Síða 1 af 1
Cummins 6.7
Posted: 30.okt 2013, 23:00
frá ellisnorra
Hvernig er raminn að koma út með nýju 6.7 vélinni?
Reynslusögur og gróusögur óskast :)
Re: Cummins 6.7
Posted: 30.okt 2013, 23:41
frá JonHrafn
Bara fundið einn stóran galla,,,,, það er mikið vesen að setja 4" straight pipe frá túrbínu og aftur úr vegna allskonar hvarfakúta og mengunarvarnarbúnaðar issss En það er geggjað að keyra þetta, miklu mýkri gangur og 6gíra ssk.
5,9bíllinn er samt alltaf með meiri karakter með 4" rör og grófari gang að mínu mati.
Rekstrarlega,, eyðir svipað , viðhaldslega , enginn teljandi munur. Erum með 2 stykki 5,9 bíla og 1 stykki 6,7 bíl, búið að vera í rekstri síðan 2009. Cummins er bara best
Re: Cummins 6.7
Posted: 31.okt 2013, 17:32
frá ellisnorra
Ok eru engir gallar sem hafa komið upp í þeim? Alveg rock sollid kram bara?
Re: Cummins 6.7
Posted: 31.okt 2013, 22:19
frá fordson
Veit af einum sem er búinn að fara með 2 vatnsdælur
Re: Cummins 6.7
Posted: 01.nóv 2013, 00:42
frá lecter
já rosalegt 2 vatnsdælur ég tók eina úr bát sem er 5,9 með 40,000 vinnustundir og bara vemjulegt viðhald síur og olia ,, sá aðili vildi bara nýa eins vél cummins og einginn hissa á þvi sambærileg volvo fer i 5000 tima þa hrinur hún alveg
þetta er liklega eina landið i heiminum sem menn berjast upp á lif og dauða að neita að cummins vélar eru bestu vélarnar
Re: Cummins 6.7
Posted: 01.nóv 2013, 15:25
frá Hr.Cummins
Láttu þá heyra það!!!!
Re: Cummins 6.7
Posted: 01.nóv 2013, 16:51
frá jeepcj7
Það er til alveg slatti af basli með þessi grey eins og flest annað það er vel hægt að googla það,en það sem ég hef séð eru liðónýtir krossar td.þurfti að skipta flestum út í ca.3ja ára bíl óbreyttum eknum um 20.000 og svo hef ég heyrt af einhverju veseni með afgas rec dæmi sem hefur kostað slatta af brasi.Ótrúlegt en satt þá er þetta bara bíll líka eins og annað.
Re: Cummins 6.7
Posted: 02.nóv 2013, 02:59
frá lecter
ja menn renna niður jokan og renna skifu flans sjóða hann við fyrir bens vörubila sköft þetta er þekkt vandamál siðan 1989 þegar dodge fekk 165hp vélina first nú eru vélarnar 300-400hp reddið ykkur flans sköft úr milli stærð af vörubil þá er krossa málið úr söguni hjá ykkur kanski einn kross á 20 arum
Re: Cummins 6.7
Posted: 02.nóv 2013, 13:01
frá Startarinn
Ég spurðist fyrir í gær um bíl sem ég veit að bilaði hérna á Króknum, það komu einhver óhljóð í mótorinn og var bíllinn stoppaður strax, ég fékk frekar óljósar fréttir en mér skildist að það hefði þurft að skipta um allar slífar í mótornum (ég geri ráð fyrir að hann sé með lausar slífar, lecter getur kannski svarað því)
Re: Cummins 6.7
Posted: 02.nóv 2013, 13:51
frá lecter
ja sögur eru alltaf skemtilegar
The Cummins bt4 B5.9 and 6.7 liter engines are a cast block design and do not have wet or removable sleeves.
lausar liner eða cylinder slifar eru ekki i B velunum og minnir að 8,3 6cyl vél byrji með lausar slifar og v8 velin i sama bori og upp til k16 k38 k50
Re: Cummins 6.7
Posted: 02.nóv 2013, 14:10
frá jongud
lecter wrote:ja sögur eru alltaf skemtilegar
The Cummins bt4 B5.9 and 6.7 liter engines are a cast block design and do not have wet or removable sleeves.
lausar liner eða cylinder slifar eru ekki i B velunum og minnir að 8,3 6cyl vél byrji með lausar slifar og v8 velin i sama bori og upp til k16 k38 k50
Það er hægt að fá "viðgerðarslífar" t.d. ef lítið slitin vél fer á einum sylender
http://www.agkits.com/cummins-4b-3-9l-6b-5-9l-repair-salvage-sleeve.aspx
Re: Cummins 6.7
Posted: 02.nóv 2013, 14:44
frá JonHrafn
Hjöruliðskrossar flokkast nú bara undir venjubundið viðhald ..... er ekki vandamálið bara að það er erfitt að smíða krossa sem þola mótorinn :)=
Re: Cummins 6.7
Posted: 03.nóv 2013, 05:26
frá Hr.Cummins
B series eru ekki með lausar slívar, en eins og Jón Guð bendir á er hægt að fá viðgerðarkit, en ég veit ekki hvort að það er nokkur á landinu sem að pressar þetta í ?!?!?
Re: Cummins 6.7
Posted: 03.nóv 2013, 09:29
frá Startarinn
Mér var allavega sagt að vélin hefði verið slífrekin, það sem var óljóst var hvort hann væri með lausar slífar eða ekki.
Eru ekki framleiddar yfirstærðir af stimplum svo hægt sé að bora út?
Re: Cummins 6.7
Posted: 03.nóv 2013, 11:17
frá jongud
Startarinn wrote:Mér var allavega sagt að vélin hefði verið slífrekin, það sem var óljóst var hvort hann væri með lausar slífar eða ekki.
Eru ekki framleiddar yfirstærðir af stimplum svo hægt sé að bora út?
Jú, samkvæmt því sem ég gróf upp á spjallsíðum erlendis er hægt að bora þessar vélar út tvisvar, bora svo aðeins meira og pressa slífar í og nota þá "upprunalega" stærð á stimplum.
Varðandi það að pressa svona slífar í þá held ég að ég hafi leisið einhversstaðar að venjan sé að kæla slífarnar með þurrís og á sé auðvelt að koma þeim í.