Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

User avatar

Höfundur þráðar
joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá joisnaer » 15.nóv 2013, 04:25

Það hafa eflaust komið upp svona þræðir áður en langar samt að búa til nýjan því oftast er álit mann að ráða í
þannig skiftum.

En, hvað finnst ykkur jeppaspjallsmönnum/konum vera besti jeppinn??

Mitt svar er Land Rover.
bæði defender og discovery.

Rök mín eru sú að land rover koma með óhemju góðum og gangvissum vélum(sérstaklega td300 eða 4cyl vélunum. torqa mjög vel,skila þokkalegu afli og eru mjög eyðslugrannar eða ca 15-18 L/100 á 44"dekkjum í þungu færi) ef vel um þær hugsað, fjöðrun sem er alveg til fyrirmyndar.

boddýin og samsetning er reyndar alltaf eitthvað sem hægt er að setja út á.
persónlulega er ég með discovery 1 á 44" dekkjum sem ég er að taka allfarið í gegn núna og ryðbætingarnar eru að verða mikill hausverkur og rafkerfið er líka ekkert sérlega skemmtilegt, en ótúrlegustu hluti er hægt að framkvæma með mikilli þolinmæði, bjór, glöggu auga og vírklippum og töngum.
en samt finnst mér það vænt um þennan bíl og hans eginleika og hann hefur skilað mér þanngað sem ég vill að hann skili mér.

drifin í land rover eru ekkert sérlega sterk miðað við núverandi mælikvaðara (46" + og groddalegt munstur) en ég hef aldrei brotið neitt í mínum jeppa...... 7-9-13.....bank í timbur.............. (enda er ég kominn með styrkta öxla) en samt með drif úr 65-76 árgerð af land rover.
Þess vegna þætti mér gaman að heyra hvað menn hafa að segja.

Mbk um góð svör og rök fyrir þeim. Jóhann Snær


Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Big Red » 15.nóv 2013, 08:08

Í augnablikinu finnst mér 1991 Nissan D21 pickupinn okkar á "toyota" felgunum sem munu hjálpa okkur að drífa betur. ;)

En annars sá skemmtilegasti sem við höfum ferðast í enn sem komið er, var 1994 38" Explorer, einhver lúxusýpa með rafmagni í öllu og allskonar aukabúnaði til fjallaferða.
Síðast breytt af Big Red þann 15.nóv 2013, 09:09, breytt 1 sinni samtals.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Magni » 15.nóv 2013, 08:20

Þetta verður fróðlegur þráður og á án efa eftir að enda í ruglinu :D

En ég tek þátt.

Ég tek fyrst fram hvaða jeppa ég hef átt:
- 4Runner 86 38" bensín
- Hilux 89 38" Dísel 2.8
- Patrol 91 38" Dísel 2.8
- 60 Cruiser 88 44" Dísel 4.0
- Patrol 99 38" Dísel 2.8
- 4Runner 95 38"Dísel 3.0
- 80 Cruiser 94 44" Dísel 4.2 Núverandi jeppi

Besti jeppinn er núverandi. Land Cruiser 80 og besti jeppi sem hægt er að fá að mínu mati þ.e. þegar búið er að vega og meta alla hluti góða sem slæma. Af þessum jeppum þá er hann með skemmtilegustu vélina og aflmestu, torkar mjög vel og aldrei hitavandamál á henni. Skiptingin er líka mjög solid, hitnar aldrei.

Þessir jeppa hafa veikann hlekk í framdrfinu, það eru til margar leiðir til þess að bæta úr því. Ég er hins vegar enn með orginal framhásingu, framdrif og hlutföll. Jeppinn er 1994 árg og hefur verið breyttur á 44" síðan 1998. Hann er á DC sem hefur sjálfsagt bjargað framdrifinu hingað til.

Fjöðrunin finnst mér frábær og er hún einnig orginal, hins vegar finnst mér 99 patrolinn vera með aðeins skemmtilegri fjöðrun.

Það er fátt sem mér líkar illa við en það sem er efst á blaði er yfirleitt tengt rafmagni. Rafdrifnar rúður eru vandamál í þessu jeppum. Eins eru vinnukonurnar oft á tíðum mjög slappar, sérstaklega þegar kalt er í veðri úti.

Þessir jeppar halda verði gríðarlega vel hér heima og er það ekki af ástæðulausu. Þeir eru einnig gríðarlega vinsælir í Ástralíu, Evrópu og Ameríku, fyrir áreiðanleika, styrk og endingu. Þeir eru vinsælir í Ameríku og Ástralíu til þessa að breyta(35-37") og nota í kletta klifri.

Það er mjög auðvelt að fá vara- og aukahlut í þessa jeppa. Einmitt útaf vinsældum þeirra.

Góðar stundir
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá StefánDal » 15.nóv 2013, 08:53

Ég hef heyrt því fleygt að LC90 á 38" sé alveg málið.

Annars er Willysinn sennilega bestur. Eyðir mun minna en marga grunar svona inn í skúr eða úti á túni. Svo eru þeir svo verðmætir að það er hægt að taka veð í þeim til fasteignakaupa.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Óskar - Einfari » 15.nóv 2013, 09:58

Toyota Rav4 er besti jeppin, rökin eru einföld! hann er svo góður að það þarf ekki einusinni lágt drif í hann!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá ivar » 15.nóv 2013, 10:04

Besti jeppinn er ekki til því menn hafa svo mismunandi skoðanir á því hvað er gott og hvað á að nota hann í. 7manna fjölskylda á fjöllum og 20 ára einstæðingur eru væntanlega ekki að leita að sömu eiginleikunum.

Sá bíll sem ég er hrifnastur af sem "all-around" jeppi er Patrol. Ef hann væri á sama verði og 80 cruser myndi hann sennilega koma framar en hann er því miður 3x dýrari sem setur hann aftarlega á lista hjá mér.

Í dag keyri ég á F350 á 46" og er mjög glaður með hann. Er ekkert mikið dýrari í notkun á meðan gjöfin er spöruð en sé það ekki gert veit buddan vel af þessu.
Myndi sennilega frekar vilja Excursion eða jafnvel econoline en þeir eru að sama skapi allt of dýrir.


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá JHG » 15.nóv 2013, 11:44

Hverjum finnst sinn fugl fagur, þetta fer svo mikið eftir smekk og hvað menn leggja áherslu á. Minn listi yrði einhvernveginn svona:

Chevy trucks 73-87 (Blazer K5, pallbílar og Suburban), gott kram og ef þeir hlutir sem eru í þeim eru ekki nógu sterkir þá er mjög auðvellt að skipta því út fyrir annað GM dót

Toyota Hilux, Einfaldur, sterkur og ekkert of þungur. Skortir vélarafl en góður kostur fyrir þolinmóða :)

Willys, góður fyrir einhleypa eða barnlausa ;) er fátt sem jafnast á að tæta um á góðum Willys á stórum dekkjum með hrausta V8 í húddinu, verst að ef þú ætlar að hafa einhvern farangur þá er í raun bara pláss fyrir tvo

Cherokee, gott kram, léttir bílar og mjög áreiðanlegir

Patrol, fínn þegar búið er að setja í hann vél, fram að því þarf að fylla hanskahólfið af þolinmæðispillum

Vegna trúarbragða get ég ekki talað vel um Ford og sleppi því að nefna þá hér fyrir ofan, mun örugglega einhver villutrúarmaður telja upp eitthvað jákvætt um þá ;)

JHG
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá íbbi » 15.nóv 2013, 13:15

ónei..

ég skrifaði þvílíkt langan póst, og strokaði hann einhvernveginn út ;(
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Brjotur » 15.nóv 2013, 13:26

Hahaha Joisnaer þu talar um að menn nefni besta jeppann :) en svo nefnir þu jeppann þinn sem virðist hinn mesti gallagripur afsakaðu en eg fæ þetta baar ut ur þvi sem þu skrifar þarna sjalfur :) eg held þið eigið bara að halda afram að skrifa hver um sinn jeppa i þræðinum jeppinn minn :) eigið goðan dag

