Síða 1 af 1
Driflæsingar
Posted: 10.nóv 2013, 16:05
frá granni500
Sælir
Er eh. hér sem hefur reynslu af driflæsingum sem heita Powertrax No-slip og Powertrax lock Right. Er að hugsa þetta í 9.5" Landcruiser Fj 40 drif að aftan.
kv. Indriði
Re: Driflæsingar
Posted: 10.nóv 2013, 16:28
frá KÁRIMAGG
var með lock-right ì 4runner að framan og var mjög sàttur. Var með no-spin aftan og skil ekki af hverju menn kvarta undan þvi, ekkert loft vesen eða bilanir nema eitthvað brotni
Re: Driflæsingar
Posted: 10.nóv 2013, 23:51
frá kjartanbj
ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 00:01
frá Kiddi
kjartanbj wrote:ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
Veist þú yfirhöfuð hvernig Nospin virkar? Það er ein af fáum læsingum sem þú getur treyst á að virki ALLTAF... sem er líka hennar stærsti galli því stundum er ágætt að vera án læsingar.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 00:25
frá StefánDal
kjartanbj wrote:ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
Haha það fer nú ekkert fram hjá þér þegar no spin læsir og hún virkar. Hefur þú átt jeppa með öðrum lásum en rafmagns eða loftlás?
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 08:39
frá Heiðar Brodda
no-spin virkar eina læsingin sem hægt er að treysta á kv Heiðar Brodda
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 08:56
frá ivar
Mig langar að koma með input í þetta og það eru Torsen lásarnir. Virka alltaf (með einni undantekningu) og finnur lítið sem ekkert fyrir þessu í akstri öfugt við no-spin.
Virkar ekki þegar dekk er á lofti en hægt að vinna með það með því að tippla á bremsu.
Annar galli sem ég hef rekið mig á er að þegar ég er í "lolo" þá skoppa dekkin ekki jafnt en það er ekkert 100% með öðrum læsingum samt.
Þriðja sem ég hef rekið mig á að með mjög útvíðum felgum tosar bíllinn í stýrið ef Torsen er að framan. (skiptir engu að aftan) Verð ekki var við þetta ef felgurnar eru nokkuð eðlilegar.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 19:31
frá granni500
Sælir
Ég var nú aðallega að leita eftir því hvernig þessar læsingar hafi reynst, þ.e læsa þær 100% og eru þær að bila/brotna eða eh annað vesen á þeim. Ef ég skil umræðuna rétt þá er verið að tala um "mildari" útgáfu af NO-Spin læsingunni. Það eru svolítið misvísandi skilaboð sem maður les um þessar læsingar í bandaríkjahreppi, á einum staðnum les maður að þessar læsingar eigi bara að nota í óbreyttum vélarvana bílum á meðan aðrir mæra þær í ca. 800 hö skrímslum. Powertrax No-slip í þetta drif er að kosta ca.100 kall hingað kominn og Lock right læsinginn ca 70 kall. Ég er með ARB læsingu að framan, 4,88 drif og 38" dekk, ég var að spá hvort þessi læsing væri brúkleg í hann að aftan.
kv. Indriði
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 19:47
frá Freyr
kjartanbj wrote:ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
Já einmitt, raf og loftlásar eru mikið áreiðanlegri en nospin sem virkar bara stundum, uuuu......nei!
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 20:00
frá KÁRIMAGG
Lock-right laàsinn eri mýkri ùtgàfa af no-spin.
Égmyndi hiklaust taka þessa làsa framyfir loft eða rafmagnslàs þvì þetta virkar alltaf nema þu sert buinn að brjota eitthvað
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 20:07
frá Fordinn
Ég tæki no spin yfir allt annað ef málið snerist um áreiðanleika og verð. Algerlega viðhaldslaus bunaður þangað til eitthvað brotnar. Það er rosa fint að geta kúpplað þessu af og á inní bíl eftir hentugleika.... Enn það er líka voða gott að vita að þetta er bara þarna og virkar....
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 20:07
frá Stebbi
Er það ekki rétt skilið hjá mér að Powertrax Lock-Right er eitthvað sem þú skiptir mismunadrifinu út fyrir. Ef það er málið og kostar 100þús hingað komið þá myndi ég safna einn mánuð enn og splæsa í No-spin. Það sem gerir No-spin svona endingagott er að það er hressilega yfirsmíðað í eigin keisingu, ekki eitthvað gúmmilaði sem fer í orginal keisinguna sem þolir ekki átökin.
