Smurning á A/C dælu - hugmyndir?


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá gunnarb » 03.nóv 2013, 19:40

Sælir félagar.

Ég stóðst ekki mátið þegar félagi minn var á leið til landsins frá Ameríkuhreppi og ákvað að kaupa mér notaða orginal (Harris minnir mig) A/C dælu á LT1 mótorinn minn. Ég átti hilux í mörg ár með AC dælu sem var með smurkerfi og olíuskilju, setup sem dugði í meira en 10 ár. Dælan í LT1 er þannig uppbyggð að stimplarnir liggja 90gráður á reimarhjólið (liggjandi stimplar). Á dælunni stendur að á henni séu 286ml af olíu .... Ég ef aldrei rifið svona græju í sundur, en olían hlýtur að eiga að smyrja kjallarann í dælunni... Ég veit að það er smurning í kælivökvanum sem þessar dælur eru byggðar til að dæla (það segir internetið allavega). Ég heyrði líka af einhverjum sem setja smurkoppa á einhverjar dælur til að smyrja í þær.

Það sem ég er að spukulera - þarf ég að setja upp smurkerfi/olíuskilju eins og menn hafa gert, eða hafa menn uppgötvað einhverjar sniðugri/einfaldari aðferðir til að halda lífi í dælunum? Eru þetta kannski óþarfa áhyggjur ur því að það er olía á pressunni eins og hún er (dugir kannski smit úr kjallaranum upp með stimplunum til að smyrja?)

Allar góðar hugmyndir vel þegnar.

-G

-G



User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá aae » 03.nóv 2013, 21:37

Sæll þetta hefur nokkrum sinnum verið rætt hérna

td. hér:
viewtopic.php?f=5&t=18849

Lestu innleggið hans Ólafs Eiríkssonar sem er næst neðst..


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá gunnarb » 03.nóv 2013, 22:44

takk fyrir tips:ið. Hann segir:

'Síðan er það "stjörnuhreyfill", sveifarás í miðjunni og stimplar vísa út frá honum. Harris heitir ein slík, algeng í GM og er ágæt loftdæla ef passað er upp á að nægur smurningur sé í sveifarhúsinu. Loftið fer þó í gegnum sveifarhúsið í henni. Í henni er ekki hægt að vera með olíu á sveifarhúsinu eins og í þeim sem ég nefni að ofan því að hún skolast gegnum stimplana og út með loftinu. Feiti í sveifarhúsið virkar á þær.'

Ég er kannski að misskilja þetta - það er olía á henni og uppgefið hversu mikið ... ef olían er ekki á sveifarhúsinu, hvar þá? Það eru tæpir 300ml á pressunni... Er mér óhætt að nota hana án auka smurningar, eða?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá Stebbi » 03.nóv 2013, 23:48

Þessir 286ml af olíu eru örugglega magnið sem á að vera á kerfinu. Freonkerfið er lokað þannig að olían sem fer úr sveifarhúsinu skilar sér aftur eftir einn hring í kerfinu. Ég myndi ekki taka sénsinn á að keyra hana án þess að hafa smurkopp eða olíuglas á undan henni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá aae » 04.nóv 2013, 00:19

Ég myndi setja smurkopp á sveifarhúsið

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá jongud » 04.nóv 2013, 08:46

Það er tiltölulega einfalt að breyta A/C dælum þannig að hægt sé að láta þær virka eins og loftpressur.
Ef þú villt síður rífa dæluna í sundur þá skaltu nota smurglas (stórt og stillanlegt) og setja olíuskilju aftanvið pressuna en nógu langt frá þannig að skiljan ofhitni ekki. Sumir nota bara loftkút sem nokkurskonar olíuskilju.

Ég segi seinna frá hvernig á að breyta dælum með því að rífa þær í sundur...

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá jongud » 04.nóv 2013, 18:16

Jæja, fyrst ætla ég að gefa mér að um sé að ræða SANDEN dælu (ekki Harris) svipaða og þessi;
Image

Þessar dælur eru gerðar til að smyrja sig með kælimiðlinum í A/C kerfinu

Hérna; http://www.grungle.com/endlessair.html er sagt hvernig er farið að því að breyta þeim.