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá íbbi » 15.nóv 2013, 13:36

mínir uppáhalds jeppar í styttra máli en upprunalega stóð til,

patrol Y61. LC80 og LC90

Y61 finnst mér frábærir bílar, stórir rúmgóðir, sterkir og fara raunverulega vel með ökumann og farþega, ekki skemmir fyrir að mér finnst þeir mjög laglegir líka. hef fáa bíla séð bera 38" betur.
ég veit að þeir eru vélarlausir orginal, en ég hef alltaf horft á það þannig að þessi bíll taki hvaða vél sem þér dettur í hug að slaka ofan í. þrælsterkt drifsystem,

Lc80, hef ekki mikla reynslu af þessum bílum sjálfur, en hef ekið þeim nokkuð. breyttum og óbreyttum. við þekkjum bara flestir hvernig þeir hafa staðið sig,

Lc100,
lc100 er einfaldlega besta millistig á milli lúxusjeppa og alvöru jeppa sem ég hef verið með. var í nokkra mánuði á 100 bensín og svo eitthvað styttur á diesel bíl. voru báðir 01 árg með leðri og tems og öllum pakkanum,
þetta eru raunverulegir "fjölnotabílar" þú mætir á fína veitingastað í jakkafötunum og hann er alveg á heimavelli, en þú hikar ekki við að nota þetta sem jeppa. ferð út fyrir veg. og dregur alvöru kerrur eins og drekka vatn. ég stefni á annan svona

sá bíll sem hefur samt reynst mér best, er terranoII, og það er bara staðreynd og hefur lítið með mitt álit að gera, ég er búinn að eiga þá nokkra og hef oft verið hálf orðlaus yfir misnoktunini sem þeir hafa lifað af.. ef þeir ryðguðu ekki svona mikið væru þeirá listanum hjá mér

draumajeppin er hinsvegar Mercedes G, það finnst mér einfaldlega svalasti bíll í framleiðslu
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Subbi » 15.nóv 2013, 14:07

Besti jeppinn er sá sem ég á hverju sinni

En Suburban hjá mér er búinn að þola margt og meira en flestir sem eg hef átt og vona ég að hann verði nú töluvert betri eftir breytingar þó ég sé ekki mikill Jöklakall þá fer ég víða að taka Norðurljósamyndir og það er gott að hafa eitthvað flot ef snjóar vel eða maður fer á hálendið


en Drauma jeppinn er Toyota eins og var í Fjölskylduni þegar ég var snáði en það var um 1973 þá var ekið á þessu um alla sanda milli Hafnar og Víkur og farið í miklar torfærur og þessi Toyota fór allan andskotann og svo fór miklu betur um mann í henni en í Gamla Landrover :)

en er eitthvað til af þessum Toyotum hér sem myndin er af hef ekki séð þær Landcruser fj55

Image
Kemst allavega þó hægt fari


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Fordinn » 15.nóv 2013, 16:21

Ford 250 med 7,3 powerstroke....2002 buin að eiga hann síðan 2002 og hef enn ekki séð jeppa sem kemur i hans stað... þessvegna er hafinn vinna við að setja stærri dekk og klára dæmið.

Gallar.... er stór og þungur... samt ekki alltaf galli.... kostir.... endalausir...... sterkt, einfalt, og þaulreynt...... skapleg eyðsla, ódyrir varahlutir....

og svo er það Ford........

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá StefánDal » 15.nóv 2013, 16:31

Subbi wrote:Besti jeppinn er sá sem ég á hverju sinni


Þar hittir þú naglann á höfuðið! Þetta á allavegana mjög vel um mig. Ég er fljótur að sannfæra mig um að sá jeppi sem ég á að hverju sinni er sá rétti og jafnvel sá besti ;)


Annars eru þetta "trúarbrögð" og að sjálfsögðu eru aðstæður misjafnar hjá mönnum.
Það er marg oft búið að ræða þetta og ekkert eitt rétt svar til. Þetta hinsvegar skapar skemmtilega umræðu og það er bara í lagi !

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Stebbi » 15.nóv 2013, 17:26

Besti jeppinn er enginn jeppi, þá þarf maður ekki að sitja undir gagnrýni á ást sinni og undrun á dauðan hlut og kúpla sig út félagslega með því að hóta því að leggja lyklaborðið á hilluna eins og margir jeppamenn hafa gert með tárin í augunum. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá villi58 » 15.nóv 2013, 17:54

Það er ekki nokkur vafi að Toyota er sögulega og vísindalega lang bestu bílarnir, nánast allt í þessum bílum hefur mikkla yfirburði fram yfir aðra. Án Toyotu væri bara rusl á götunum, þvílíkir yfirburðir eru vanfundnir. Tala nú ekki um Hilux sem er tækniundur.
Síðast breytt af villi58 þann 15.nóv 2013, 18:47, breytt 1 sinni samtals.


