fjöðrun í hilux ?


Höfundur þráðar
66kall
Innlegg: 15
Skráður: 20.maí 2011, 00:05
Fullt nafn: jon valdimar hjaltalin

fjöðrun í hilux ?

Postfrá 66kall » 13.nóv 2013, 20:49

sælir jeppakallar !!! ég er með 38" hilux 2007 model fínasti jeppi en á fjöðrum að aftan og finnst mér hann full hastur í grófum slóða akstri, og þar sem ég er meiri veiðikall en jeppakall er ég ekki að tíma að fara í dýra loftpúða eða gormabreitingu og var að spá í hvort það væri eitthvað vit í að fækka fjaðrablöðunum, vil endilega heyra skoðanir ykkar og sérstaklega þeirra sem hafa gert þetta. takk kv jón hjaltalin.




villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: fjöðrun í hilux ?

Postfrá villi58 » 13.nóv 2013, 21:28

Hann verður mýkri við að fækka blöðum en það má ekki ganga of langt þessir bílar eru smíðaðir til að flytja einhvern x þunga sem má bjóða þeim. Svo er alltaf spurning ef þetta er gert á gömlum fjöðrum að þær brotni frekar þegar blöðum er fækkað. Ég mundi frekar treysta fjöðrunum ef þær væru nýjar þó eitt blað færi.

User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: fjöðrun í hilux ?

Postfrá smaris » 13.nóv 2013, 23:40

Í gamla daga tíðkaðist að það að stinga fólksbílagormum milli fjaðra og grindar og fækka blöðum. Þetta er svona í gamla Hilux hjá mér og þurfti ég að setja stífu til að koma í veg fyrir að hann væri að vinda upp á fjaðrirnar.

Kv. Smári


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: fjöðrun í hilux ?

Postfrá sukkaturbo » 14.nóv 2013, 08:29

Sæll ég reddaði hjá mér mýkri fjöðrun í dobulcab með því að fá mér fjaðrir úr extracab. Þær eru mun lengri. Ég færði aftari hengslin á grindinni aftur eins og þurfti og notaði 3 lengstu blöðin og eitt stutt. Við þetta fór hásingin aðeins aftur í leiðinni.Virkaði fínt. kveðja guðni


Höfundur þráðar
66kall
Innlegg: 15
Skráður: 20.maí 2011, 00:05
Fullt nafn: jon valdimar hjaltalin

Re: fjöðrun í hilux ?

Postfrá 66kall » 16.nóv 2013, 12:23

takk kærlega fyrir þessi svör, er ekki alveg viss hvaða leið ég fer nota kannski eitthvað eitthvað af þessu. takk kv jon hjaltalin.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur