að hysja upp um sig og taka góðar myndir af bílskúrsprojectinu.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 20.nóv 2013, 11:14
frá oddur
Finnst verkefnið hans Baldurs mjög flott. Virkilega flottur Hilux
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7007

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 20.nóv 2013, 15:59
frá gislisveri
Nú er ég viss um að það væri búið að tilnefna Tedda Kristjáns, ef að jörðin hefði ekki gleypt hann og alla póstana í leiðinni.
Væri gaman að fá að sjá meira af Willysnum hans.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 20.nóv 2013, 16:11
frá ellisnorra
gislisveri wrote:Nú er ég viss um að það væri búið að tilnefna Tedda Kristjáns, ef að jörðin hefði ekki gleypt hann og alla póstana í leiðinni.
Væri gaman að fá að sjá meira af Willysnum hans.



Já meiru stælarnir að tæma póstana svona. Eitthvað dularfullt að baki þarna.
En mér finnst þetta frábært framtak hér og verður gaman að sjá harða samkeppni og bætta þræði :)

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 21.nóv 2013, 15:41
frá gislisveri
Það var flottur þráður um Ranger breytingu hérna á JS minnir mig, getur einhver bent á hann?

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 23.nóv 2013, 02:22
frá Hr.Cummins
Langar að tilnefna Pabba, en hann byrjaði á sínu verkefni fyrir minna en mánuði síðan og við eigum von á að keyra út fyrir mánaðarmót, og klára 100% fyrir áramótin:
viewtopic.php?f=9&t=15098

Af því sem að komið er þykir mér Hiluxinn hjá Baldri standa uppúr, ásamt þessum Avalanche, en einnig eru Hiluxinn hjá Hlyn og 4Runnerinn hjá Finn frekar flottir ;)

Langar að tilnefna Ella ofur líka, en held að hann myndi ekki classifya í keppnina þar sem að bíllinn var breyttur fyrir en það er samt stórt stökk uppávið að uppfæra mótor ;)

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 23.nóv 2013, 10:12
frá gislisveri
Hr.Cummins wrote:Langar að tilnefna Pabba, en hann byrjaði á sínu verkefni fyrir minna en mánuði síðan og við eigum von á að keyra út fyrir mánaðarmót, og klára 100% fyrir áramótin:
viewtopic.php?f=9&t=15098

Af því sem að komið er þykir mér Hiluxinn hjá Baldri standa uppúr, ásamt þessum Avalanche, en einnig eru Hiluxinn hjá Hlyn og 4Runnerinn hjá Finn frekar flottir ;)

Langar að tilnefna Ella ofur líka, en held að hann myndi ekki classifya í keppnina þar sem að bíllinn var breyttur fyrir en það er samt stórt stökk uppávið að uppfæra mótor ;)


Vel til fundið.

Verkefni getur verið af öðrum toga en að setja bíl á stærri dekk, allar yfirhalningar eru gjaldgengar.

Minni á að það er nóg eftir af árinu og um að gera að byrja með ,,build" þráð ef maður er með verkefni í gangi.

Kv.
Gísli.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 25.nóv 2013, 16:57
frá hobo
Það má tilnefna þennan, búinn að vera ofvirkur í að uppfæra græjuna.

Image

viewtopic.php?f=9&t=12590

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 25.nóv 2013, 17:05
frá hobo
Já og þennan líka!

viewtopic.php?f=9&t=17870

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 25.nóv 2013, 19:02
frá Járni
Uppfært!

Orðinn dágóður listi af töffaraskap

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 26.nóv 2013, 12:08
frá stebbi1
Sælir, allt flottar tilnefningar og magnað hvað til er mikið af snillingum!
En mér finnst vert að minnast á tvö verkefni í viðbót
Grand cruiser er kannski svoltið ungt og verður varla klárað fyrir áramót, þó ég viti að vísu ekkert um það viewtopic.php?f=9&t=20403&hilit=grand+cruiser (á kannski frekar heima í tilnefninga dálknum á næsta ári, þið metið það)

og svo er það cherokee raminn viewtopic.php?f=9&t=20403&hilit=grand+cruiser

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 26.nóv 2013, 13:09
frá Járni
Stefán, Hjörtur er kominn á listann.