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá cameldýr » 15.nóv 2013, 18:39

villi58 wrote:Það er ekki nokkur vafi að Toyota er sögulega og vísindalega lang bestu bílarnir, nánast allt í þessum bílum hefur mikkla yfirburði fram yfir aðra. Án Toyotu væri bara rusl á götunum, þvílíkir yfirburðir eru vanfundnir. Tala nú ekki um Hilux.


Jájá...
Nissan Patrol Y60 TD2.8


wstrom
Innlegg: 22
Skráður: 03.okt 2012, 21:02
Fullt nafn: Hafþór Ægisson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá wstrom » 15.nóv 2013, 19:17

Ekki spurning Hilux
Viðhengi
DSCF1230.JPG
DSCF1230.JPG (178.09 KiB) Viewed 12676 times


wstrom
Innlegg: 22
Skráður: 03.okt 2012, 21:02
Fullt nafn: Hafþór Ægisson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá wstrom » 15.nóv 2013, 19:59

http://www.youtube.com/watch?v=KgLXiS3D7KY
Þarf nokkuð að hafa þetta lengra :)


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá einsik » 15.nóv 2013, 22:59

Það er TOY.

Átti einu sinni Toyota Hilux sem varð Chevota eða Toy-Let.
Núna á ég 60 Krús sem er bara hamingja.
Einar Kristjánsson
R 4048


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá makker » 15.nóv 2013, 23:57

Besti jeppi sem eg hef att og a nu enn er lc 70 35" 1985arg juju hann var onitur af riði allur gotottur og bara timaspursmal hvenær grindinn færi i sundur og hann lak ollum olium og var velavana en sama hvað maður bauð honum uppa og djoflaðist a honum þa skrolti hann alltaf heim og það var eithvað við hann en nuna stendur hann þvi miður uta tuni og buið að rifa mykið af honum i parta i annan lc 70 sem eg a.

En draumurinn er alltaf lc 80 disel a 44" vegna þess hversu áreiðanlegir þeir eru og einfaldir gott afl nog plass og endinginn er allveg griðaleg enda er goð og gild astæða fyrir þvi hversu dirir þeir eru

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá -Hjalti- » 16.nóv 2013, 00:01

Augljóslega 44"PatRunner ,

Það tók þennan hóp ýmisa tegunda 20mín að komast upp þennan hól (Kisubotna) sem myndin er tekin af ,

uppí á honum var léttur jeep Cherokee ( Agnar Ben ) og ég

Image

Image

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Aparass » 16.nóv 2013, 00:43

Strákar og stelpur!
Það þarf bara að skoða þræðina hérna til að sjá hver besti jeppinn er.
Hér er t.d. þráður sem heitir "Hvað er að gerast í skúrnum"
Hann er orðinn sjö blaðsíður að lengd þar sem endalausum viðgerðum er lýst á hinum og þessum gerðum af jeppum.
Samt hefur ekki ratað bilaður pajero inn á þennann lista, bara einn montero sem langaði að setja leðursæti í staðin fyrir tausæti.
Með það að leiðarljósi tel ég ljóst að maður þarf ekkert að eiga viðgerðarsett ef pajero er leiktækið hjá manni ;P
Varahlutaverð í þessa bíla er frábært og fæst á flestum stöðum ef svo ólíklega vildi til að eitthvað bilaði, bremsuklossar oþh.
og rosalega marft sem hægt er að nota á milli bíla liggur við frá 1981, stýrismaskínur, hjólabúnað ofl.
Þeir lúkka ágætlega og útlitið eldist vel, eru með flestu fíneríinu innanstokks. rafmagn í öllu, hiti í sætum, cruise control osvfr.
Ekki eins og t.d. 95 patrol sem lítur út fyrir að mælaborðinu hafi verið stolið úr trillu og klætt með vínil. gírstöngin úr massey ferguson og glammrið, brakið og brestirnir í þessum bílum er þannig að það mætti halda að ökumannshúsið sæti ofan á tveggja sylendra 150 hestafla dísel ljósavél úr seinni heimstyrjöldinni án mótorpúða plús það að halda mætti að hönnuðurinn að boddyinu hafi verið innilokaður í einangrun og án mannlegra samskipta síðan fyrir 1980.
Smá djók hérna :P

