Síða 1 af 1

eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:34
frá Andri M.
nú langar mig að fara að skipta um allar olíur á gallopernum, drif, gírkassa, og millikassa, og mótor að sjálfsögðu

Eurol® HP Gírolía 85W/90 GL-5 LSD (Limited Slip Differential) er sérstaklega ætluð fyrir drif með diskalæsingar og hentar fyrir fjölmargar gerðir bíla. Sjá leiðbeiningar framleiðenda um "Limited Slip Differential".

þetta er það sem mer líst best á, og er að hugsa um að nota þetta líka fyrir gírkassa og millikassan, s.s. sama olían á allt draslið

hafa menn einhverja reynslu af þessum olíum frá þeim, ??
og er einhvað sem mælir gegn því að maður noti sömu olíuna á drifin, og millikassan og gírkassan ??

þetta er s.s. 99 mdl díesel, keyrður um 130 þús

Re: eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:45
frá Stebbi
Ef að þetta er sami kassi og í Pajero þá skaltu bara nota þá olíu sem framleiðandinn gefur upp. Allavegna sömu þykkt og uppfylla sömu staðla.

Re: eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:47
frá Andri M.
er ekki galloper bara gamli pajero með öðru merki framaná ??

Re: eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:52
frá Stebbi
Spurning hvort þú sért með KM-145 eða V5-MT1 kassann í bílnum hjá þér. KM-145 er gamli ónýti kassinn sem var í '83-88 svo kom nýr kassi. Ef þú ert með yngri kassann þá skaltu halda þig við þessa 75-90 Hypoid olíu sem framleiðandinn vill, allt annað brennur bara á mjög stuttum tíma.

Ef þú ætlar í tilraunastarfsemi þá skaltu fylgjast mjög vel með ástandinu á olíunum í nokkra mánuði.

Re: eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:52
frá Freyr
Ef þetta er uppgefið á gírkassann getur þú notað þessa olíu en ég efast um það. Sjálfur hef ég a.m.k. aldrei sett svona þykka olíu á gírkassa. Það borgar sig að fylgja fyrirmælum framleiðenda hvað þetta varðar. Sem dæmi má nefna Patrol millikassa. Það á að vera ssk. olía á þeim en oft er notuð á þá gírolía 75/90, sé það gert geta tognað í þeim keðjurnar og farið að hoppa yfir tennur....

Kv. Freyr

Re: eurol olíurnar frá kvikkfix

Posted: 29.okt 2013, 22:57
frá Andri M.
núna var eg að skoða "right oil for my car" á castrol heimasíðunni, og þeir gefa upp að það sé til exceed og super exceed,

eg verð að játa það á mig að eg veit ekki meira um bílinn minn en það að eg hef ekki hugmynd um hvor bíllinn er hvað, vissi ekki einu sinni af þessum undirtegundum