Síða 1 af 1

Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 15:01
frá Gunnar
Hvar fær maður hentugar fóðringar og hólka utan um þær til að nota í 4 link eða A link?

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 15:05
frá dragonking
sterkustu og endingarbestu eru bens fóðringarnar frá ET, þeir eru með hólka líka..

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 18:50
frá Sævar Örn
Hvað er eitt svona stikki fóðring að kosta og hólkur utanum hana, svona c.a. ég geri mér ekki grein fyrir því hvort það eru örfáir hundraðkallar eða örfáir þúsundkallar, er að spá í að kaupa 10stk og þá er það fljótt að telja

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 19:09
frá Freyr
Þegar ég keypti þetta í minn seint 2011 var þetta 5.xxx fyrir hólk + fóðringu, eitt sett, ef ég man rétt.

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 19:59
frá sukkaturbo
Sæll Sævar ég keypti 6 fóðringar og hólka hjá ET í haust í 54" Cruserin og kostaði það um 16000 allt saman og er ég mjög sáttur við það. kveðja GUðni

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 20:08
frá Freyr
Þá hefur þú ekki tekið orginal bens gúmmíin heldur eftirlíkinguna sem er stífari (harðara gúmmí).

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 21:28
frá Sævar Örn
Það hljómar vel Guðni, ég hugsa að ég verði stórhuga næsta vor og klári að smíða fjöðrunina almennilega undir súkkuna mína, tja eða gefist upp og fái mér XL7 og færi allt draslið yfir

Re: Fóðringar og hólkar

Posted: 12.nóv 2013, 21:45
frá dragonking
Já, eftirlíkingin er ekki eins endingargóð,,,, hólkurinn í miðjunni losnar innanúr gúmmíinu og slitnar því mun hraðar..... og það kemur slag í fóðringuna,,, þetta gerist ekki við bens fóðringarnar,,, en þær kosta einmitt meira...