Brotinn endi í Pitman Armi


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá grimur » 17.nóv 2013, 21:25

Ég lenti í því í liðinni viku að stýrisendinn í Pitman arminum á Gallopernum brotnaði.
Um leið og ég reif þetta úr var ljóst að um þreytubrot sem fer af stað vegna pyttatæringar var að ræða, sjá mynd:
Image

Það er ekkert spennandi að fá varaluti í þessa bíla, Hekla sver þá af sér og segist ekkert geta gert. BL er litlu betra, segjast geta pantað í þá eftir einhverjum bókum.
22.000 kall síðast þegar þetta var til(þetta er sko stýrisendi innbyggður í pitman arm).

En það er kannski aukaatriði þannig lagað. Ástæðan fyrir því að ég er að pósta þessu er sú að þetta er klárlega ekki eina eintakið af Galloper sem hefur farið/á eftir að fara svona. Ég var svo heppinn að vera að taka U-beygju á heppilegum stað, einn í bílnum og "kjöraðstæður" fyrir svona óhapp.
Myndi ekki vilja hugsa það til enda ef þetta hefði farið í sundur með alla familíuna um borð úti á þjóðvegi.

Þegar ég fór að nefna þetta hér og þar kom í ljós að Pajero var innkallaður útaf nákvæmlega sama galla (1990 til 1999 módel).
Ekki neitt sem ég finn á netinu bendir til að Galloper hafi verið innkallaður útaf þessu, en það er greinilega ástæða til. Notaður varahlutur sem ég fékk í vöku úr óbreyttum bíl keyrðum ca 190.000km er með sömu einkenni:
Image

Alveg sama mynstur er sjáanlegt á leggnum:
Image

OK. Hvað er til ráða?

1: Pressa á BL að innkalla Galloper útaf þessu(ólíklegt til árangurs, en reyna má samt).
2: Láta alla Galloper eigendur vita af þessu
3: Útvega slatta af svona örmum á þokkalegu verði svo menn geti og tími að skipta.

Það er mikilvægt að hafa í huga að það er nánast ógerningur að greina þetta fyrir brot (almennt) og útilokað að þetta finnist í skoðun.
Skoðunarstöðvar ættu samt að vita af þessu og láta eigendur þessara bíla vita af veikleikanum.

Svonalagað er ekkert grín og Toyota hefur t.d. innkallað 16 ára gamlan bíl sem ég átti út af millibilsstöng.

kv
Grímur




birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá birgiring » 17.nóv 2013, 21:39


User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Fetzer » 17.nóv 2013, 21:47

Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá grimur » 17.nóv 2013, 21:51

Ég er að fá nýjan frá Bretlandi já, mágkonan í verslunarferð næstu helgi og kippir þessu með.

En það er ekki aðal málið, aðal málið er að það eru tugir eða hundruð svona slysagildra á götunni og engan grunar neitt!!
Mig langar persónulega ekkert að fá einn slíkan framan á mig burtséð frá öllu öðru.

Það væri algert ábyrgðarleysi fyrir menn sem hafa þekkingu á svona brotum að láta ekki vita af þessu.

kv
G

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá ellisnorra » 17.nóv 2013, 22:06

Já þetta þarf að ganga milli manna. Spurning um að heyra í FÍB og athuga með möguleikana á að láta þá sjá um málið, sem er síðan hægt að sjá hvort beri árangur með að skoða í póstkassann þinn Grímur.
Ég einmitt átti 92 hilux sem var innkallaður út af þreyttri millibilsstöng, en 91 bíllinn minn sem var nákvæmlega eins útbúinn var ekki innkallaður. Um svipað leyti, sennilega þó aðeins fyrr, brotnaði millibilsstöngin í 91 bílnum uppá Arnarvatnsheiði (á lítilli ferð) með tilheyrandi vandræðum og viðgerðum. Skrýtið að 91 bíllinn var ekki innkallaður :)

Flott hjá þér að láta vita af þessu, þetta er alvarlegt mál!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Járni » 17.nóv 2013, 22:34

Sektorsarmarnir voru innkallaðir í L200 líka. Hann brotnaði svo hjá bróður mínum en fyrri eigandi hafði hundsað það að láta gera við bílinn.

Passar þetta ekki úr MMC?
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá StefánDal » 18.nóv 2013, 01:32

Þetta þarf alveg klárlega að fara lengra en bara á spjallborð á netinu. Því miður hefur FÍB ekki staðið sig sem skildi í svona málum, miðað við dæmi sem ég hef heyrt. Ég myndi skoða aðrar leiðir. Neytendastofa eða Lögfræðiaðstoð Orator jafnvel?
Eitthvað þarf að gera.

Takk fyrir að láta vita! Ég mun láta þetta berast til þeirra sem ég þekki og aka um á svona bílum.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Sævar Örn » 18.nóv 2013, 07:33

það eru mjög margir bílar með þennan sama pitman arm ennþá í umferðinni í dag
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá hobo » 18.nóv 2013, 08:22

Mér og öðrum til glöggvunar, hvað kallast pitman armur og hvað sektors armar?

Edit:

Maður gleymir stundum að maður lifir á tímum Google..
En um að gera að fá útskýringar á móðurmálinu.
Image

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Járni » 18.nóv 2013, 08:31

Hobo: Fyrir mér þetta sami hluturinn. Armurinn sem festist við ásinn úr stýrisvélinni.
Land Rover Defender 130 38"


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá baldur » 18.nóv 2013, 12:30

Það eru nú líka nokkur dæmi um að sector öxullinn hafi brotnað í toyotunum. Man eftir 4runner sem fór útaf og velti þegar stýrið datt úr sambandi í þjóðvegakeyrslu. Svo þegar pabbi var að breyta stýrismaskínunni í 80 cruiser til að tengja við hana tjakk þá kom í ljós sprunga í sector öxlinum.


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá grimur » 18.nóv 2013, 17:45

Það er rétt, sector öxullinn getur farið líka. Hef séð þannig brot. Það er bara ekki næstum eins algengt og þetta. Þetta gerist líka í alveg óbreyttum bílum, sem er algerlega óásættanlegt.

Kv
G

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá íbbi » 13.des 2013, 21:26

vegna atriða sem var komið inn á í þræðinum,

gallopper eru vissulega framleiddur af huyndai samsteypuni, en ekki þeirri deild sem huyndai bílarnir sem við þekkjum eru framleiddir, og þ.a.l held ég að BL beri enga ábyrgð á þessum bílum,

hekla flutti þessa bíla inn, og ef þeir sverja þá af sér er það einfaldlega skítaþjónusta,

ég efast um að það þýði að þrýsta á umboðið varðandi innköllun, ábyrgðartími bílsins er löngu liðinn,

en úff, ljótt mál samt, ég fékk ákveðið verkstæði í hfj til að henda millibilsstöng í fyrir mig í leiðini þegar ég var með bíl í hjólastillingu og þeir hertu kastalarærnar á með lofti og snoðuðu rærnar og endana, ég brunaði grunlaus með bílakerru norður á akureyri og þegar ég var kominn datt stýrið einfaldlega úr sambandi, þar mátti þakka fyrir að það fór ekki illa
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Hr.Cummins » 03.jan 2014, 12:18

Það varð banaslys á Sandgerðisvegi sem að rekja mátti til þessa galla fyrir mörgum árum (þetta var í kringum áramótin 1999-2000) og var talið að pitman armur (spindill sem að tilheyrði stýrisvél) í svona Galloper gaf sig og hann valt með þeim afleiðingum að eldri maður (Einvarður Rúnar) við stýrið lét lífið og tvö afabörn hans sem að voru með honum lifðu af.