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Freyr » 16.nóv 2013, 00:52

-Hjalti- wrote:Augljóslega 44"PatRunner ,

Það tók þennan hóp ýmisa tegunda 20mín að komast upp þennan hól (Kisubotna) sem myndin er tekin af ,

uppí á honum var léttur jeep Cherokee ( Agnar Ben ) og ég

Image

Image

Image


Augljóslega cherokee þar sem patrunner lullaði upp í förunum sem cherokee bjó til á ferðinni!

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá -Hjalti- » 16.nóv 2013, 01:11

Gæti ekki verið lengra frá sannleikanum.....
ég og Agnar tókum mjög ólíka leið upp brekkuna enda sést það vel myndini af bílunum og stefnuni sem bílarnir koma úr

Fyrir utan það að ég man ekki betur en að þú hafir ekki einusinni verið á svæðinu heldur tekið Sóleyjarhöfðan heim ;)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá AgnarBen » 16.nóv 2013, 11:10

-Hjalti- wrote:Augljóslega 44"PatRunner ,

Það tók þennan hóp ýmissa tegunda 20mín að komast upp þennan hól (Kisubotna) sem myndin er tekin af ,

uppí á honum var léttur jeep Cherokee ( Agnar Ben )


Hjalti er nokkuð hógvær í lýsingum sínum því það tók þennan bílahóp rúmlega klukkutíma að sigra þessa brekku í Kisubotnum þar sem ca helmingurinn var spilaður upp.

Annars var þetta nú í sannleika sagt þvílík RASSSKELLING hjá Cherokee-inum að annað eins hefur ekki sést, ég fór meira að segja tvisvar upp svona bara til að svekkja Toyotu karlanna ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Big Red » 16.nóv 2013, 11:29

Þannig eins og hægt er að skilja þetta að þá ef maður hefur léttleika XJ Cherokee, togkraft 4.2mótors úr patrol og hásingar frá toyota, þá er maður með fullkominn bíl ;) spurning samt um gírkassa/millikassa.

Jæja nú þarf einhver að ráðast í þetta og smíða hinn fullkomna jeppa ;)

en svo en og aftur sannast máltakið:
hverjum þykir sinn fugl fagur...........
Svo má botna það með:
en annarra ljótur og magur..........
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá villi58 » 16.nóv 2013, 11:54

AgnarBen wrote:
-Hjalti- wrote:Augljóslega 44"PatRunner ,

Það tók þennan hóp ýmissa tegunda 20mín að komast upp þennan hól (Kisubotna) sem myndin er tekin af ,

uppí á honum var léttur jeep Cherokee ( Agnar Ben )


Hjalti er nokkuð hógvær í lýsingum sínum því það tók þennan bílahóp rúmlega klukkutíma að sigra þessa brekku í Kisubotnum þar sem ca helmingurinn var spilaður upp.

Annars var þetta nú í sannleika sagt þvílík RASSSKELLING hjá Cherokee-inum að annað eins hefur ekki sést, ég fór meira að segja tvisvar upp svona bara til að svekkja Toyotu karlanna ;-)

Trúlega einhver snilld úr Toyotu í drifrásinni í þínum bíl.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá AgnarBen » 16.nóv 2013, 12:30

villi58 wrote:
AgnarBen wrote:
-Hjalti- wrote:Augljóslega 44"PatRunner ,

Það tók þennan hóp ýmissa tegunda 20mín að komast upp þennan hól (Kisubotna) sem myndin er tekin af ,

uppí á honum var léttur jeep Cherokee ( Agnar Ben )


Hjalti er nokkuð hógvær í lýsingum sínum því það tók þennan bílahóp rúmlega klukkutíma að sigra þessa brekku í Kisubotnum þar sem ca helmingurinn var spilaður upp.