Er sjálfur með No-spin að aftan og veit svosem af því þegar ég er að bakka eða snúa á malbiki en að öðru leiti er þetta ekkert fyrir manni.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 20:21
frá snöfli
Er þá málið að fá sér no-spin eða lock right í Pattann að framan (hann er jú með orginal að aftan)?
l.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 22:54
frá Gunnar00
í aðeins öðruvísi sálma, hefur einhver prufað svona?
http://www.lokka.com/site/ virðast spennandi og menn í kanahrepp virðast láta vel af þeim.
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 23:05
frá -Hjalti-
kjartanbj wrote:ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
þú ert alltaf með allt á hreinu Kjartan.. :)
Re: Driflæsingar
Posted: 11.nóv 2013, 23:33
frá jeepcj7
Þessi lás er einmitt að virka eins og nospin,lockrite ofl.
í aðeins öðruvísi sálma, hefur einhver prufað svona?
http://www.lokka.com/site/ virðast spennandi og menn í kanahrepp virðast láta vel af þeim.
Veit ekki hvað þetta er sterkt en 1 kosturinn við svona lása er eins og fram hefur komið að þeir virka 100% alltaf meðan þeir eru ekki brotnir hvort sem þú vilt það eða ekki og hinn kosturinn er að þessir lásar sem fara í drifið í staðinn fyrir mismunadrifið sem fyrir er lock rite,aussie ofl. kalla ekki á það að þurfa að stilla drifið inn aftur eftir ísetningu ef ekki er skipt um hlutfall í leiðinni.
Einhvern tímann var grein í 4wheeler þar sem þetta var kallað 45 mínútna læsingin og átti þá við tímann sem ísetningin tók í 12 bolta gm hásingu.
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 13:25
frá kjartanbj
-Hjalti- wrote:kjartanbj wrote:ég vill hafa læsingar sem ég get bara sett á og hásingin læst, ekki eitthvað svona nospin dót eða álíka sem maður getur ekki vitað hvort sé að virka almennilega eða ekki
er með orginal toyota raflás sem ég breytti og setti lofttjakk á, og það bara virkar, hefur ekkert vesen verið á honum hjá mér, læsir alltaf
þú ert alltaf með allt á hreinu Kjartan.. :)
enda kanski ekki með mikla þekkingu á þessum nospin lásum og því dóti.. enda aldrei haft svoleiðis lás , og var bara segja að mér persónulega finndust
lásar sem maður ræður hvort að eru á eða ekki vera þægilegast , en þeir eru jú dýrari , ódýrast er náttúrulega að sjóða mismunadrifið.. en svoleiðis myndi ég aldrei nenna vera með
og er auk þess ekki hægt í mínum bíl
en þið megið alveg rakka mig niður fyrir þetta comment ef þið viljið , í stað þess að koma með útskýringar á hlutunum..
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 16:10
frá jeepcj7
Það er alveg hægt að sjóða drifin í cruiser eins og öðrum bílum,þegar það er gert eru mismunadrifshjólin bara soðin saman og stundum út í húsið sjálft líka stundum þarf að taka keisinguna í sundur til þess reyndar.
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 16:32
frá kjartanbj
sagði aldrei að það væri ekki hægt að sjóða mismunadrifið hjá mér.. væri bara helvíti leiðinlegur í akstri þannig, þar sem hann er sídrifinn..
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 16:38
frá hobo
Var með lock right í máttlitlum hilux að aftan. Ekkert vesen meðan ég átti hann.
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 16:44
frá kjartanbj
kjartanbj wrote:sagði aldrei að það væri ekki hægt að sjóða mismunadrifið hjá mér.. væri bara helvíti leiðinlegur í akstri þannig, þar sem hann er sídrifinn..
og þá er ég að sjálfsögðu að tala um að sjóða að framan.. ekki neinar lokur hjá mér til að taka úr
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 17:08
frá nonni k
kjartanbj wrote: ódýrast er náttúrulega að sjóða mismunadrifið.. en svoleiðis myndi ég aldrei nenna vera með
og er auk þess ekki hægt í mínum bíl
kjartanbj wrote:sagði aldrei að það væri ekki hægt að sjóða mismunadrifið hjá mér.. væri bara helvíti leiðinlegur í akstri þannig, þar sem hann er sídrifinn..
Re: Driflæsingar
Posted: 12.nóv 2013, 17:23
frá kjartanbj
jeje. ekki hægt að sjóða það án þess að bíllinn væri ókeyranlegur..