Það þarf að setja smurkopp í stað áfyllingarskrúfunnar á dælunni EÐA bora og snitta fyrir einum slíkum.
(Það er nefnilega ekki víst að áfyllingarskrúfan sé á þægilegum stað þegar dælan er kominn í).

Þegar þessar dælur smyrja sig með kælimiðlinum þá er lítill gangur milli fremri og aftari hluta dælunnar og hann þarf að loka fyrir.
Á þessari mynd Image sést gangurinn ofan við stimpilinn sem er lengst til hægri. (síðan sem ég benti á er líka með fleiri flottar myndir).

Sumir snitta í þennan gang og setja blindskrúfu í en aðrir snara úr gatinu og klessa bara "JB-weld" epoxy í gatið.

Það eru ekki allir sammála um hvaða olíu/feiti á að nota til að smyrja þessar dælur. sumir vilja koppafeiti, aðrir sjálfskiptiolíu og enn aðrir sérstaka loftþjöppuolíu.

Hér er Four-Wheeler að breyta einni dælu, og notar koppafeiti
http://www.fourwheeler.com/how-to/engine/154-1207-homemade-engine-driven-onboard-air-system/

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 18:55

Ég gerði þetta nú bara allra einfaldast, notaði dæluna bara óbreytta og setti dass af þeirri olíu sem var við hendina þegar ég mundi eftir, valdi þó helst atf ef ég komst í hana, annars bara mótorolíu.
Þetta er að fordæmi pabba míns sem hafði notað þessa aðferð í 15-20 ár á sömu dælu og alltaf allt í topplagi.
Mín dæla entist fínt með þessu fyrirkomulagi, ég notaði meira að segja oft loftverkfæri með henni og lét bílinn snúast á 2500 snúningum til að pumpa. Þá smurði ég líka mikið meira í dæluna. Dælan var í lagi þegar ég seldi bílinn eftir nokkur ár af þessari misnotkun.

Vissulega er þetta kannski groddaleg hegðun en ég vissi um aðra dælu sem ég gat fengið þannig að ég var ekkert að stressa mig yfir tjóninu :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá StefánDal » 04.nóv 2013, 19:45

elliofur wrote:Ég gerði þetta nú bara allra einfaldast, notaði dæluna bara óbreytta og setti dass af þeirri olíu sem var við hendina þegar ég mundi eftir, valdi þó helst atf ef ég komst í hana, annars bara mótorolíu.
Þetta er að fordæmi pabba míns sem hafði notað þessa aðferð í 15-20 ár á sömu dælu og alltaf allt í topplagi.
Mín dæla entist fínt með þessu fyrirkomulagi, ég notaði meira að segja oft loftverkfæri með henni og lét bílinn snúast á 2500 snúningum til að pumpa. Þá smurði ég líka mikið meira í dæluna. Dælan var í lagi þegar ég seldi bílinn eftir nokkur ár af þessari misnotkun.

Vissulega er þetta kannski groddaleg hegðun en ég vissi um aðra dælu sem ég gat fengið þannig að ég var ekkert að stressa mig yfir tjóninu :)


Ég hef einmitt notað þessa sömu aðferð með góðum árangri á tveimur bílum.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá AgnarBen » 04.nóv 2013, 20:51

StefánDal wrote:
elliofur wrote:Ég gerði þetta nú bara allra einfaldast, notaði dæluna bara óbreytta og setti dass af þeirri olíu sem var við hendina þegar ég mundi eftir, valdi þó helst atf ef ég komst í hana, annars bara mótorolíu.
Þetta er að fordæmi pabba míns sem hafði notað þessa aðferð í 15-20 ár á sömu dælu og alltaf allt í topplagi.
Mín dæla entist fínt með þessu fyrirkomulagi, ég notaði meira að segja oft loftverkfæri með henni og lét bílinn snúast á 2500 snúningum til að pumpa. Þá smurði ég líka mikið meira í dæluna. Dælan var í lagi þegar ég seldi bílinn eftir nokkur ár af þessari misnotkun.