Þetta var í hámæli þá og maður hefði eiginlega haldið að þá hefði verið gerð innköllun þar sem að þarna var um tiltölulega nýjan bíl að ræða á þessum tíma.

Ég man þetta mjög vel þar sem að annar aflifandinn var besti vinur bróður míns.
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Kiddi » 03.jan 2014, 13:58

Banaslys, og ekkert gert í þessu... hvað er að í kerfinu???

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá jongud » 04.jan 2014, 13:01

Kiddi wrote:Banaslys, og ekkert gert í þessu... hvað er að í kerfinu???


13 ár síðan, ýmislegt hefur breyst.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa myndi taka á svona máli núna.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Kiddi » 05.jan 2014, 23:30

jongud wrote:
Kiddi wrote:Banaslys, og ekkert gert í þessu... hvað er að í kerfinu???


13 ár síðan, ýmislegt hefur breyst.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa myndi taka á svona máli núna.

Já það var ekki fyrr en uppúr 2005 sem þeir fóru að gera eitthvað yfir höfuð


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá lecter » 06.jan 2014, 03:06

Eg vil þakka fyrir þennan þráð sem er virkilega flott upp settur ,,,

ég færi i Ransóknar nefnd umferðarslysa þetta á bara heima þar ,,,, svo alvarlegt er þetta mál að stoppa þarf alla þessa bila ,,, og helling er af þessum bilum úti á landi það þarf að setja upp svona þráð sem heitir alvarlegir Gallar i jeppum menn geta þá flett upp sinum bil og lagað eða gert við ef hann er en án lagfæringar ,,

ég vann i noreigi að mynda bolta i krönum i skipum gaman væri að mynda þennan styrisenda sem er þarna en ó brotinn þetta er gert með sérstöku spray siðan er notað hultra grænt ljós og allar sprungur tæring kemur i ljos ,,,

takk fyrir svona þráð ,,, JEPPASPJALLIÐ ER AÐ VIRKA AKKURAT HÉR,,,,

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá jongud » 06.jan 2014, 09:00

Smá breytingar hafa orðið;
Þetta heitir núna-
Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Ég sendi þeim stutt erindi um þessar umræður okkar.

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá jongud » 06.jan 2014, 17:20

Ég fékk svar um hæl;


Sæll Jón

Þakka þér fyrir þessa ábendingu. Við höfum farið yfir þau banaslys sem við höfum í okkar gögnum þar sem Galloper hefur komið við sögu. Þau eru tvö, annað á Garðskagavegi í janúar árið 2000, það er það slys sem getið er um í spjallþræðinum. Bifreiðin var skoðuð og samkvæmt þeirri skoðun var stýrisbúnaður í lagi. Orsök hins slyssins var heldur ekki rakinn til bilunar í stýrisbúnaði.

En þó svo að þetta hafi ekki komið upp í þessum tveimur slysum þá er það engu síður áhyggjuefni ef rétt reynist að galli sé í þessum armi. Neytendastofa hefur með þessi mál að gera, þ.e. að halda utan um innkallanir á m.a. bifreiðum en við munum punkta þetta hjá okkur og hafa augun opin fyrir þessum galla.

kv Sævar

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Hr.Cummins » 07.jan 2014, 01:02

Þetta var á garðskagavegi, man sterklega að það var rætt um þennan "spindil sem tilheyrir stýrisvél"

Finnst þetta skrýtið..
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Hr.Cummins » 07.jan 2014, 10:46

Eftir smá eftirgrennslan, þá biðst ég afsökunar... mig minnti vitlaust, það voru uppi "spekúleringar" með að þetta hefði verið tengt stýrisbúnaði og þá kom upp í umræðuna galli í Pajero og svo framvegis...

Augljóslega ekki hægt að muna allt rétt eftir 14ár, en ég man samt eftir að hafa séð myndir af þessum Pajero galla og það er ennþá furðulegt að ekki sé búið að kanna með þetta í Galloper þar sem að hann er Pajero ættaður...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá gislisveri » 07.jan 2014, 11:19

Veit einhver hvort Galloper var innkallaður í öðrum löndum út af þessu?


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá grimur » 07.jan 2014, 19:53

Ég fann ekkert á netinu um innköllun a Galloper útaf þessu.
Mikiðnaf þessum bílum fóru til miðausturlanda þar sem innkallanir eru ýmist óframkvæmanlegar eða illa séðar. Jafnframt eru líklega ekki eins miklar tæringar aðstæður þar. Íslenskt veðurfar er sérlega tærandi, einkum þegar seltu er blandað í jöfnuna. Þetta brot byrjar einmitt sem tæring, sem þróast svo í svokallað "stress corrosion cracking", sem gæti kallast þreytusprungumyndun vegna tæringar á hinu ástkæra ylhýra.

Bretland er líklegast til að hafa skoðað þetta. Þar eru Galloperar, tæring og frekar dugmikil yfirvöld hvað svona lagað varðar. Ég fann afturámóti ekkert á netinu hjá þeim nema um Pajero.

Kv
G


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Aparass » 07.jan 2014, 21:18

Fyndið...... og ekki fyndið.
En ég var að keyra á pæjunni minni yfir gatnamótin á kringlumýrarbraut og miklubraut og það er smá svona þvottabretti á þessum gatnamótum á leið til kópavogs og þá allt í einu fann ég að það hafði eitthvað skeð þegar hann titraði aðeins á gatnamótunum svo ég keyrði hann rólega yfir á hægri akreinina og beigði inn til hægri hjá suðurveri og inn á planið þar og beint í stæði.
Hoppaði út og kíkti undir bílinn að framan og þá lafði styrisstöngin og endinn út við hjól farinn í sundur nákvæmlega eins og á myndinni hjá þér.
Bjargaði því bara að spindilhallinn er réttur í þessum bílum svo ég gat keyrt áfram og beigt eins og ég vildi en ekki hægt að bakka án þess að hann beigði hjólið innundir sig.
Ég hefði þess vegna getað keyrt hann frá akureyri og í bæinn án þess að þetta truflaði aksturinn neitt.
Ég hef samt alltaf verið eitthvað smeikur við endana í bílnum mínum eftir þetta því ég var með konuna og börnin í bílnum þegar þetta gerðist.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá Sævar Örn » 11.mar 2014, 13:56

Getur einhver útvegað þennan pitmann arm á ísl. annar en Hyundai umboðið?

Hekla vill ekki sjá hann...

nr bílsins er RD 900 og komið óhóflegt slit í spindil í pitman arm og einnig í spindil í stýrisupphengju

fann endann bæði hérna að ofan á eBay og líka hér http://www.fourgreen.com/store/scripts/ ... 372&cart=y

og upphengjuna hér http://www.fourgreen.com/store/scripts/ ... 407&cart=y

c.a. $150 með sendingu, svo bætist vsk og tollar við sennilega heim að dyrum í kringum 25.000 kall ekki satt?


kv. Sævar Örn
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Brotinn endi í Pitman Armi

Postfrá grimur » 25.mar 2014, 00:47

micksgarage.com eru skemmtilegir við að eiga.
Kannski hægt að fá sendinguna á skikkanlegu verði frá þeim, eða þá ef einhver í familiunni er að fara til UK þá er bara að láta senda á hótelið eins og ég gerði.
Stóð allt eins og stafur á bók og gúmmíbangsar í bónus með arminum !
http://www.micksgarage.com/search.aspx?fffDepartment=Steering%20Arms&fffMake=Hyundai&fffBasemodel=Hyundai%20Galloper&fffModelDescription=GALLOPER%20I%201991%20to%201998

Kostar aðeins meira en í USA, en sendingarkostnaður gæti verið heppilegri. Svo eru þetta prýðismenn sýnist mér.

kv
G


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur