Síða 1 af 1

Álagspróf rafgeyma/hleðsla!

Posted: 04.nóv 2013, 12:45
frá thor_man
Félagar!
Hvert er best að fara á Rvíkursvæðinu til að láta álagsprófa rafgeymi og tékka hleðslu, helst þar sem þetta kostar ekki einhver ósköp? Bíllin var dauður í morgun en rafgeymirinn virðist ekki svo gamall og ljósin dofna ekkert að ráði í hægagangi.

Re: Álagspróf rafgeyma/hleðsla!

Posted: 04.nóv 2013, 12:51
frá Hilmar Örn
Rafgeymasalan Dalshrauni 17 Hafnarfirði, fór til þeirra um daginn þeir mældu fyrir mig geyminn og tóku ekkert fyrir það að ég held en ég keypti líka nýjan geymi í leiðinni.

http://rafgeymar.is/

Re: Álagspróf rafgeyma/hleðsla!

Posted: 04.nóv 2013, 13:14
frá Skottan
Ég fór með minn í Skorra á Bíldshöfða og lét mæla mína geyma fyrir nokkru síðan, tóku ekkert fyrir það þá.
Kom síðan í ljós að alternatorinn var farinn.....