Í sambandi við hitt verkefnið geri ég ráð fyrir því að þú eigir við þennan, viewtopic.php?f=2&t=20763 en linkarnir hjá þér vísuðu báðir á Hjört.

Nú er ég í smá bobba með tilnefninguna á það, því þetta er svakalega, svakalega töff verkefni sem ég vil endilega hafa með en vandinn er sá að eigandinn virðist ekki vera notandi á spjallinu. Hann verður því að skrá sig og vera memm til að öðlast þátttökurétt.

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 26.nóv 2013, 13:41
frá StefánDal
Eigum við ekki að tilnefna Hjónakornin líka? Þau eru búin að gera margt fyrir bíl sem mörgum þætti ekki þess virði að lappa upp á :)
viewtopic.php?f=9&t=21604&p=118443#p118443

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 26.nóv 2013, 14:03
frá ÓskarÓlafs
StefánDal wrote:Eigum við ekki að tilnefna Hjónakornin líka? Þau eru búin að gera margt fyrir bíl sem mörgum þætti ekki þess virði að lappa upp á :)
viewtopic.php?f=9&t=21604&p=118443#p118443


Verð nú bara að játa að þetta er askoti fallegt hjá þeim so far, fá mitt vote að verða tilnefnd

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 00:32
frá stebbi1
Afsakið, bara smá copy paste villa.
En vonum að austann mennirnir skrái sig inn.
Ég er virkilega ánægður með þetta frammtak hjá vefstjórninni!

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 01:22
frá Big Red
Við þökkum kærlega tilnefninguna. Við viljum benda á einn sem reyndar er ekki með sér þráð um þetta, spurning hann kippi því í liðinn í kjölfar og taki saman svona smá samantektarþráð og haldi svo áfram þaðan. En það er hann Elías Guðmundsson öðru nafni "sonur" fyrir dugnaðin sem hann stendur í með gamlan Pajero. Það þarf ekki alltaf að eyða milljóninni fyrir 100þúsund krónurnar ;)
viewtopic.php?f=9&t=15873

Svo langar okkur að ýta upp þeim möguleika að vera með "snyrtilegasta bílinn" þó búið sé að breyta honum, því þessi hérna 4runner er nú alveg æðislegur. Hann vekur athygli bara fyrir að vera svo snyrtilegur eitthvað.
viewtopic.php?f=9&t=11676

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 04:45
frá Hr.Cummins
ÓskarÓlafs wrote:
StefánDal wrote:Eigum við ekki að tilnefna Hjónakornin líka? Þau eru búin að gera margt fyrir bíl sem mörgum þætti ekki þess virði að lappa upp á :)
viewtopic.php?f=9&t=21604&p=118443#p118443


Verð nú bara að játa að þetta er askoti fallegt hjá þeim so far, fá mitt vote að verða tilnefnd


Tek undir þetta, ekki margir sem að myndu nenna að standa í þessu fyrir gamla "Nissan tík"...

Mér finnst þessi Cummins Grand-Cherokee alveg frábær samt :D

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 12:28
frá GFOTH
verður maður ekki að tilnefna sjálfansig :)

viewtopic.php?f=9&t=15079

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 15:15
frá Járni
G.Fannar, það má!

Listinn uppfærður

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 27.nóv 2013, 18:50
frá Andricool
Mér finnst þetta vera geggjað project...!
Þessi á heima á listanum
viewtopic.php?f=9&t=13914&p=72608&hilit=runner+%C3%A1+breytingarskei%C3%B0i#p72608

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 29.nóv 2013, 01:29
frá Hr.Cummins
Það vantar Cummins Cherokee-inn í listann ;)

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 29.nóv 2013, 02:24
frá StefánDal
Hr.Cummins wrote:Það vantar Cummins Cherokee-inn í listann ;)


Eigandinn er ekki skráður á spjallið

Re: Verkefni ársins 2013

Posted: 30.nóv 2013, 10:55
frá Big Red
Járni wrote:G.Fannar, það má!

Listinn uppfærður


Má semsagt tilnefna verkefni fyrir 2013 líka? ef svo, langar okkur líka að tilnefna
-Hjalta-
viewtopic.php?f=9&t=4007