Annars var þetta nú í sannleika sagt þvílík RASSSKELLING hjá Cherokee-inum að annað eins hefur ekki sést, ég fór meira að segja tvisvar upp svona bara til að svekkja Toyotu karlanna ;-)

Trúlega einhver snilld úr Toyotu í drifrásinni í þínum bíl.


Jú rétt Villi, sjálfskiptingin í Cherokee reyndist svo vel að þeir hjá Toyota ákváðu að nota hana líka í Barbí dúllu krúserinn ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá jeepson » 16.nóv 2013, 13:24

Skemtilegur þráður. Besti jeppinn er klárlega sá sem að maður á hverju sinni eins og hefur komið fram. Ég verð þá að segja að ég vildi ekkert nema ameríst og hló af þessum grútmáttlaus patrolum. En svo eignaðist ég slíkan sjálfur. Eitthvað sem að ég ætlaði ALDREI að gera. Pattinn hefur komið mér mikið að óvart. Þetta eru nokkuð solid bílar ef að hugsað er um þá. Hita vandamál er bara eitthvað sem að ég þekki ekki. Sennilega aðþví að ég er með 3gja raða kassa. Þeir drífa bara nokkuð vel. Fara vel með mann. Gallinn er hinsvegar að vélin mætti alveg skila meira en spurningin er svo líka. Hefur maður einhverntíman nægt afl?? 2,8 vélin er bara nokkuð fín vél samt sem áður. Ég er það ánægður að ég á tvo patrola. Ég hef verið undan toyotum upp brekkur þó svo fáir trúa því en hef líka fengið að máta spotta aftan í toyotum eftir klaufalegar festur og skammast mín ekkert fyrir það. drauma toyotan væri 4runner á 33-35 sem svona hversdags bíll. Og þá helst með 3.l diesel relluni. En ég á auðvitað als ekki að segja svona þar sem að ég er nú harður patrol kall. Pattinn er með gott fjöðrunar kerfi og ég stend fastur á því að að pattinn og t.d 80cruiser séu með betri japönsku jeppum til að breyta. Eftir að vera búinn að eiga tvo ameríska jeppa á 38" og svo 38" patrol kemur pattinn best út að mínu mati. Hann hefur bilað minst og hefur klárlega gott pláss og fer mjög vel með mann. Þetta eru góðir ferða bílar og ég hef enga þörf fyrir þolimæðispillur þar sem að ég hef mest megnis ferðast með mönnum sem liggur ekki lífið á. Enda er ég með til að vera með. Ekki til að vera fyrstur. Ég hef enn ekki séð að menn fái bikar eða verðlauna fé fyrir að vera fyrstir. En um leið og það gerist þá fer ég nú að íhuga stóra ljósavél úr risa togara. 54" dekk eða jafnvel belti undan snjótroðara og sponsora :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Victor » 16.nóv 2013, 18:28

ég verð að seigja Suzuki vitara, lítill og léttur, minn hefur ekkert bilað, ekki nema þetta venjulega viðhald, t.d skipta um vél gírkassa, drif, millikassa, mig minnir að minn sé ekki nema á 5.vél og kannski 3ja gírkassa, verður að teljast gott held ég bara, getur ekki klikkað,
svo fær maður algjerlega nýtt tímaskin þegar maður ekur um á þessum fákum, í norðan næðing á móti í 4 gír á topp snúning á um svosem 80kmh og maður er aldrey að drífa sig neitt, maður kemmst þetta allt á endanum, og þvílíkur kostur að þurfa ekki að skipta um olíur eða neitt, maður hendir bara vélinni og smellir annari í, eins og að kubba lego, gerist ekki einfaldara.
Svo suzuki fær mitt atkvæði, góður ferðabíll, drífur (flest) allt, eiðir litlu og skilar engu,
Nostalgía
:)
Range Rover Classic 1982 38" tdi300

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá íbbi » 16.nóv 2013, 20:33

fyndið að heyra að mönnum þyki það best sem þeir eiga hverju sinni,

ég missi yfirleitt áhugann á því sem ég á við að eignast það og langar þá í eitthvað annað.. sé mína bíla bara eins og blikkandi neonskylti þar sem því er útlistað hvað mætti betur fara í honum, en fyrirgef bílum annara mun meira
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá smaris » 16.nóv 2013, 22:30

