Síða 1 af 1
Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 21:58
frá hans
Er einhver hér á klakanum að selja universal öxulhosur sem hægt er að opna og setja yfir öxulliðinn án þess að rífa öxulinn úr? Þetta var til í gamla daga og var með e.k. stál "rennilás" og lími. Linkur á erlendar síður með svona væri líka vel þeginn. Hef ekki séð svona lengi. Á eftir að fara í að hringja í búðirnar en datt í hug að einhver hérna vissi eitthvað um þetta til að flýta fyrir.
Re: Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 22:17
frá Fordinn
ég sá hjá félaga minum um daginn svona loftknúna græju sem glennti hosurnar vel upp og madur gat smokrað þeim uppa öxulinn veit að græjan var keypt i verkærasölunni og gott ef ekki hosurnar líka.
Re: Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 22:22
frá Járni
Þessi loftgræja er til á verkstæðinu hjá mér. Lítið notað verkfæri og þessar hosur hef ég ekki séð lengi. Prufaðu að heyra í Poulsen og Fálkanum, það er eins og mig minni að annað hvort þeirra hafi verið með þessar hosur. Get komist að því fyrir þig hvar þær voru keyptar síðast.
Re: Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 23:12
frá hans
Takk fyrir þetta, Þessar hosur gætu verið góðar við ákveðnar aðstæður til að þurfa ekki að rífa of mikið, en ég var meira að hugsa um hosurnar sem voru alveg opnar eftir endilöngu. Þannig þurftirðu ekki annað en að renna þér undir bílinn, fjarlægja gömlu hosuna, fletta þeirri nýju í sundur, setja hana yfir liðinn, fylla hana af feiti og loka henni með rennilásnum/líminu. Þá sleppurðu alveg við að losa öxulinn undan bílnum. Einhver séð svoleiðis?
Re: Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 23:14
frá Járni
Aldrei séð svoleiðis
Re: Öxulhosur
Posted: 11.feb 2010, 23:28
frá gislisveri
Ég hef séð svoleiðis, minnir að sú hafi komið úr bílanaust.
Re: Öxulhosur
Posted: 12.feb 2010, 00:20
frá jeepson
Þetta ætti bara að vera í öllum bílum. Þetta sparar hellings tíma og vinnu þegar er verið að skifta um hosur. annars hef ég aldrei séð þetta patent.
Re: Öxulhosur
Posted: 12.feb 2010, 00:24
frá Kiddi
Það skyldi þó ekki vera að það væru venjulegar hosur í öllum bílum, af því að þær endast betur? Nei bara pæling... ekki það að ég viti hvort þær endist betur eða ekki, bara datt þetta svona í hug
Re: Öxulhosur
Posted: 12.feb 2010, 07:39
frá gislisveri
Ég verð að vera sammála Kidda, venjulegar hosur hljóta að endast betur og ég myndi ekki nota svona rennilásadót nema í neyð. Svo er oft minna mál en maður heldur að rífa svona kúluliði í sundur og hægt að nota tækifærið og smyrja almennilega í þá í leiðinni eftir að þrífa sand og drullu úr.
Re: Öxulhosur
Posted: 12.feb 2010, 09:31
frá Sævar Örn
Ég hef séð svona splæstar hosur og þær voru alltaf fullar af vatni og feitin grá og ógeðsleg.
En svona sveigjanlegar hosur hef ég ekki séð lengi en þær fengust í AB og Stillingu og voru svo gott sem universal þannig þú gast notað þetta á nánast alla öxla svo lengi sem málin voru sverari en þau sem hosan var þegar hún var ekki spennt sundur.
Re: Öxulhosur
Posted: 12.feb 2010, 13:00
frá Járni
Þessar splæstu eru/voru víst bölvað prump. En þessar teygjanlegu eiga að fást hjá Poulsen í Skeifunni. Þær hafa gefið þokkalega raun.
Re: Öxulhosur
Posted: 14.feb 2010, 14:14
frá Fordinn
Þessar teygjanlegu hafa verið notað soldið á fjórhjolin hjá félögunum og hafa komið ágætlega út. og ef það er einhverstaðar sem mæðir á öxulhosum þá er það í fjórhjólunum.
Re: Öxulhosur
Posted: 27.júl 2012, 11:24
frá gunno1
Sælir, núna er árið 2012 og ég var að velta því fyrir mér hvort það væri einhver hérna hefði séð svona splæstar öxulhosur, sem þykja víst ekki ýkja góðar en ég hefði áhuga á að nota slíkt til þess að komast í veg fyrir að reyna að losa bolta og rær sem eru PIKK-fastir í bílnum hjá mér...
Re: Öxulhosur
Posted: 27.júl 2012, 12:13
frá JeepKing
Þetta var til í N1 frá quinton hazell (QH) veit ekki hvort þetta sé til lengur
Re: Öxulhosur
Posted: 27.júl 2012, 20:45
frá Hrannifox
Man eftir þessu i N1 veit þó ekki hvort þetta sé enþá til hef ekki séð þetta í langan tíma
en aftur á móti ekkert verið að leita eftir þessu.
Þetta er ekki varanleg viðgerð einsog sævar benti á, skal viðurkenna þetta sem neyðar reddingu
í nokkra daga til að hlífa liðnum en ekkert meir.
Re: Öxulhosur
Posted: 23.jún 2014, 22:43
frá demi
https://www.youtube.com/watch?v=iLrGNU_t83YÞessir gefa sig út fyrir að selja varanlega lausn, ætla prófa að kaupa eitt stykki og flytja inn, nema einhver annar lumi á þessu á Íslandi.
Re: Öxulhosur
Posted: 24.jún 2014, 00:24
frá KÁRIMAGG
Teygjanlegu hosurnar fást i 2 stærðum hjá fálkanum.
Ég hef nitað þær talsvert og þær hafa enst agætlega.
Ég hef notað skorna gosflosku sem einskonar " trekt" yfir oxulliðinn og smurt hana með feiti til að auðvelda mer að renna hosunni yfi og til að rifa hana ekki
Re: Öxulhosur
Posted: 03.júl 2014, 10:24
frá jongud
Re: Öxulhosur
Posted: 03.júl 2014, 10:40
frá birgiring
Það voru mjög líkar öxulhosur í gamla VW 1200 sem ég átti og þær virkuðu mjög vel en það fer að sjálfsögðu eftir því hvað gúmmíið í þeim er gott. Ég hef séð gúmmí á stýrisendum og spindilkúlum frá þekktu aftermarket vörumerki sem voru fúin og sprungin eftir 1-2 ár og þar með komst vatn og sandur í liðina.
Re: Öxulhosur
Posted: 03.júl 2014, 22:40
frá snöfli
Hef ekki séð svona í áratugi, Notaði þetta VW Golf. Sá dó úr öðru en öxulhosu:)
l.