Vissulega er þetta kannski groddaleg hegðun en ég vissi um aðra dælu sem ég gat fengið þannig að ég var ekkert að stressa mig yfir tjóninu :)


Ég hef einmitt notað þessa sömu aðferð með góðum árangri á tveimur bílum.


"Gallinn" við þessar dælur er að þær eru hrikalega hljóðlátar og í vondu veðri þá heyrir maður ekki í þeim þegar þær eru í gangi. Þessi aðferð að "dash-a" hana fyrir ferð virkar fínt svo lengi sem þú lendir ekki í því að gleyma dælunni í gangi eða ef td slanga fer úr sambandi við dæluna en þá er ekki nóg að treysta á það að pressustat í loftkerfi slökkvi á henni. Ég lenti í þessu með mína dælu og ef ég hefði verið með smurglas við hana þá hefði hún hugsanlega bjargast.

Ég er núna búinn að henda loftkútnum úr bílnum til að hlífa dælunni, núna nota ég takkann til að stýra loftinu inn á úrhleypikistuna fyrir dekkin og er því hættur að treysta á pressustatið til að slá henni út og að lokum þá ætla ég að setja lítið rautt gaumljós í mælaborðið sem logar þegar dælan er í gangi svona til að gulltryggja að þetta geti ekki gerst aftur :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá ellisnorra » 04.nóv 2013, 21:02

Ég var einmitt með þetta tengt þannig, ég var alltaf með slökkt á dælunni nema þegar ég þurfti að nota hana og gauljósið í rofanum logaði þegar segulkúplingin var á, þe pressostatið sagði dælunni að dæla.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá jongud » 05.nóv 2013, 08:33

Það væri líka hægt að setja hitamæli á dæluna ef maður er virkilega "paranojd".
Hinsvegar, ef maður er að nota pressuna í loftkerfi eins og fyrir læsingar þá er tæplega nóg að gefa henni smá skvettu áður en maður fer á fjöll. En hinsvegar hef ég ekki heyrt af mörgum dælum sem menn hafa brætt úr, og ég held að það segi sitt um hversu seigar dælurnar eru.
Annað sem ég man eftir;
Sumar dælur eru með tiltölulega þröngar lagnir inn á sig og einhverjir hafa farið út í það að "bora þær út" til að auka loftflæðið.


Höfundur þráðar
gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá gunnarb » 05.nóv 2013, 11:17

jongud wrote:Jæja, fyrst ætla ég að gefa mér að um sé að ræða SANDEN dælu (ekki Harris) svipaða og þessi;
Image

Þessar dælur eru gerðar til að smyrja sig með kælimiðlinum í A/C kerfinu

Hérna; http://www.grungle.com/endlessair.html er sagt hvernig er farið að því að breyta þeim.

Það þarf að setja smurkopp í stað áfyllingarskrúfunnar á dælunni EÐA bora og snitta fyrir einum slíkum.
(Það er nefnilega ekki víst að áfyllingarskrúfan sé á þægilegum stað þegar dælan er kominn í).

Þegar þessar dælur smyrja sig með kælimiðlinum þá er lítill gangur milli fremri og aftari hluta dælunnar og hann þarf að loka fyrir.
Á þessari mynd Image sést gangurinn ofan við stimpilinn sem er lengst til hægri. (síðan sem ég benti á er líka með fleiri flottar myndir).

Sumir snitta í þennan gang og setja blindskrúfu í en aðrir snara úr gatinu og klessa bara "JB-weld" epoxy í gatið.

Það eru ekki allir sammála um hvaða olíu/feiti á að nota til að smyrja þessar dælur. sumir vilja koppafeiti, aðrir sjálfskiptiolíu og enn aðrir sérstaka loftþjöppuolíu.