Ég hef nú alltaf verið hrifinn af gömlum Hiluxum. Léttir, sterkir, traustir og duglegir jeppar sem eru ódýrir í útgerð. Ekki eins hrifinn af þessum nýju sem eru orðnir helst til fínir fyrir minn smekk.
Svo finnst mér Land Cruiser 80 líka alveg frábær jeppi og spilar díselmótorinn þar stærstu rulluna( aflmikill og sparneytinn). Gríðarlega strekur jeppi (svona fyrir utan framdrifið). Á reyndar sjálfur LC 80 með bensínvél sem ég er mjög ánægður með þó eyðslan skemmi stemminguna soldið

Kv. Smári.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá hobo » 16.nóv 2013, 23:12

Trooper.
Með áræðanlegustu vélina.
Svo er hann á klöfum að framan, en þeir drífa meira en hásing.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá StefánDal » 16.nóv 2013, 23:53

hobo wrote:Trooper.
Með áræðanlegustu vélina.
Svo er hann á klöfum að framan, en þeir drífa meira en hásing.


Ekki gleyma gífurlegu úrvali á hlutföllum og læsingum!


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Gunnar » 17.nóv 2013, 00:49

Finnst alveg ótrúlegt að af öllum willys og wrangler eigendum hér inni þorir enginn þeirra að segja að þeir séu bestir. ég skal vera fyrstur og segja að það séu einu jepparnir, ætla reyndar ekki að koma með nein rök fyrir því;)


rabbimj
Innlegg: 117
Skráður: 01.feb 2010, 14:14
Fullt nafn: Rafn Magnús Jónsson

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá rabbimj » 17.nóv 2013, 01:33

Tek undir það sem Hobo segir klárlega Trooper. Gríðalega massaður vagn :D þarf að vera til einn á hverju heimili.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá íbbi » 17.nóv 2013, 01:37

hobo wrote:Trooper.
Með áræðanlegustu vélina.
Svo er hann á klöfum að framan, en þeir drífa meira en hásing.


klafar að framan var kannski ágætt á tímum risaeðlana,

í dag eru klafar báðu meginn máli. helst skrúfaðir upp þannig að öxlarnir halli upp!

svo verða líka allir góðir jeppa að hafa viðarstýri, það er alveg málið
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

jhp
Innlegg: 62
Skráður: 15.mar 2010, 23:02
Fullt nafn: Jón Halldór pétursson
Bíltegund: Wrangler
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá jhp » 17.nóv 2013, 01:38

Gunnar wrote:Finnst alveg ótrúlegt að af öllum willys og wrangler eigendum hér inni þorir enginn þeirra að segja að þeir séu bestir. ég skal vera fyrstur og segja að það séu einu jepparnir, ætla reyndar ekki að koma með nein rök fyrir því;)

Það er nú bara einfaldlega vegna þess að þetta eiga allir að vita og þessvegna þarf ekkert að ræða þetta frekar ;)
Jeep Wrangler TJ "37
Ford F-250 6.0 "37

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá gislisveri » 17.nóv 2013, 10:25

Þið vaðið í villu og svíma drengir góðir.
Þetta hérna er besti jeppi sögunnar:
overland-train-31.jpg
overland-train-31.jpg (42.56 KiB) Viewed 11509 times


Þetta tryllitæki var með drif á öllum 54 hjólum, gat borið 150 tonn og truntaðist yfir hvaða torfæru sem er.
Ekki skemmdi fyrir að í hesthúsinu voru rúmlega 3.500 gæðingar.
Þið getið lesið nánar um þetta fyrirbæri í 11. tölublaði Kjarnans.


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Bestu jepparnir og rök fyrir því.......

Postfrá Gunnar » 17.nóv 2013, 12:34

jhp wrote:
Gunnar wrote:Finnst alveg ótrúlegt að af öllum willys og wrangler eigendum hér inni þorir enginn þeirra að segja að þeir séu bestir. ég skal vera fyrstur og segja að það séu einu jepparnir, ætla reyndar ekki að koma með nein rök fyrir því;)

Það er nú bara einfaldlega vegna þess að þetta eiga allir að vita og þessvegna þarf ekkert að ræða þetta frekar ;)


já þá er í raun verið að velja næstbesta jeppann, nú skil ég;)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 55 gestir