Síða 1 af 1

Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 16.nóv 2013, 20:36
frá StefánDal
Hefur þetta eitthvað verið prufað eða notað á Íslandi?

http://www.gripstuds.com/

Image

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 16.nóv 2013, 20:59
frá rockybaby
Sæll Stefán , var með svona nagla síðastliðin vetur og þeir eru að virka vel , vantaði ekki einn einasta í vor þegar ég skrúfaði þá úr dekkjunum , svo skrúfar maður þá aftur í þegar manni finnst komi tími til að hafa nagladekk , bara snilld.

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 16.nóv 2013, 21:00
frá AgnarBen
Já og þetta svínvirkar en er dýrt. Það getur þó alltaf eitthvað týnst yfir veturinn en þeir sem hafa prufað þetta sem ég hef talað við eru sáttir.

Þetta er skrúfað í og úr með borvél og Klettur er td að selja svona hérna heima.

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 16.nóv 2013, 21:14
frá oggi
jötunnvélar á selfossi er með svona hef sett svona í dráttarvéladekk virkaði fínt

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 16.nóv 2013, 21:16
frá StefánDal
Eru menn að líma með þessu?

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 17.nóv 2013, 01:51
frá kjartanbj
nei þetat er bara skrúfað í

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 15.jan 2019, 08:39
frá Siggi_F
Gamall þráður en samt, ég prófaði að setja svona 11 mm skrúfaða nagla í 35" dekk fyrir jólin. Ég ætlaði upphaflega að setja 15 mm en þeir voru of langir fyrir kubbana.
Gripið batnaði, núna einhverjum 1000 km síðar þá eru þeir allir enn í, EN... karbíturinn er brotin úr nokkuð mörgum og bara tóm hlulsan eftir.

Þannig að 11 mm naglarnir eru ekki að endast.

Kv.
Siggi F

Re: Skrúfaðir naglar í dekk?

Posted: 15.jan 2019, 13:48
frá Startarinn
Ég setti svona undir skóna mína og fór eina gönguferð á rjúpu, 2 naglar af 20 brotnuðu (10 per skó)

Mér fannst endingin ekki merkileg miðað við verðið en það var milli 4 og 5 þúsund fyrir skitna 20 nagla með skrúfjárni til að skrúfa þá í