Hér er Four-Wheeler að breyta einni dælu, og notar koppafeiti
http://www.fourwheeler.com/how-to/engine/154-1207-homemade-engine-driven-onboard-air-system/



Sæll - takk fyrir flottar myndir og útskýringar. Nýja dælan sem ég fékk er Harris, og dælan sem er föst (og er í bílnum í dag) er líka harris.
Hún var örugglega notuð sem loftdæla og er eins og menn greinilega hafa verið að upplifa - úrbrædd. Ég reif hana í sumar og innvolsið í henni er mjög líkt þessum myndum sem þú ert með, ég lagði reyndar ekki á minnið hvar/hvernig öndun var milli kjallara og framhluta. Ég velti samt fyrir mér að ef maður lokar þarna á milli, þarf ekki að tryggja einhverja loftun/öndun á kjallaranum? Varðandi olíu þá hef ég heyrt að menn séu að nota koppafeiti, en einhvernveginn þykir mér eðlilegra að vera með þynnri feti, t.d. loftpressuolíu.

Snjallt líka eins og Elli benti á að vera með gaumljós þegar þetta er í gangi enda nánast hljóðlaust ...

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá jongud » 05.nóv 2013, 12:23

gunnarb wrote:
Sæll - takk fyrir flottar myndir og útskýringar. Nýja dælan sem ég fékk er Harris, og dælan sem er föst (og er í bílnum í dag) er líka harris.
Hún var örugglega notuð sem loftdæla og er eins og menn greinilega hafa verið að upplifa - úrbrædd. Ég reif hana í sumar og innvolsið í henni er mjög líkt þessum myndum sem þú ert með, ég lagði reyndar ekki á minnið hvar/hvernig öndun var milli kjallara og framhluta. Ég velti samt fyrir mér að ef maður lokar þarna á milli, þarf ekki að tryggja einhverja loftun/öndun á kjallaranum? Varðandi olíu þá hef ég heyrt að menn séu að nota koppafeiti, en einhvernveginn þykir mér eðlilegra að vera með þynnri feti, t.d. loftpressuolíu.

Snjallt líka eins og Elli benti á að vera með gaumljós þegar þetta er í gangi enda nánast hljóðlaust ...


Einhversstaðar rakst ég á umræðu um þetta, hvort það þyrfti að lofta út.
Það á aldrei að fylla framhutann af olíu, mig minnir að ég hafi séð skrifað einhversstaðar ca. 1/3
Og þá er nóg loftrúm eftir þannig að það ætti að vera óhætt að láta loftið inní bara þenjast út eftir hitastigi og þrýstingi.
Einhver setti öndunarventil af hásingu á svona dælu og virkaði vel.
Ég tók York-dælu í sundur fyrir nokkrum árum og það var engin öndun á sveifarhúsinu sem ég tók eftir.
Loftpressuolía er líkast til það eina rétta til að setja á þessar dælur. Sanden notar PAG olíu (PolyAlkyleneGlycol) sem er látin flæða með kæligasinu um kerfið.
Aðalatriðið er að olían freyði ekki, dragi í sig raka og sé með rétt sýrustig.
Mótorolía uppfyllir EKKI þessi skilyrði en það gerir loftpressuolían.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá Stebbi » 06.nóv 2013, 13:02

Það er mjög auðvelt að fyrirbyggja svona úrbræðslu með því að tengja pressustatið inná 'seinn út' liða sem er stilltur á 10-15mín. Þá gengur dælan aldrei lengur en 10-15mín í einu án þess að endursetja tímaliðann. Svo er gaumljós í mælaborði nauðsynlegt líka.

Keypti svona pínulítinn Finder liða í Reykjafelli fyrir 12V AC/DC á þrjúþúsund kall um daginn, minnir að það hafi verið hægt að dippa hann fyrir aðrar virknir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Smurning á A/C dælu - hugmyndir?

Postfrá Hrannifox » 06.nóv 2013, 18:58

var eitthvað að vesenast inni bílabúð benna, í morgun sá þar svona smurkitt fyrir dælur kostaði 9-10 þúsund kall
bara svona ef menn vilja kynna sér þetta betur, skoðaði þetta ekkert af ráði.

Kv, Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir